Handbolti

Aron vill vera áfram hjá Barcelona: „Er ekki að segja umbanum að banka fast á aðrar dyr“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leik með Barcelona í Meistaradeildinni í vetur.
Aron í leik með Barcelona í Meistaradeildinni í vetur. vísir/getty

Aron Pálmarsson hefur hug á því að vera áfram hjá Barcelona er samningur hans við félagið rennur út eftir rúmt ár. Þetta staðfesti hann við Henry Birgi Gunnarsson í þættinum Sportinu í dag fyrir helgi.

Aron gekk í raðir Barcelona árið 2017 eftir að hafa leikið með Veszprém og Kiel þar á undan en hann hefur unnið hvern titilinn á fætur öðrum í atvinnumennsku. Samningur hans við spænska risann rennur út sumarið 2021 en hann hefur hug á því að halda áfram að spila þar í landi.

„Við byrjuðum viðræður í febrúar og þeir létu mig fá fyrsta samningstilboðiðið viku fyrir COVID. Svo bara gerist það og þá settum við það sameiginlega á „hold“. Það er annað mikilvægara núna í gangi og annað að hugsa um,“ sagði Aron.

„Við ætlum að taka þetta upp eftir sumarið. Maður er að heyra fullt af sögum og mörg lið eiga erfitt og þetta er ekkert „ídeal“ aðstæður til þess að vera í samingsviðræðum en það er alltaf til eitthvað. Ég er ekki að stressa mig á þessu.“

Aron líður vel í Barcelona en þar er umgjörðin fyrsta flokks.

„Ég fýla mig mjög þarna og á í frábæru sambandi við alla. Ég hef engar áhyggjur af því að það nást ekki samningar. Ég er ekkert að segja umbanum að banka rosa fast á aðrar dyr svo fyrst og fremst vil ég vera þarna áfram.“

Klippa: Sportið í dag - Aron vill vera áfram hjá Barcelona

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.