Ákall um aukinn jöfnuð Logi Einarsson skrifar 25. febrúar 2020 09:00 Harka hefur færst í kjarabaráttu í landinu. Hátt í tvö þúsund einstaklingar hafa lagt niður störf hjá Reykjavíkurborg - og stefnir í tuttugu þúsund manna verkfall hjá hinu opinbera í mars. Krafan um aukinn jöfnuð - um ásættanleg lífskjör fyrir alla landsmenn – verður sífellt háværari. Það er sama hvað formaður Sjálfstæðisflokksins tönnlast á kaupmáttaraukningu og stöðugleika, það vita allir sem vilja vita að fólk dregur ekki - eða í besta falli varla - fram lífið af lægstu launum sem greidd eru á Íslandi. Markvisst hefur verið grafið undan jöfnunartækjum hins opinbera - barnabætur eru orðnar að nokkurs konar fátæktarhjálp og vaxtabætur heyra sögunni til. Önnur augljós staðreynd er að þau sem sjá um umönnum sjúkra, aldraðra, fatlaðra og kennslu barna fá langtum lægri laun en boðlegt er. Og það er réttmæt og tímabær krafa að þessi störf, sem konur sinna að langmestu leyti, séu metin að verðleikum. Þessi störf eru að miklu leyti á forsjá sveitarfélaga. Þau eru unnin á hjúkrunarheimilum, í leik- og grunnskólum og í félagslega kerfinu. Við þurfum kerfisbreytingu - en tekjur sveitarfélaga standa illa undir henni því sveitarfélög hafa takmarkaðar leiðir til að afla tekna. Ekki fá sveitarfélögin hluta gistináttagjalds fyrir gistingu innan þeirra, eða hluta fjármagnstekna sem verða til í landinu, þrátt fyrir að þau sem afli þeirra nýti vissulega þjónustu sveitarfélaganna. Það er eitt af hlutverkum Alþingis að tryggja að sveitarfélög hafi burði til þess að standa undir breytingu á uppbyggingu launa og vinna með þeim og verkalýðshreyfingunni að nýrri nálgun á umönnunarstörf - hvort sem þau eru unnin hjá ríkinu, borginni eða öðrum sveitarfélögum landsins. Verkalýðshreyfingin og vinstri vængur stjórnmálanna deila hér markmiðum og sýn, og við verðum að vinna að henni saman. Tölum hispurslaust um skattkerfisbreytingar, endurskoðun barnabótakerfisins, róttækar aðgerðir í húsnæðismálum og tekjur af auðlindum samfélagsins. Það er eina leiðin til þess að jafna lífskjör, byggja upp réttlátt þjóðfélag og auka traust. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Logi Einarsson Verkföll 2020 Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Harka hefur færst í kjarabaráttu í landinu. Hátt í tvö þúsund einstaklingar hafa lagt niður störf hjá Reykjavíkurborg - og stefnir í tuttugu þúsund manna verkfall hjá hinu opinbera í mars. Krafan um aukinn jöfnuð - um ásættanleg lífskjör fyrir alla landsmenn – verður sífellt háværari. Það er sama hvað formaður Sjálfstæðisflokksins tönnlast á kaupmáttaraukningu og stöðugleika, það vita allir sem vilja vita að fólk dregur ekki - eða í besta falli varla - fram lífið af lægstu launum sem greidd eru á Íslandi. Markvisst hefur verið grafið undan jöfnunartækjum hins opinbera - barnabætur eru orðnar að nokkurs konar fátæktarhjálp og vaxtabætur heyra sögunni til. Önnur augljós staðreynd er að þau sem sjá um umönnum sjúkra, aldraðra, fatlaðra og kennslu barna fá langtum lægri laun en boðlegt er. Og það er réttmæt og tímabær krafa að þessi störf, sem konur sinna að langmestu leyti, séu metin að verðleikum. Þessi störf eru að miklu leyti á forsjá sveitarfélaga. Þau eru unnin á hjúkrunarheimilum, í leik- og grunnskólum og í félagslega kerfinu. Við þurfum kerfisbreytingu - en tekjur sveitarfélaga standa illa undir henni því sveitarfélög hafa takmarkaðar leiðir til að afla tekna. Ekki fá sveitarfélögin hluta gistináttagjalds fyrir gistingu innan þeirra, eða hluta fjármagnstekna sem verða til í landinu, þrátt fyrir að þau sem afli þeirra nýti vissulega þjónustu sveitarfélaganna. Það er eitt af hlutverkum Alþingis að tryggja að sveitarfélög hafi burði til þess að standa undir breytingu á uppbyggingu launa og vinna með þeim og verkalýðshreyfingunni að nýrri nálgun á umönnunarstörf - hvort sem þau eru unnin hjá ríkinu, borginni eða öðrum sveitarfélögum landsins. Verkalýðshreyfingin og vinstri vængur stjórnmálanna deila hér markmiðum og sýn, og við verðum að vinna að henni saman. Tölum hispurslaust um skattkerfisbreytingar, endurskoðun barnabótakerfisins, róttækar aðgerðir í húsnæðismálum og tekjur af auðlindum samfélagsins. Það er eina leiðin til þess að jafna lífskjör, byggja upp réttlátt þjóðfélag og auka traust. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun