Ákall um aukinn jöfnuð Logi Einarsson skrifar 25. febrúar 2020 09:00 Harka hefur færst í kjarabaráttu í landinu. Hátt í tvö þúsund einstaklingar hafa lagt niður störf hjá Reykjavíkurborg - og stefnir í tuttugu þúsund manna verkfall hjá hinu opinbera í mars. Krafan um aukinn jöfnuð - um ásættanleg lífskjör fyrir alla landsmenn – verður sífellt háværari. Það er sama hvað formaður Sjálfstæðisflokksins tönnlast á kaupmáttaraukningu og stöðugleika, það vita allir sem vilja vita að fólk dregur ekki - eða í besta falli varla - fram lífið af lægstu launum sem greidd eru á Íslandi. Markvisst hefur verið grafið undan jöfnunartækjum hins opinbera - barnabætur eru orðnar að nokkurs konar fátæktarhjálp og vaxtabætur heyra sögunni til. Önnur augljós staðreynd er að þau sem sjá um umönnum sjúkra, aldraðra, fatlaðra og kennslu barna fá langtum lægri laun en boðlegt er. Og það er réttmæt og tímabær krafa að þessi störf, sem konur sinna að langmestu leyti, séu metin að verðleikum. Þessi störf eru að miklu leyti á forsjá sveitarfélaga. Þau eru unnin á hjúkrunarheimilum, í leik- og grunnskólum og í félagslega kerfinu. Við þurfum kerfisbreytingu - en tekjur sveitarfélaga standa illa undir henni því sveitarfélög hafa takmarkaðar leiðir til að afla tekna. Ekki fá sveitarfélögin hluta gistináttagjalds fyrir gistingu innan þeirra, eða hluta fjármagnstekna sem verða til í landinu, þrátt fyrir að þau sem afli þeirra nýti vissulega þjónustu sveitarfélaganna. Það er eitt af hlutverkum Alþingis að tryggja að sveitarfélög hafi burði til þess að standa undir breytingu á uppbyggingu launa og vinna með þeim og verkalýðshreyfingunni að nýrri nálgun á umönnunarstörf - hvort sem þau eru unnin hjá ríkinu, borginni eða öðrum sveitarfélögum landsins. Verkalýðshreyfingin og vinstri vængur stjórnmálanna deila hér markmiðum og sýn, og við verðum að vinna að henni saman. Tölum hispurslaust um skattkerfisbreytingar, endurskoðun barnabótakerfisins, róttækar aðgerðir í húsnæðismálum og tekjur af auðlindum samfélagsins. Það er eina leiðin til þess að jafna lífskjör, byggja upp réttlátt þjóðfélag og auka traust. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Logi Einarsson Verkföll 2020 Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Harka hefur færst í kjarabaráttu í landinu. Hátt í tvö þúsund einstaklingar hafa lagt niður störf hjá Reykjavíkurborg - og stefnir í tuttugu þúsund manna verkfall hjá hinu opinbera í mars. Krafan um aukinn jöfnuð - um ásættanleg lífskjör fyrir alla landsmenn – verður sífellt háværari. Það er sama hvað formaður Sjálfstæðisflokksins tönnlast á kaupmáttaraukningu og stöðugleika, það vita allir sem vilja vita að fólk dregur ekki - eða í besta falli varla - fram lífið af lægstu launum sem greidd eru á Íslandi. Markvisst hefur verið grafið undan jöfnunartækjum hins opinbera - barnabætur eru orðnar að nokkurs konar fátæktarhjálp og vaxtabætur heyra sögunni til. Önnur augljós staðreynd er að þau sem sjá um umönnum sjúkra, aldraðra, fatlaðra og kennslu barna fá langtum lægri laun en boðlegt er. Og það er réttmæt og tímabær krafa að þessi störf, sem konur sinna að langmestu leyti, séu metin að verðleikum. Þessi störf eru að miklu leyti á forsjá sveitarfélaga. Þau eru unnin á hjúkrunarheimilum, í leik- og grunnskólum og í félagslega kerfinu. Við þurfum kerfisbreytingu - en tekjur sveitarfélaga standa illa undir henni því sveitarfélög hafa takmarkaðar leiðir til að afla tekna. Ekki fá sveitarfélögin hluta gistináttagjalds fyrir gistingu innan þeirra, eða hluta fjármagnstekna sem verða til í landinu, þrátt fyrir að þau sem afli þeirra nýti vissulega þjónustu sveitarfélaganna. Það er eitt af hlutverkum Alþingis að tryggja að sveitarfélög hafi burði til þess að standa undir breytingu á uppbyggingu launa og vinna með þeim og verkalýðshreyfingunni að nýrri nálgun á umönnunarstörf - hvort sem þau eru unnin hjá ríkinu, borginni eða öðrum sveitarfélögum landsins. Verkalýðshreyfingin og vinstri vængur stjórnmálanna deila hér markmiðum og sýn, og við verðum að vinna að henni saman. Tölum hispurslaust um skattkerfisbreytingar, endurskoðun barnabótakerfisins, róttækar aðgerðir í húsnæðismálum og tekjur af auðlindum samfélagsins. Það er eina leiðin til þess að jafna lífskjör, byggja upp réttlátt þjóðfélag og auka traust. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun