Körfubolti

Þjálfaramál KR skýrast á morgun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ingi Þór að kveðja KR?
Ingi Þór að kveðja KR? VÍSIR/BÁRA

Körfuknattleiksdeild KR mun gefa út yfirlýsingu vegna þjálfaramála félagsins á morgun. Nær allir fjölmiðlar landsins hafa greint frá því að Ingi Þór Steinþórsson hafi verið rekinn úr starfi í vikunni en það hefur ekki fengist staðfest úr röðum KR.

Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að yfirlýsingu væri að vænta úr Vesturbænum á morgun.

Inga ku hafa verið boðið nýtt starf innan KR en samkvæmt frétt RÚV hefur hann hafnað því tilboði. Þar segir jafnframt að óvissa ríki um framtíð Benedikts Guðmundssonar sem þjálfað hefur kvennalið KR undanfarin ár.

Ingi Þór 47 ára gamall og er eini þjálfari KR sem hefur unnið yfir hundrað deildarleiki í úrvalsdeild karla (101) en hann sló á nýloknu tímabili met Finns Freys Stefánssonar (91) yfir flesta deildarsigra sem þjálfari KR. Alls hefur Ingi Þór unnið tvo stóra titla sem aðalþjálfari KR en það eru Íslandsmeistaratitlarnir 2000 og 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.