Lífið

„Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snærós vinnur hjá RÚV núll.
Snærós vinnur hjá RÚV núll. Mynd/Ragnar Visage fyrir RÚV núll

„Það fyrsta sem kom í hugann var auðvitað að það væri verið að meiða þessa konu,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll, sem segir frá atburðarrás á Twitter sem átti sér stað í vesturbænum í nótt.

„Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna,“ skrifar Snærós á Twitter.

 „Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur,“ skrifar hún einnig.

 „Ég er samt fegin að ég hringdi. Ég var greinilega ekki sú eina í götunni með áhyggjur. Sá fleira fólk út í glugga að spá hvað væri í gangi og einhver blaðberi sem átti leið hjá var augljóslega stressaður líka,“ segir Snærós í samtali við Vísi.

„Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra,“ skrifar Snærós.

 „Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast. Tek ekki sénsinn á því,“ segir Snærós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×