Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 10:02 Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að banna ferðalög frá Evrópu næsta mánuðinn vegna kórónuveirunnar er talin munu hafa mikil áhrif á rekstur Icelandair. Vísir/vilhelm Hlutbréf í Icelandair hríðféllu við opnun kauphallar í morgun. Lækkunin nam 23% í fyrstu viðskiptu morgunsins en OMXI10-vísitalan féll á sama tíma um 9,38%. Fjármálamarkaðir erlendis hafa einnig brugðist hart við tíðindum næturinnar um að ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna verði bönnuð næsta mánuðinn. Allar tölur voru rauðar í kauphöllinni í morgun. Fyrir utan Icelandair féll verð hlutabréfa í Festum, Kviku og Marel mest, í kringum ellefu til tólf prósent. Í tilkynningu Icelandair til kauhallararinnar í morgun var varað við því að ferðabannið til Bandaríkjanna ætti eftir að hafa veruleg áhrif á flugáætlun félagsins. Það ætli að draga enn frekar úr ferðum í mars og apríl, umfram það sem það hafði áður tilkynnt um. Erlendir markaðir hafa einnig verið slegnir yfir óvæntri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna ferðalög frá Evrópu næstu þrjátíu dagana sem hann tilkynnti um í sjónvarpsávarpi í nótt. Japanska Nikkei-vísitalan féll um 4,4 prósent og hefur ekki verið lægri í um þrjú ár. Í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi féllu helstu vísitölur um 6-7 prósent. Vestanhafs greip svartsýni einnig markaði, ekki síst eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. AP-fréttastofan segir að S&P 500-vísitalan sé aðeins einu prósentustigi frá dumbungsmarkaði. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Hlutbréf í Icelandair hríðféllu við opnun kauphallar í morgun. Lækkunin nam 23% í fyrstu viðskiptu morgunsins en OMXI10-vísitalan féll á sama tíma um 9,38%. Fjármálamarkaðir erlendis hafa einnig brugðist hart við tíðindum næturinnar um að ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna verði bönnuð næsta mánuðinn. Allar tölur voru rauðar í kauphöllinni í morgun. Fyrir utan Icelandair féll verð hlutabréfa í Festum, Kviku og Marel mest, í kringum ellefu til tólf prósent. Í tilkynningu Icelandair til kauhallararinnar í morgun var varað við því að ferðabannið til Bandaríkjanna ætti eftir að hafa veruleg áhrif á flugáætlun félagsins. Það ætli að draga enn frekar úr ferðum í mars og apríl, umfram það sem það hafði áður tilkynnt um. Erlendir markaðir hafa einnig verið slegnir yfir óvæntri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna ferðalög frá Evrópu næstu þrjátíu dagana sem hann tilkynnti um í sjónvarpsávarpi í nótt. Japanska Nikkei-vísitalan féll um 4,4 prósent og hefur ekki verið lægri í um þrjú ár. Í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi féllu helstu vísitölur um 6-7 prósent. Vestanhafs greip svartsýni einnig markaði, ekki síst eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. AP-fréttastofan segir að S&P 500-vísitalan sé aðeins einu prósentustigi frá dumbungsmarkaði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent