Forysta og skýr svör! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2020 19:00 Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega ekki eingöngu umræða um kerfi og tölur heldur um lífsviðurværi og aðstæður fólks. Þess vegna skiptir öllu máli á þessum tímapunkti að við gefum skýr og afgerandi svör og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir. Nóg er óvissan núna vegna heimsfaraldursins. Þar treystum við okkar helstu sérfræðingum til að leiða okkur áfram líkt og þríeykið, Alma landlæknir, Þórólfur sóttvarnarlæknir og Víðir yfirlögregluþjónn hafa gert. Þau hafa útskýrt stöðuna, miðlað upplýsingum og ekki vikið sér undan erfiðum spurningum. Né snúnum ákvörðunum. Fálmkenndur og lítt sannfærandi blaðamannafundur Það er hlutverk okkar í stjórnmálum að tryggja almenn lífskjör almennings og veita von um að greitt verði af öryggi úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma og spurningum sé svarað. Að það sé til plan og ákvarðanir teknar. Þess vegna var kynningarfundur formannaþríeykisins í ríkisstjórn í gær ákveðin vonbrigði. Hann var fálmkenndur og fyrir vikið lítt sannfærandi. Það var ekki verið að biðja um óáþreifanlegar tillögur heldur forystu og skýr svör. Á óvissutímum er vissulega mikilvægt að við sýnum samstöðu og ábyrgð. En það þýðir ekki að ríkisstjórnin fái algjört fríspil og geti boðið almenningi upp á umbúðir án innihalds. Krafan um aðhald og samráð er jafnvel ríkari en fyrr. Það skiptir máli að halda ríkisstjórninni við efnið og tryggja þannig að ráðist verði í mikilvægar og löngu tímabæra aðgerðir. Þar munum við í Viðreisn ekki gefa neinn afslátt. Hvar er svo planið? Ég viðurkenni að ég trúði því í einfeldni minni að ríkisstjórnin væri löngu tilbúin með aðgerðir og fjárfestingarplan eftir allt sem á undan er gengið og þær blikur sem hafa verið á lofti í efnahagsmálum. Enda áætlað að leggja hér fram fjármálaáætlun á næstu dögum í þinginu. Rauðu flöggin hafa verið allt um kring í nokkur misseri. Löngu áður en við vissum af tilvist COVID-19. Nægir að nefna fall WOW og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu, vanrækta innviði og aukið atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er reyndar merkilega atorkusöm í því að skipa hópa, nefndir og ýmis ráð. Þau eru líka afar dugleg að skoða, meta og kanna hitt og þetta. En þau eru því miður ekki jafn kraftmikil þegar það kemur að því að koma sér að verki. Þetta máttleysi ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er bagalegt. Ég vona að hún komi á allra næstu dögum með markvissari svör, þar sem aðgerðir eru tímasettar og vel skilgreindar. Þannig að það sé ekki óvissa um næstu skref. Við í Viðreisn erum sannarlega tilbúin að greiða götu þeirra mála sem raunverulega taka utan um* fólkið okkar og fyrirtækin í landinu. *Ekki þó í bókstaflegri merkingu. Vinsamlega virðum öll tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega ekki eingöngu umræða um kerfi og tölur heldur um lífsviðurværi og aðstæður fólks. Þess vegna skiptir öllu máli á þessum tímapunkti að við gefum skýr og afgerandi svör og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir. Nóg er óvissan núna vegna heimsfaraldursins. Þar treystum við okkar helstu sérfræðingum til að leiða okkur áfram líkt og þríeykið, Alma landlæknir, Þórólfur sóttvarnarlæknir og Víðir yfirlögregluþjónn hafa gert. Þau hafa útskýrt stöðuna, miðlað upplýsingum og ekki vikið sér undan erfiðum spurningum. Né snúnum ákvörðunum. Fálmkenndur og lítt sannfærandi blaðamannafundur Það er hlutverk okkar í stjórnmálum að tryggja almenn lífskjör almennings og veita von um að greitt verði af öryggi úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma og spurningum sé svarað. Að það sé til plan og ákvarðanir teknar. Þess vegna var kynningarfundur formannaþríeykisins í ríkisstjórn í gær ákveðin vonbrigði. Hann var fálmkenndur og fyrir vikið lítt sannfærandi. Það var ekki verið að biðja um óáþreifanlegar tillögur heldur forystu og skýr svör. Á óvissutímum er vissulega mikilvægt að við sýnum samstöðu og ábyrgð. En það þýðir ekki að ríkisstjórnin fái algjört fríspil og geti boðið almenningi upp á umbúðir án innihalds. Krafan um aðhald og samráð er jafnvel ríkari en fyrr. Það skiptir máli að halda ríkisstjórninni við efnið og tryggja þannig að ráðist verði í mikilvægar og löngu tímabæra aðgerðir. Þar munum við í Viðreisn ekki gefa neinn afslátt. Hvar er svo planið? Ég viðurkenni að ég trúði því í einfeldni minni að ríkisstjórnin væri löngu tilbúin með aðgerðir og fjárfestingarplan eftir allt sem á undan er gengið og þær blikur sem hafa verið á lofti í efnahagsmálum. Enda áætlað að leggja hér fram fjármálaáætlun á næstu dögum í þinginu. Rauðu flöggin hafa verið allt um kring í nokkur misseri. Löngu áður en við vissum af tilvist COVID-19. Nægir að nefna fall WOW og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu, vanrækta innviði og aukið atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er reyndar merkilega atorkusöm í því að skipa hópa, nefndir og ýmis ráð. Þau eru líka afar dugleg að skoða, meta og kanna hitt og þetta. En þau eru því miður ekki jafn kraftmikil þegar það kemur að því að koma sér að verki. Þetta máttleysi ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er bagalegt. Ég vona að hún komi á allra næstu dögum með markvissari svör, þar sem aðgerðir eru tímasettar og vel skilgreindar. Þannig að það sé ekki óvissa um næstu skref. Við í Viðreisn erum sannarlega tilbúin að greiða götu þeirra mála sem raunverulega taka utan um* fólkið okkar og fyrirtækin í landinu. *Ekki þó í bókstaflegri merkingu. Vinsamlega virðum öll tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun