Körfubolti

Stjarnan fær efnilega tvíburabræður frá Vestra á Ísafirði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Guðjónsson og Ingi Þór Steinþórsson með tvíburunum Huga og Hilmi Hallgrímssonum.
Arnar Guðjónsson og Ingi Þór Steinþórsson með tvíburunum Huga og Hilmi Hallgrímssonum. Mynd/Stjarnan

Stjarnan fékk flottan liðsstyrk í körfuboltanum í dag þegar tvíburarnir efnilegu Hugi og Hilmir Hallgrímssynir skrifuðu undir samning við Stjörnuna.

Hugi og Hilmir Hallgrímssynir eru uppaldir í Vestra á Ísafirði en hafa ákveðið að flytja í bæinn í haust. Hugi og Hilmir eru fæddir árið 2002 en þeir hafa leikið með Vestra í 1. deildinni síðustu tvö tímabil.

Hugi, sem leikur í stöðu framherja og er 199 sentímetrar á hæð, hefur átt við meiðsli að stríða. Hann lék aðeins fjóra leiki í deildinni á síðasta tímabili og skoraði í þeim 8,8 stig og tók 5,5 fráköst að meðaltali. Tímabilið á undan spilaði Hugi 23 leiki og skoraði þá 7,5 stig og tók 3 fráköst að meðaltali í leik.

Hilmir leikur stöðu bakvarðar og er 196 sentimetrar á hæð. Hann lék alla 22 leiki Vestra á síðasta tímabili og skilaði 11,6 stigum og 1,7 stoðsendingum að meðaltali í leik. Eins lék Hilmir alla leiki Vestra árið áður og skoraði þá 4,7 stig að meðaltali.

Báðir léku þeir Hugi og Hilmir í U18 ára landsliði Íslands á síðasta ári en þjálfari þess var einmitt Ingi Þór Steinþórsson, nýr aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.