Fyrsti sigur Arteta kom gegn erki­fjendunum í Man. Utd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arteta var líflegur í kvöld eins og í fyrri leikjum hans sem stjóri Arsenal.
Arteta var líflegur í kvöld eins og í fyrri leikjum hans sem stjóri Arsenal. vísir/getty

Mikel Arteta vann sinn fyrsta leik sem stjóri Arsenal er liðið vann 2-0 heimasigur á Manchester United í lokaleik dagsins í enska boltanum.

Fyrsta mark leiksins kom strax á áttundu mínútu. Pierre-Emerick Aubameyang og Mesut Özil þræddu sig upp vinstri kantinn, sá þýski sendi fyrir markið og Nicolas Pepe kom boltanum í netið.







Pepe hefur ekki verið fastamaður í liði Arsenal það sem af er leiktíðinni en hann var staðráðinn í að sýna sig í kvöld.

Hann átti stóran þátt í öðru marki Arsenal sem tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu. Hornspyrna hans var fleytt áfram af Alexandre Lacazette og Sokratis kom boltanum í netið.







Staðan 2-0 í hálfleik og ljóst að Ole Gunnar Solskjær þurfti að breyta einhverju ef ekki illa ætti að fara. Hann gerði tvöfalda breytingu eftir klukkutímaleik sem skilaði litlu.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-0. Arsenal er því komið upp í tíunda sætið með 27 stig en Manchester United er í fimmta sætinu með 31 stig.







United mistókst því að minnka forskot Chelsea niður í tvö stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti en Chelsea gerði jafntefli við Brighton fyrr í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira