Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 17:42 Framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar er á meðal forsvarsmanna einkarekinna fjölmiðla sem skora á ráðherra að koma þeim til aðstoðar vegna þrenginga í heimfaraldri kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu. Þörf sé á frekari aðgerðum en í þeim sem standa til í frumvarpi að breytingum á lögum um fjölmiðla. Í bréfi sem forsvarsmenn Stöðvar 2 og Vodafone, Kjarnans, Árvakurs, Torgs, Stundarinn og Birtíngs útgáfufélags rita Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, skora þeir á ráðherranna að grípa til aðgerða þegar í stað. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla segja þeir hafa verið óhagstætt og óheilbrigt undanfarin ár. Við því hafi átt að bregðast í frumvarpi menntamálaráðherra um breytingar á lögum um fjölmiðla sem var kynnt í lok árs í fyrra. Í því var lagt til að einkareknir fjölmiðlar fengju tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar við að afla og miðla fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Stuðningskerfið átti að gilda fyrir rekstrarárið 2019 og voru fjárhæðir eyrnamerktir einkareknum fjölmiðlum í fjárlögum. Fjölmiðlar hafi gert ráð fyrir fjármununum í áætlunum sínum. Óvissa ríki nú um frumvarpið eftir að starfsáætlun þingsins var lögð til hliðar vegna kórónuveirufaraldursins. Sú óvissa bætist ofan á fyrirsjáanlegt tekjufall vegna samdráttar í nær öllum atvinnugreinum vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn miðlanna segja að staða þeirra hafi því aðeins versnað frekar á sama tíma og mikilvægi fjölmiðla hafi sjaldan verið meira en í því ástandi sem nú ríkir. „Sterkir fjölmiðlar eru sérstaklega mikilvægir samfélaginu núna, bæði vegna viðurkennds almannavarnahlutverks og vegna aðhalds- og umræðuhlutverks þeirra á tímum hraðra lagabreytinga og fordæmalauss inngrips yfirvalda hér og annars staðar,“ segir í bréfi einkareknu fjölmiðlanna til ráðherranna. Víðtækir erfiðleikar í hagkerfinu kalli ekki aðeins á aðgerðir til stuðnings fjölmiðlum sem byggjast á frumvarpi menntamálaráðherra sem er enn ósamþykkt heldur leggja forsvarsmennirnir áherslu á að ríkisstjórnin þurfi að beita sér fyrir frekari aðgerðum til að styðja einkarekna fjölmiðla til að mæta vanda sem að steðjar vegna faraldursins. Slíkar aðgerðir gætu verið tímabundnar. Eyrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kjarnans miðla, Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, skrifa undir bréfið. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig vörumerkin Stöð 2 og Vodafone. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu. Þörf sé á frekari aðgerðum en í þeim sem standa til í frumvarpi að breytingum á lögum um fjölmiðla. Í bréfi sem forsvarsmenn Stöðvar 2 og Vodafone, Kjarnans, Árvakurs, Torgs, Stundarinn og Birtíngs útgáfufélags rita Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, skora þeir á ráðherranna að grípa til aðgerða þegar í stað. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla segja þeir hafa verið óhagstætt og óheilbrigt undanfarin ár. Við því hafi átt að bregðast í frumvarpi menntamálaráðherra um breytingar á lögum um fjölmiðla sem var kynnt í lok árs í fyrra. Í því var lagt til að einkareknir fjölmiðlar fengju tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar við að afla og miðla fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Stuðningskerfið átti að gilda fyrir rekstrarárið 2019 og voru fjárhæðir eyrnamerktir einkareknum fjölmiðlum í fjárlögum. Fjölmiðlar hafi gert ráð fyrir fjármununum í áætlunum sínum. Óvissa ríki nú um frumvarpið eftir að starfsáætlun þingsins var lögð til hliðar vegna kórónuveirufaraldursins. Sú óvissa bætist ofan á fyrirsjáanlegt tekjufall vegna samdráttar í nær öllum atvinnugreinum vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn miðlanna segja að staða þeirra hafi því aðeins versnað frekar á sama tíma og mikilvægi fjölmiðla hafi sjaldan verið meira en í því ástandi sem nú ríkir. „Sterkir fjölmiðlar eru sérstaklega mikilvægir samfélaginu núna, bæði vegna viðurkennds almannavarnahlutverks og vegna aðhalds- og umræðuhlutverks þeirra á tímum hraðra lagabreytinga og fordæmalauss inngrips yfirvalda hér og annars staðar,“ segir í bréfi einkareknu fjölmiðlanna til ráðherranna. Víðtækir erfiðleikar í hagkerfinu kalli ekki aðeins á aðgerðir til stuðnings fjölmiðlum sem byggjast á frumvarpi menntamálaráðherra sem er enn ósamþykkt heldur leggja forsvarsmennirnir áherslu á að ríkisstjórnin þurfi að beita sér fyrir frekari aðgerðum til að styðja einkarekna fjölmiðla til að mæta vanda sem að steðjar vegna faraldursins. Slíkar aðgerðir gætu verið tímabundnar. Eyrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kjarnans miðla, Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, skrifa undir bréfið. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig vörumerkin Stöð 2 og Vodafone.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10
Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12