Körfubolti

Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Inga Þór var sagt upp sem þjálfara KR fyrr í þessum mánuði.
Inga Þór var sagt upp sem þjálfara KR fyrr í þessum mánuði. VÍSIR/BÁRA

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segist hafa beðið Inga Þór Steinþórsson afsökunar á hvernig að uppsögn hans var staðið. 

Inga var sagt upp sem þjálfara karlaliðs KR fyrr í þessum mánuði. Fjölmiðlar greindu frá uppsögninni áður en tilkynning kom úr herbúðum KR.

„Við buðum Inga nýtt starf í KR sem yfirmaður körfuboltamála. Við áttum fund á föstudegi og hann bað um frest til sunnudags til að hugsa mál. Við ræddum aftur saman á sunnudaginn og hann afþakkaði starfið,“ sagði Böðvar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag.

„Ég vildi halda honum í félaginu og fá hann yfir í stjórnarteymið með okkur. En hann ákvað að taka því starfi ekki og leita annað,“ bætti Böðvar við. Í síðustu viku var Ingi svo ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar.

Böðvar segir að málið hafi tekið aðra stefnu en KR-ingar vonuðust til.

„Ferlið snerist upp í höndunum á okkur. Og ég bað Inga afsökunar því. Við hefðum getað unnið þetta betur. Ég tek fulla ábyrgð á því,“ sagði Böðvar.

„Verklagið á þessu snerist upp í höndunum á okkur og ég er miður mín yfir því. Ég gerði mistök og viðurkenni það.“

Darri Freyr Atlason var kynntur sem eftirmaður Inga hjá KR í dag. Hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Klippa: Sportið í dag - Böðvar um uppsögn Inga Þórs

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum

Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga.

Benedikt kveður KR líka

Benedikt Guðmundsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta en hann greindi frá þessu sjálfur á Facebook.

Þögnin í Vesturbænum ekkert annað en vandræðaleg

Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.