Handbolti

Gullmoli dagsins: Haukunum fylgt í Evrópuleik til Lissabon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spilað í Lissabon.
Spilað í Lissabon. vísir/S2s

Gullmoli dagsins í Sportinu í dag var til heiðurs Seinni bylgjunni í kvöld en í Seinni bylgjunni í kvöld verður farið yfir gullaldarskeið Hauka í handbolta.

Landsliðsmennirnir og Haukagoðsagnirnar Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fara yfir gullaldarskeið Hauka með Henry Birgi Gunnarssyni. Vignir og Ásgeir lögðu nýverið skóna á hilluna en þeir áttu sinn þátt í mögnuðum árangri handboltaliðs Hauka á þessari öld.

Haukar mættu Sporting Lissabon í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar vorið 2001 en með í för voru fréttamenn sem og fjölmargir stuðningsmenn Hauka. Haukarnir gerðu jafntefli við Lissabon í Portúgal en unnu svo heimaleikinn og komust í undanúrslitin.

Birna Ósk Hansdóttir, fréttakona á Stöð 2, var með í för í Portúgal og fylgdi liðinu vel á eftir eins og má sjá í Gullmola dagsins. Seinni bylgjan hefst svo klukkan 20.00 í kvöld þar sem Henry Birgir, Vignir og Ásgeir Örn fara yfir þessi frábæru ár hjá Haukum.

Klippa: Gullmoli dagsins - Hauka ferð til Portúgals

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.