Bílar

Blæju Tesla Model 3 fáanlegur

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Blæju Tesla Model 3
Blæju Tesla Model 3

Newport Convertible Engineering hefur kynnt nýjustu afurð sína, blæju útgáfu af Tesla Model 3.

Tesla smíðar í augnablikinu enga blæju bíla. Fyrirtækið byrjaði framleiðslu sína með Tesla Roadster sem var raunar bíll keyptur af Lotus og breytt í rafbíl. Elon Musk hefur lofað að næsta kynslóð blæjubíls frá Tesla komist næstum 1000 km. á hleðslunni og nái yfir 400 km. hraða á klukkustund.

Fyrir óþolinmótt fólk og efasemda raddir hefur Newport Convertible Engineering smíðað sína eigin útgáfu af blæju Teslu.

Blæju Tesla Model 3 með toppinn uppi.

Newport Convertible Engineering hefur tekið toppinn af Range Rover bílum, Toyota Prius-um og Cadillac Escalade-um. Þá hefur fyrirtækið einnig tekið þakið af Tesla Model S.

Blæju útgáfan af Tesla Model 3 er enn fjögurra dyra og B pósturinn er áfram á sínum stað. Það er þónokkur vinna sem hefur farið í verkefnið. Toppurinn er orðinn að mjúku efni sem brýst auðveldlega saman ofan á skott bílsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.