Handbolti

Guðjón Valur: Ég vil ekkert halda mönnum á jörðinni

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðjón Valur á blaðamannafundinum í gær.
Guðjón Valur á blaðamannafundinum í gær.

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með ungu strákana í landsliðinu.

„Ég hef engan áhuga á því að halda þeim á jörðinni. Þetta er ofsalega gaman og ef menn eru ekki að njóta þá er engin ástæða til þess að standa í þessu. Það er gott að menn fari á flug. Það er ánægjulegt að menn séu kátir eftir leik en dagurinn eftir þá er undirbúningur,“ sagði Guðjón Valur eftir blaðamannafund HSÍ í gær.

„Það verður að vera skemmtilegt líka og þetta eru skynsamir strákar með hausinn rétt skrúfaðan á. Það er ótrúlega gaman að sjá þá koma inn og ekki síst hvernig þeir koma inn.“

Er strákarnir fóru upp á hótel eftir Rússaleikinn áttu þeir ekki von á því að vera komnir áfram í mótinu skömmu síðar.

„Við vorum að velta fyrir okkur síðustu 5 mínúturnar í leik Dana og Ungverja hvað væri best fyrir okkur og það voru áhugaverðar umræður. Asnalegast var samt að við horfðum í gegnum síma því það er ekki hægt að sjá leikina á hótelinu.“

Klippa: Fyrirliðinn ánægður með ungu drengina

Tengdar fréttir

Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi

Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.