Formúla 1

Fyrrum samherji Schumacher: „Ég veit hvernig hann hefur það“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Michael Schumacher og Felipe Massa of árið 2006.
Michael Schumacher og Felipe Massa of árið 2006. vísir/getty

Fyrrum samherji Michael Schumacher hjá Ferrari, Felipe Massa, segir í viðtali við brasilíska fjölmiðilinn Record að hann viti hvernig Schumacher hafi það eftir að hafa heimsótt hann til Sviss.

Schumacher lenti í alvarlegu slysi á skíðum í lok desember árið 2013 og hefur síðan þá verið mikið leynd yfir ástandi hans. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan og mikil leynd yfir líðan hans.

„Ég veit hvernig hann hefur það. Ég er með upplýsingar um það. Samband mitt við hann hefur verið mjög náið,“ sagði Felipe Massa í viðtalinu. Hann segir að fjölskyldan vilja halda leynd yfir stöðunni á fyrrum ökuþórnum og hann beri virðingu fyrir ákvörðun konu og fjölskylu Schumacher.

„Ég er ekki í eins góðu sambandi við hana því hún var ekki svo oft á götunum en það mikilvægasta er að þetta er ekki auðvelt fyrir hana og hún er að fara í gegnum ansi erfiða tíma,“ sagði Massa sem keyrði með Schumacher árið 2006.

„Við verðum að virða þessa ákvörðun og þetta er ákveðið af fjölskyldunni. Þau vilja ekki greina frá einhverjum upplýsingum svo afhverju ætti ég að gera það? Mig dreymir um það hvern einasta dag og vonast til þess að honum líði betur og geti mætt aftur á formúluna. Sérstaklega núna þegar sonur hans er byrjaður að keyra.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.