Golf

Fyrrum leikmaður Víkings ærðist af gleði á golfvellinum | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agnar Darri í leik með Víking
Agnar Darri í leik með Víking Vísir/Facebook-síða Agnars

Agnar Darri Sverrisson, fyrrum leikmaður Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu og núverandi leikmaður Magna Grenivíkur sem leikur í næst efstu deild brást einkar skemmtilega við er hann áttaði sig á því að hann hafði fengið albatross á áttundu holu á Gufudalsvelli í Hveragerði.

Hann einfaldlega ærðist af gleði en eflaust mun hann aldrei leika þetta eftir. 

Albatross er þegar kylfingur leikur holu á þremur höggum undir pari. Áttunda hola Gufudalsvallar er par fimm hola en Agnar fór hana í aðeins tveimur höggum.

Agnar Darri hefur komið víða við á knattspyrnuferlinum. Árin 2014 og 2015 lék hann með Víking í efstu deild en þá hefur hann einnig leikið fyrir BÍ/Bolungarvík, Magna frá Grenivík og Þór Akureyri.

Myndband af viðbrögðum Agnars má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.