Hökkum krísuna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 20. maí 2020 12:00 Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Síðustu mánuðir hafa einnig kennt okkur margt, hversu miklu við getum náð fram með samhentu átaki. Við vorum nýsköpunarþjóð og við verðum það áfram með því að nýta krafta okkar öll sem eitt. Við búum í sterku og góðu samfélagi og eigum alltaf að hafa nýsköpun að leiðarljósi. Nýsköpun er alltaf í forgangi í stjórnarráðinu og það sést vel í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn COVID-19 heimsfaraldri. Í aðgerðaáætlun sem kynnt var í lok mars, var kveðið á um 150 milljón króna framlag í átaksverkefni í þágu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Þetta átak er unnið í samvinnu nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra og er í umsjón verkefnastofu um Stafrænt Ísland. Í þessu átaksverkefni verður leitað til almennings, frumkvöðla og sprotafyrirtækja eftir nýsköpun og nýjar lausnum í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið verður í þrem þáttum og fyrsti þáttur hefst nú í vikunni með hakkaþon viðburði, undir yfirskriftinni „Hack the crisis – Iceland“ sem haldinn verður dagana 22-25 maí. Markmið þessa viðburðar er að ná til þeirra sem hafa hugmyndir að bættri þjónustu og nýrri tækni í heilbrigðisþjónustu, velferðarþjónustu, menntamálum, atvinnulífi og svo má áfram telja. Við höfum mikla trú á að þessari aðferð til að ná til fólks og virkja þá skapandi hugsun, það hugvit og þann mikla frumkvöðlakraft sem við vitum að er til staðar í samfélaginu og erum mjög spennt að sjá hvaða hugmyndir koma upp úr kössunum. Við munum fylgja þessum viðburði eftir með Heilbrigðismóti, þar sem áfram verður leitað að nýskapandi lausnum í þágu heilbrigðisþjónustu og í þriðja fasa þessa verkefnis munu frumkvöðlar og sprotafyrirtæki í samvinnu við heilbrigðisstofnanir geta sótt um fjármögnun um nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu. Með öflugu samstarfi heilbrigðisstéttarinnar og frumkvöðla náum við að koma fram með nýjar sterkar lausnir. Þetta mun ekki aðeins hjálpa okkur í baráttunni við þennan vágest sem nú herjar á okkur heldur skila sér einnig í betri, skilvirkari og nýskapandi heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Nýsköpun Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Síðustu mánuðir hafa einnig kennt okkur margt, hversu miklu við getum náð fram með samhentu átaki. Við vorum nýsköpunarþjóð og við verðum það áfram með því að nýta krafta okkar öll sem eitt. Við búum í sterku og góðu samfélagi og eigum alltaf að hafa nýsköpun að leiðarljósi. Nýsköpun er alltaf í forgangi í stjórnarráðinu og það sést vel í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn COVID-19 heimsfaraldri. Í aðgerðaáætlun sem kynnt var í lok mars, var kveðið á um 150 milljón króna framlag í átaksverkefni í þágu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Þetta átak er unnið í samvinnu nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra og er í umsjón verkefnastofu um Stafrænt Ísland. Í þessu átaksverkefni verður leitað til almennings, frumkvöðla og sprotafyrirtækja eftir nýsköpun og nýjar lausnum í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið verður í þrem þáttum og fyrsti þáttur hefst nú í vikunni með hakkaþon viðburði, undir yfirskriftinni „Hack the crisis – Iceland“ sem haldinn verður dagana 22-25 maí. Markmið þessa viðburðar er að ná til þeirra sem hafa hugmyndir að bættri þjónustu og nýrri tækni í heilbrigðisþjónustu, velferðarþjónustu, menntamálum, atvinnulífi og svo má áfram telja. Við höfum mikla trú á að þessari aðferð til að ná til fólks og virkja þá skapandi hugsun, það hugvit og þann mikla frumkvöðlakraft sem við vitum að er til staðar í samfélaginu og erum mjög spennt að sjá hvaða hugmyndir koma upp úr kössunum. Við munum fylgja þessum viðburði eftir með Heilbrigðismóti, þar sem áfram verður leitað að nýskapandi lausnum í þágu heilbrigðisþjónustu og í þriðja fasa þessa verkefnis munu frumkvöðlar og sprotafyrirtæki í samvinnu við heilbrigðisstofnanir geta sótt um fjármögnun um nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu. Með öflugu samstarfi heilbrigðisstéttarinnar og frumkvöðla náum við að koma fram með nýjar sterkar lausnir. Þetta mun ekki aðeins hjálpa okkur í baráttunni við þennan vágest sem nú herjar á okkur heldur skila sér einnig í betri, skilvirkari og nýskapandi heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun