Hefur „ekki hugmynd“ um hvenær HSÍ getur klárað Íslandsmótið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2020 19:00 HSÍ ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum ótímabundið. Ákvörðunin kom eftir tilkynningu heilbrigðisráðherra fyrr í dag þar sem sett var á samkomubann en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, sagði ekkert annað í stöðunni. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi nú síðdegis og að öllum handbolta yrði aflýst næstu vikurnar. Hann segir að bannið muni gilda svo lengi sem samkomubannið verði við gildi. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif. Liðin og félögin verða fyrir miklu tekjutapi. Við erum ekki að sjá að þeir geti æft miðað við þær upplýsingar sem við fengum á fundinum áðan. Þetta hefur miklar afleiðingar,“ sagði Róbert í samtali við Guðjón Guðmundsson. Landsleikir íslenska kvennalandsliðsins sem voru fyrirhugaðir við Tyrki síðar í mánuðinum hefur verið frestað. „Evrópusambandið frestaði öllu í dag. Leikirnir við Tyrki verða í júní og svo var Evrópukeppninni hjá Val frestað líka. Þeir eiga fyrirhugaðan leik í apríl skömmu eftir páska.“ A-landslið karla átti að leika æfingaleiki við Evrópumeistara Spánverja en úr því verður ekki. „Við vorum að semja við Spánverja og höfðum hug á því að fara til Spánar en af því verður ekki. Hvað varðar æfingar í vikunni eftir páska verður að koma í ljós. Samkomubannið rennur út á mánudeginum og við ætluðum að byrja á þriðjudeginum en hvort að það muni lengjast verður að skýrast.“ Róbert segir að sambandið séu engu nær hvenær hægt verði að klára deildarkeppnirnar sem og úrslitakeppnina í Olís-deildum karla og kvenna. „Ekki hugmynd. Eins og staðan er núna erum við að ljúka við að þessu banni ljúki 13. apríl. Þá förum við fljótlega í deildarkeppnir. Það skýrist betur eftir því hvort liðin geti æft og við þurfum að fá nánari skýringu á því. Ef þeim verður ekki heimilt að æfa verða þau að hefja fyrst æfingar áður en við förum í það að klára deildirnar og klárum svo úrslitakeppnina í framhaldi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
HSÍ ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum ótímabundið. Ákvörðunin kom eftir tilkynningu heilbrigðisráðherra fyrr í dag þar sem sett var á samkomubann en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, sagði ekkert annað í stöðunni. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi nú síðdegis og að öllum handbolta yrði aflýst næstu vikurnar. Hann segir að bannið muni gilda svo lengi sem samkomubannið verði við gildi. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif. Liðin og félögin verða fyrir miklu tekjutapi. Við erum ekki að sjá að þeir geti æft miðað við þær upplýsingar sem við fengum á fundinum áðan. Þetta hefur miklar afleiðingar,“ sagði Róbert í samtali við Guðjón Guðmundsson. Landsleikir íslenska kvennalandsliðsins sem voru fyrirhugaðir við Tyrki síðar í mánuðinum hefur verið frestað. „Evrópusambandið frestaði öllu í dag. Leikirnir við Tyrki verða í júní og svo var Evrópukeppninni hjá Val frestað líka. Þeir eiga fyrirhugaðan leik í apríl skömmu eftir páska.“ A-landslið karla átti að leika æfingaleiki við Evrópumeistara Spánverja en úr því verður ekki. „Við vorum að semja við Spánverja og höfðum hug á því að fara til Spánar en af því verður ekki. Hvað varðar æfingar í vikunni eftir páska verður að koma í ljós. Samkomubannið rennur út á mánudeginum og við ætluðum að byrja á þriðjudeginum en hvort að það muni lengjast verður að skýrast.“ Róbert segir að sambandið séu engu nær hvenær hægt verði að klára deildarkeppnirnar sem og úrslitakeppnina í Olís-deildum karla og kvenna. „Ekki hugmynd. Eins og staðan er núna erum við að ljúka við að þessu banni ljúki 13. apríl. Þá förum við fljótlega í deildarkeppnir. Það skýrist betur eftir því hvort liðin geti æft og við þurfum að fá nánari skýringu á því. Ef þeim verður ekki heimilt að æfa verða þau að hefja fyrst æfingar áður en við förum í það að klára deildirnar og klárum svo úrslitakeppnina í framhaldi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti