Tónlist

Daði Freyr gefur út nýtt lag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Daði (fyrir miðju) ásamt Gagnamagninu góða.
Daði (fyrir miðju) ásamt Gagnamagninu góða. Skjáskot

Daði Freyr Pétursson, höfuðpaurinn á bak við hljómsveitina Daði og Gagnamagnið, hefur gefið frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Where We Wanna Be og aðdáendur Daða þyrftu ekki að hlusta lengi á lagið áður en þeim yrði ljóst hvaðan lagið er komið. Með öðrum orðum: Það er Daða-vibe í laginu. Hér að neðan má hlusta á það.

Daði Freyr hefði í síðustu viku átt að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram hefði farið í Rotterdam í Hollandi ef ekki hefði verið fyrir faraldur kórónuveirunnar. Margur Íslendingurinn er raunar á því að í ár hafi verið okkar ár, þar sem bókarar og aðrir veðmálasérfræðingar spáðu Íslandi sigri.

Þá hafa Daði og Gagnamagnið hans, með lagið Think About Things, borið sigur úr býtum í nokkrum „litlum Eurovision-keppnum“ þátttökulanda. Keppnirnar virka þannig að öll lögin sem hefðu átt að keppa eru spiluð, og þjóðin sem á í hlut velur síðan sitt uppáhaldslag. Meðal þeirra þjóða sem völdu framlag Íslands sem sitt uppáhald eru Norðmenn, Danir og Ástralir.

Ljóst er að lagið sem Daði hugðist halda með til Hollands hefur vakið talsverða athygli. Þegar þetta er skrifað er lagið með meira en tíu og hálfa milljón spilana á Spotify. Eins er tónlistarmyndbandið við lagið, sem sjá má hér að neðan, með rúmar átta milljónir spilana. Það hefur einnig verið notað ótal sinnum í myndböndum á hinu geysivinsæla samskiptaforriti TikTok.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.