Innlent

Borgarafundur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi

Þórir Guðmundsson skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir svara spurningum almennings á borgarafundi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á fimmtudagskvöld.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir svara spurningum almennings á borgarafundi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á fimmtudagskvöld. Vísir/Vilhelm

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stendur fyrir borgarafundi með forystufólki almannavarna, forsætisráðherra og seðlabankastjóra á fimmtudagskvöld þar sem almenningi gefst tækifæri til að spyrja beint um útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir svara spurningum í fyrri hluta þáttarins í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi. Í síðasta hluta þáttarins verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri til svara. 

Borgarafundurinn verður í beinu framhaldi af fréttum á Stöð 2 kl. 18:55 á fimmtudagskvöld og stendur í 90 mínútur. Fólki gefst kostur á að spyrja Víði, Þórólf, Ölmu, Katrínu og Ásgeir spurninga sem því liggur á hjarta vegna kórónufaraldursins.

Hægt er að senda spurningar á fréttastofu í gegnum Vísi og með pósti á frettir@stod2.is bæði fyrir fundinn og meðan á honum stendur, eða með því að setja athugasemd við þessa frétt.

Til þess að auka ekki líkur á smiti með því að efna til fjöldasamkomu þá verður þetta rafrænn fundur og spurningar verða ekki bornar fram úr sal.

Borgarafundurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og er sendur út samtímis á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.