„Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 10:15 Snærós vinnur hjá RÚV núll. Mynd/Ragnar Visage fyrir RÚV núll „Það fyrsta sem kom í hugann var auðvitað að það væri verið að meiða þessa konu,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll, sem segir frá atburðarrás á Twitter sem átti sér stað í vesturbænum í nótt. „Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna,“ skrifar Snærós á Twitter. Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna. 1/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur,“ skrifar hún einnig. Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur. 2/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég er samt fegin að ég hringdi. Ég var greinilega ekki sú eina í götunni með áhyggjur. Sá fleira fólk út í glugga að spá hvað væri í gangi og einhver blaðberi sem átti leið hjá var augljóslega stressaður líka,“ segir Snærós í samtali við Vísi. „Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra,“ skrifar Snærós. Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra 3/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "Þetta er í þessari íbúð. Það hljómar eins og einhver sé að gubba" - Löggan fer inn og upphefst þá þvílíkt öskur frá konunni sem hljómaði bara nákvæmlega eins og öskrin í konunni á dinernum í fyrsta atriðinu í Pulp Fiction https://t.co/vwlb6SA49r 4/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "GET THE FUCK OUT. WHO THE FUCK CALLED YOU?! I HAVE MIGRAINE YOU IDIOT. ITS JUST A FUCKING MIGRAINE. GET OUT" - og þar með var þessu hetjumómenti mínu lokið. Löggan gekk út og ég lét mig hverfa af svölunum áður en þau sáu mig aftur. Já já. Pant ekki fá mígreni. 5/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast. Tek ekki sénsinn á því,“ segir Snærós. Reykjavík Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
„Það fyrsta sem kom í hugann var auðvitað að það væri verið að meiða þessa konu,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll, sem segir frá atburðarrás á Twitter sem átti sér stað í vesturbænum í nótt. „Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna,“ skrifar Snærós á Twitter. Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna. 1/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur,“ skrifar hún einnig. Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur. 2/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég er samt fegin að ég hringdi. Ég var greinilega ekki sú eina í götunni með áhyggjur. Sá fleira fólk út í glugga að spá hvað væri í gangi og einhver blaðberi sem átti leið hjá var augljóslega stressaður líka,“ segir Snærós í samtali við Vísi. „Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra,“ skrifar Snærós. Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra 3/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "Þetta er í þessari íbúð. Það hljómar eins og einhver sé að gubba" - Löggan fer inn og upphefst þá þvílíkt öskur frá konunni sem hljómaði bara nákvæmlega eins og öskrin í konunni á dinernum í fyrsta atriðinu í Pulp Fiction https://t.co/vwlb6SA49r 4/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "GET THE FUCK OUT. WHO THE FUCK CALLED YOU?! I HAVE MIGRAINE YOU IDIOT. ITS JUST A FUCKING MIGRAINE. GET OUT" - og þar með var þessu hetjumómenti mínu lokið. Löggan gekk út og ég lét mig hverfa af svölunum áður en þau sáu mig aftur. Já já. Pant ekki fá mígreni. 5/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast. Tek ekki sénsinn á því,“ segir Snærós.
Reykjavík Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning