Körfubolti

Stjarnan fær efnilega tvíburabræður frá Vestra á Ísafirði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Guðjónsson og Ingi Þór Steinþórsson með tvíburunum Huga og Hilmi Hallgrímssonum.
Arnar Guðjónsson og Ingi Þór Steinþórsson með tvíburunum Huga og Hilmi Hallgrímssonum. Mynd/Stjarnan

Stjarnan fékk flottan liðsstyrk í körfuboltanum í dag þegar tvíburarnir efnilegu Hugi og Hilmir Hallgrímssynir skrifuðu undir samning við Stjörnuna.

Hugi og Hilmir Hallgrímssynir eru uppaldir í Vestra á Ísafirði en hafa ákveðið að flytja í bæinn í haust. Hugi og Hilmir eru fæddir árið 2002 en þeir hafa leikið með Vestra í 1. deildinni síðustu tvö tímabil.

Hugi, sem leikur í stöðu framherja og er 199 sentímetrar á hæð, hefur átt við meiðsli að stríða. Hann lék aðeins fjóra leiki í deildinni á síðasta tímabili og skoraði í þeim 8,8 stig og tók 5,5 fráköst að meðaltali. Tímabilið á undan spilaði Hugi 23 leiki og skoraði þá 7,5 stig og tók 3 fráköst að meðaltali í leik.

Hilmir leikur stöðu bakvarðar og er 196 sentimetrar á hæð. Hann lék alla 22 leiki Vestra á síðasta tímabili og skilaði 11,6 stigum og 1,7 stoðsendingum að meðaltali í leik. Eins lék Hilmir alla leiki Vestra árið áður og skoraði þá 4,7 stig að meðaltali.

Báðir léku þeir Hugi og Hilmir í U18 ára landsliði Íslands á síðasta ári en þjálfari þess var einmitt Ingi Þór Steinþórsson, nýr aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.