Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2020 09:15 Skúli Thoroddsen, sérfræðingur í orkurétti og lögmaður Storm Orku ehf. Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af 43 virkjanakostum, sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn rammaáætlunar í síðasta mánuði, fjalla 34 um vindorku. Orkustofnun tekur þó fram að hún hafi einungis yfirfarið gögn um kosti í vatnsafli og jarðhita en ekki í vindorku, í ljósi lagalegrar óvissu um stöðu hennar. Vindmyllur Landsvirkjunar ofan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eigendur Hróðnýjarstaða norðan Búðardals, sem áforma 24 vindmyllur í nafni Storm Orku, hafa falið Skúla Thoroddsen lögmanni að reka mál sitt en þeir telja vindorku ekki falla undir lög um rammaáætlun. Skúli segir það alls ekki rétt, sem umhverfisráðuneytið haldi fram, að vindorka falli undir lögin. „Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórnarskrárinnar; um eignarrétt, um atvinnufrelsi, um skipulagsvald sveitarfélaga og um jafnræði,“ segir Skúli, sem er sérfræðingur í orkurétti. Skúli telur þessa réttaróvissu valda skaðlegum töfum á vindorkuverkefnum þar sem Skipulagsstofnun dragi lappirnar. Hann telur ríkið geta skapað sér bótaskyldu og hefur ritað umhverfisráðherra andmælabréf. „Ég tel að það sé óheimilt að verkefnastjórnin fjalli um þessa vindorkukosti. Og ef hún geri það þá er verið að mismuna, meðal annars Storm Orku og öðrum aðilum.“ Fyrirtækið Storm Orka áformar vindmyllugarð í landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Jörðin er inn af Hvammsfirði norðaustan Búðardals.Stöð 2/Skjáskot. Skúli telur skipulagsvalds sveitarfélaga og lög um umhverfismat duga til að hreinsa burt slæma kosti. „Lögin eins og þau eru í dag; raforkulögin, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslög, - þau geta algerlega ráðið við þetta verkefni. Það þarf enga rammaáætlun.“ Ef rammaáætlun ætti að fjalla um vindorku þyrfti að hans mati að hólfa niður land, bæði þjóðlendur og einkajarðir. „Þar sem þessi orkuauðlind er. Og þá yrði ósköp einfaldlega að bjóða þau svæði út. En það regluverk er ekkert til. Það er ekkert hugsað fram í tímann hvernig eigi að gera þetta. Þannig að þetta er í raun og veru bara tóm þvæla, eins og þetta er í dag,“ segir Skúli Thoroddsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Umhverfismál Dalabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af 43 virkjanakostum, sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn rammaáætlunar í síðasta mánuði, fjalla 34 um vindorku. Orkustofnun tekur þó fram að hún hafi einungis yfirfarið gögn um kosti í vatnsafli og jarðhita en ekki í vindorku, í ljósi lagalegrar óvissu um stöðu hennar. Vindmyllur Landsvirkjunar ofan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eigendur Hróðnýjarstaða norðan Búðardals, sem áforma 24 vindmyllur í nafni Storm Orku, hafa falið Skúla Thoroddsen lögmanni að reka mál sitt en þeir telja vindorku ekki falla undir lög um rammaáætlun. Skúli segir það alls ekki rétt, sem umhverfisráðuneytið haldi fram, að vindorka falli undir lögin. „Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórnarskrárinnar; um eignarrétt, um atvinnufrelsi, um skipulagsvald sveitarfélaga og um jafnræði,“ segir Skúli, sem er sérfræðingur í orkurétti. Skúli telur þessa réttaróvissu valda skaðlegum töfum á vindorkuverkefnum þar sem Skipulagsstofnun dragi lappirnar. Hann telur ríkið geta skapað sér bótaskyldu og hefur ritað umhverfisráðherra andmælabréf. „Ég tel að það sé óheimilt að verkefnastjórnin fjalli um þessa vindorkukosti. Og ef hún geri það þá er verið að mismuna, meðal annars Storm Orku og öðrum aðilum.“ Fyrirtækið Storm Orka áformar vindmyllugarð í landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Jörðin er inn af Hvammsfirði norðaustan Búðardals.Stöð 2/Skjáskot. Skúli telur skipulagsvalds sveitarfélaga og lög um umhverfismat duga til að hreinsa burt slæma kosti. „Lögin eins og þau eru í dag; raforkulögin, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslög, - þau geta algerlega ráðið við þetta verkefni. Það þarf enga rammaáætlun.“ Ef rammaáætlun ætti að fjalla um vindorku þyrfti að hans mati að hólfa niður land, bæði þjóðlendur og einkajarðir. „Þar sem þessi orkuauðlind er. Og þá yrði ósköp einfaldlega að bjóða þau svæði út. En það regluverk er ekkert til. Það er ekkert hugsað fram í tímann hvernig eigi að gera þetta. Þannig að þetta er í raun og veru bara tóm þvæla, eins og þetta er í dag,“ segir Skúli Thoroddsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Umhverfismál Dalabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira