Óstjórn, landið brennur og enginn skilur neitt Vilhelm Jónsson skrifar 13. mars 2020 14:00 Enn og aftur hefur hluti af þjóðinni komið sér í skuldaklafa sem hann ræður síðan ekkert við þegar á móti blæs, og skattgreiðendum gert að borga brúsann. Enn einn öldudalurinn vegna lélegrar hagstjórnar sjálfskaparvítis og ytri aðstæðna hefur gengið í garð. Alltof oft er litið á sem sjálfgefið að partýið geti haldið áfram og sama ógæfu fólk endastingst oftast nær í þá sjálfskapargryfju. Bullandi góðæri hefur verið við völd og gullgrafaraæði í ferðamannageiranum undanfarin ár þar sem hótelhallir og veitingarekstur hafa sprottið upp með óábyrgum hætti ásamt okurverðlagningu og græðgi í greininni. Sjálfskaparvítið er nánast hvert sem litið er um samfélagið og forsætisráðherra er tilbúin að moka tugmilljörðum úr ríkissjóði til að treysta stöðu sína til að geta viðhaldið völdum að nýju á næsta kjörtímabili. Sandkassaleikur stjórnvalda er drifinn áfram af illa ígrunduðum smáskammtalækningum og taugaveiklun vegna mótvægisaðgerða við covid-19 og samanstendur af kosningafnyk. Úrræðaleysi heilbrigðiskerfisins er algert varðandi útbreiðslu veirunnar, sem hefði átt að stöðva með markvissari hætti, samanber ferðalög til og frá sýktum löndum ásamt mun öflugri sóttvörnum, í stað þess var aukið á vandann. Forsætis- og fjármálaráðherra hafa síðustu misseri látið í veðri vaka hvað ríkissjóður standi vel. Engu að síður er þeim gjörsamlega fyrirmunað að átta sig á að allir innviðir eru að grotna niður á einu hagfelldasta skeiði fyrr og síðar, sem hefur ekkert að gera með ríkisstjórnarsetu þeirra þegar grannt er skoðað. Hvorki ferðamaðurinn eða makríllinn mun endalaust synda inn í íslenska lögsögu í því mæli sem þarf til að halda uppi óraunhæfum hagvexti og lifnaðarháttum landans. Höfuðvandinn er óábyrgt háttalag og ráðaleysi stjórnvalda, sem hefur verið allsráðandi áratugum saman, að sjá ekki til þess að eðlilegt og traust viðskiptaumhverfi sé við lýði. Þúsundir voru bornir út af heimilum sínum með skipulögðum hætti eftir handónýta hagstjórn til að bankasýsla gæti hámarkað arðsemi sína í boði þessara sömu háu herra sem verma stóla við Austurvöll og þykjast síðan öllu ætla að bjarga. Sjálftaka sem stjórnvöld skömmtuðu sér og sínum gefur best til kynna þrælslund þjóðarinnar og hvað hún er tilbúin að láta miklar þrengingar yfir sig ganga. Það er löngu orðið tímabært að fara að horfast í augu við óábyrga efnahagsstjórn landsins og gjaldmiðillinn er vart pappírsins virði. Verklýðsfélög eru þessa dagana að undirrita nýja kjarasamninga í anda lífskjarasamninga og á sama tíma og blekið er vart þornað er krónan að veikjast og verðbólgudraugurinn handan við hornið með tilleiðandi afleiðingum. Innan nokkurra mánaða botnar síðan forustusveit verkalýðsfélaganna ekki neitt í neinu þegar kaupmáttur hefur hríðfallið. Fasteignarverð hefur skrúfast upp í hæstu hæðir með óraunhæfum hætti vegna óstjórnar undangenginna ára þar sem glæpamenn tæmdu bankana innan frá í boði stjórnvalda og réttarkerfið lagði síðan blessun sína yfir. Tugþúsundir heimila voru borin út á guð og gaddinn fyrir tilverknað æðstu embættismanna landsins er sitja að kjötkötlunum og þykjast síðan hvergi hafa komið þar nærri. Þessir sömu herrar nýttu sér innherjasvik til að tryggja eigin innistæður með svívirðilegum hætti og létu þar ekki við sitja og skömmtuðu sér síðan launahækkanir, sem stenst enga skoðun. Útvalin sjávarútvegsfélög hafa rakað til sín lífsviðurværi tugþúsunda heimila af „svokallaðri sameiginlegri auðlind“ í boði stjórnvalda á kostnað landsbyggðar með skelfilegum afleiðingum. Hinn ósnertanlegi Samherjagreifi bíður í skjóli stjórnvalda eftir að skammtímaminni landans bregðist, engu virðist skipta hversu mikil skítur er dreginn upp á yfirborðið, látið er liggja að rannsókn sé í gangi. Nánast hverjum einasta vitiborna manni er ljóst að stjórnvöld aðhafast ekkert til að fletta ofan af viðskiptaháttum útgerðarisans ásamt að stöðva samtryggingu innan frá með veruleikafirrtan sjávarútvegsráðherra í broddi fylkingar. Stjórnvöldum er tíðrætt um hversu þjóðarskuldir séu litlar og allt sé gott þó svo að flestir inniviðir landsins séu í molum. Íslensk fjármálasýsla er nánast á gjörgæslu nágrannaþjóða vegna peningaþvotts og skuldarslóða liðinna ára. Þjóðin býr ekki við eðlilega réttargæslu, og hefur ekki gert lengi, samtrygging gerspilltra embættismanna hefur verið innvinkluð hvert sem litið er. Báknið þenst út og engu má breyta. Illa áttaðir arkitektar eru í engum tengslum við heilbrigða skynsemi og láta sig of oft litlu skipta hvað hlutirnir kosta, og hefði átt að stöðva fyrir löngu síðan. Það er löngu orðið tímabært að fasteignaruppbygging og kostnaður verði með markvissari og traustari hætti en hefur átt sér stað síðastliðin 20 ár. Áratugum saman er milljörðum mokað eftirlitslítið í hönnunarferli á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut þvert á þjóðarvilja, slíkt hið sama á við um höfuðstöðvar Landsbankans. Svokallaður efnahagsbati heimilanna er að miklu leyti fenginn með því að skrúfa upp fasteignarverð þar sem þorri heimila hefur síðan aukið enn frekar á veðsetningu heimila sinna, sem stjórnvöld kalla síðan hagvöxt. Seðlabankastjóri vill láta af áratuga stýrivaxta rányrkju og trúarbrögðum sem hafa viðgengist óheft af fyrirrennurum bankans til að endurvekja hagkerfið, og það er gott en dugir ekki til. Fjármagnskostnaður er höfuðvandi landsmanna þó svo að hann hafi lagast síðari ár. Vaxtaumhverfi til fyrirtækja er í molum þar sem þau búa almennt við fasta vexti, yfir 4,5% eða þar að meira ásamt óraunhæfri verðtryggingu og jafnvel uppgreiðslugjaldi, stýrivaxtalækkanir munu engu breyta um þegar slík skilyrði eru fyrir hendi. Það sem gerir útlán bankasýslu enn ljótari er að sjóðirnir láta sig litlu sem engu skipta þó svo að lágt veðsetningarhlutfall sé að baki, öllu skal steypt undir sama vaxtaþak, jafnvel er ekki gerður greinarmunur á kennitöluflökkurum. Það er síðan skondið að stjórnvöld skilji ekkert í því að atvinnulífið ráði ekki við óraunhæft vaxtastig og taki ekki við sér. Óraunhæf efnahagsuppbygging átt sér stað, sem hefur verið drifin áfram af skuldsetningu sem stenst enga skoðun ásamt gjaldþrotahrinum eftir að verðtrygging var innleidd 1979. Engu breytti þar um þó svo að verkamannabústaðakerfið ætti í hlut, enda flosnaði það upp í kjölfarið. Félagsleg húsnæðisuppbygging leigufélaga eru ósjálfbær miðað við núverandi forsendur enda ekki byggt upp á vitrænni vaxtatöku, ásamt að vera drifið áfram af sjálfsblekkingu og þröngsýni. Vandséð er að kerfið sé ekki tæknilega gjaldþrota nema að hið opinbera spýti frekara fjármagni í þessa tálsýn, sem á að bjarga þeim sem minna mega sín. Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Vilhelm Jónsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur hefur hluti af þjóðinni komið sér í skuldaklafa sem hann ræður síðan ekkert við þegar á móti blæs, og skattgreiðendum gert að borga brúsann. Enn einn öldudalurinn vegna lélegrar hagstjórnar sjálfskaparvítis og ytri aðstæðna hefur gengið í garð. Alltof oft er litið á sem sjálfgefið að partýið geti haldið áfram og sama ógæfu fólk endastingst oftast nær í þá sjálfskapargryfju. Bullandi góðæri hefur verið við völd og gullgrafaraæði í ferðamannageiranum undanfarin ár þar sem hótelhallir og veitingarekstur hafa sprottið upp með óábyrgum hætti ásamt okurverðlagningu og græðgi í greininni. Sjálfskaparvítið er nánast hvert sem litið er um samfélagið og forsætisráðherra er tilbúin að moka tugmilljörðum úr ríkissjóði til að treysta stöðu sína til að geta viðhaldið völdum að nýju á næsta kjörtímabili. Sandkassaleikur stjórnvalda er drifinn áfram af illa ígrunduðum smáskammtalækningum og taugaveiklun vegna mótvægisaðgerða við covid-19 og samanstendur af kosningafnyk. Úrræðaleysi heilbrigðiskerfisins er algert varðandi útbreiðslu veirunnar, sem hefði átt að stöðva með markvissari hætti, samanber ferðalög til og frá sýktum löndum ásamt mun öflugri sóttvörnum, í stað þess var aukið á vandann. Forsætis- og fjármálaráðherra hafa síðustu misseri látið í veðri vaka hvað ríkissjóður standi vel. Engu að síður er þeim gjörsamlega fyrirmunað að átta sig á að allir innviðir eru að grotna niður á einu hagfelldasta skeiði fyrr og síðar, sem hefur ekkert að gera með ríkisstjórnarsetu þeirra þegar grannt er skoðað. Hvorki ferðamaðurinn eða makríllinn mun endalaust synda inn í íslenska lögsögu í því mæli sem þarf til að halda uppi óraunhæfum hagvexti og lifnaðarháttum landans. Höfuðvandinn er óábyrgt háttalag og ráðaleysi stjórnvalda, sem hefur verið allsráðandi áratugum saman, að sjá ekki til þess að eðlilegt og traust viðskiptaumhverfi sé við lýði. Þúsundir voru bornir út af heimilum sínum með skipulögðum hætti eftir handónýta hagstjórn til að bankasýsla gæti hámarkað arðsemi sína í boði þessara sömu háu herra sem verma stóla við Austurvöll og þykjast síðan öllu ætla að bjarga. Sjálftaka sem stjórnvöld skömmtuðu sér og sínum gefur best til kynna þrælslund þjóðarinnar og hvað hún er tilbúin að láta miklar þrengingar yfir sig ganga. Það er löngu orðið tímabært að fara að horfast í augu við óábyrga efnahagsstjórn landsins og gjaldmiðillinn er vart pappírsins virði. Verklýðsfélög eru þessa dagana að undirrita nýja kjarasamninga í anda lífskjarasamninga og á sama tíma og blekið er vart þornað er krónan að veikjast og verðbólgudraugurinn handan við hornið með tilleiðandi afleiðingum. Innan nokkurra mánaða botnar síðan forustusveit verkalýðsfélaganna ekki neitt í neinu þegar kaupmáttur hefur hríðfallið. Fasteignarverð hefur skrúfast upp í hæstu hæðir með óraunhæfum hætti vegna óstjórnar undangenginna ára þar sem glæpamenn tæmdu bankana innan frá í boði stjórnvalda og réttarkerfið lagði síðan blessun sína yfir. Tugþúsundir heimila voru borin út á guð og gaddinn fyrir tilverknað æðstu embættismanna landsins er sitja að kjötkötlunum og þykjast síðan hvergi hafa komið þar nærri. Þessir sömu herrar nýttu sér innherjasvik til að tryggja eigin innistæður með svívirðilegum hætti og létu þar ekki við sitja og skömmtuðu sér síðan launahækkanir, sem stenst enga skoðun. Útvalin sjávarútvegsfélög hafa rakað til sín lífsviðurværi tugþúsunda heimila af „svokallaðri sameiginlegri auðlind“ í boði stjórnvalda á kostnað landsbyggðar með skelfilegum afleiðingum. Hinn ósnertanlegi Samherjagreifi bíður í skjóli stjórnvalda eftir að skammtímaminni landans bregðist, engu virðist skipta hversu mikil skítur er dreginn upp á yfirborðið, látið er liggja að rannsókn sé í gangi. Nánast hverjum einasta vitiborna manni er ljóst að stjórnvöld aðhafast ekkert til að fletta ofan af viðskiptaháttum útgerðarisans ásamt að stöðva samtryggingu innan frá með veruleikafirrtan sjávarútvegsráðherra í broddi fylkingar. Stjórnvöldum er tíðrætt um hversu þjóðarskuldir séu litlar og allt sé gott þó svo að flestir inniviðir landsins séu í molum. Íslensk fjármálasýsla er nánast á gjörgæslu nágrannaþjóða vegna peningaþvotts og skuldarslóða liðinna ára. Þjóðin býr ekki við eðlilega réttargæslu, og hefur ekki gert lengi, samtrygging gerspilltra embættismanna hefur verið innvinkluð hvert sem litið er. Báknið þenst út og engu má breyta. Illa áttaðir arkitektar eru í engum tengslum við heilbrigða skynsemi og láta sig of oft litlu skipta hvað hlutirnir kosta, og hefði átt að stöðva fyrir löngu síðan. Það er löngu orðið tímabært að fasteignaruppbygging og kostnaður verði með markvissari og traustari hætti en hefur átt sér stað síðastliðin 20 ár. Áratugum saman er milljörðum mokað eftirlitslítið í hönnunarferli á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut þvert á þjóðarvilja, slíkt hið sama á við um höfuðstöðvar Landsbankans. Svokallaður efnahagsbati heimilanna er að miklu leyti fenginn með því að skrúfa upp fasteignarverð þar sem þorri heimila hefur síðan aukið enn frekar á veðsetningu heimila sinna, sem stjórnvöld kalla síðan hagvöxt. Seðlabankastjóri vill láta af áratuga stýrivaxta rányrkju og trúarbrögðum sem hafa viðgengist óheft af fyrirrennurum bankans til að endurvekja hagkerfið, og það er gott en dugir ekki til. Fjármagnskostnaður er höfuðvandi landsmanna þó svo að hann hafi lagast síðari ár. Vaxtaumhverfi til fyrirtækja er í molum þar sem þau búa almennt við fasta vexti, yfir 4,5% eða þar að meira ásamt óraunhæfri verðtryggingu og jafnvel uppgreiðslugjaldi, stýrivaxtalækkanir munu engu breyta um þegar slík skilyrði eru fyrir hendi. Það sem gerir útlán bankasýslu enn ljótari er að sjóðirnir láta sig litlu sem engu skipta þó svo að lágt veðsetningarhlutfall sé að baki, öllu skal steypt undir sama vaxtaþak, jafnvel er ekki gerður greinarmunur á kennitöluflökkurum. Það er síðan skondið að stjórnvöld skilji ekkert í því að atvinnulífið ráði ekki við óraunhæft vaxtastig og taki ekki við sér. Óraunhæf efnahagsuppbygging átt sér stað, sem hefur verið drifin áfram af skuldsetningu sem stenst enga skoðun ásamt gjaldþrotahrinum eftir að verðtrygging var innleidd 1979. Engu breytti þar um þó svo að verkamannabústaðakerfið ætti í hlut, enda flosnaði það upp í kjölfarið. Félagsleg húsnæðisuppbygging leigufélaga eru ósjálfbær miðað við núverandi forsendur enda ekki byggt upp á vitrænni vaxtatöku, ásamt að vera drifið áfram af sjálfsblekkingu og þröngsýni. Vandséð er að kerfið sé ekki tæknilega gjaldþrota nema að hið opinbera spýti frekara fjármagni í þessa tálsýn, sem á að bjarga þeim sem minna mega sín. Höfundur er fjárfestir.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun