Þakklát og spennt yfir því að geta keppt í golfi: „Hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 20:00 Valdís Þóra Jónsdóttir ætti að vera að keppa á Spáni en verður þess í stað ein níu kvenna sem keppa í blíðviðrinu í Mosfellsbæ um helgina. Haraldur Franklín Magnús ætlaði að flytja til Spánar en verður einn þrjátíu karla á mótinu í Mosó. SAMSETT MYND/STÖÐ 2 SPORT Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við kylfingana í Sportpakkanum í dag, þar á meðal Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem enn gætu verið að freista þess að komast á Ólympíuleika í sumar ef íþróttalíf hefði ekki verið stöðvað og leikunum frestað um eitt ár. „Ég spilaði hérna í gær og völlurinn er í flottu standi, og það er gaman að sjá að það eru allar með. Þetta verður skemmtileg helgi,“ segir Valdís Þóra, sem hefði átt að vera á Spáni núna og í Frakklandi í síðustu viku, og ætlaði sér að vera erlendis fram í júní. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að koma til Íslands að keppa aftur eftir að hafa verið svona lengi í burtu. Ég er ekki búin að keppa á Íslandi síðan árið 2016 á Íslandsmótinu,“ segir Ólafía sem ætlaði sér að vera að berjast um keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni um þetta leyti. „Ég er bara spenntur að fara aftur að keppa í golfi og pínu þakklátur fyrir að það sé að fara í gang hér á Íslandi því það er ekki að gerast úti í heimi. Ég hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir svo að við sjáum hvernig þetta fer,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, og Axel Bóasson tók undir það. „Ég er búinn að vera að vinna og ekki búinn að ná að æfa nægilega mikið, en búinn að taka tvo hringi og hlakka til að mæta á morgun og taka 36 holur með þessum krökkum,“ sagði Axel. Klippa: Bestu kylfingar landsins mætast á golfmóti í Mosfellsbæ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportpakkinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við kylfingana í Sportpakkanum í dag, þar á meðal Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem enn gætu verið að freista þess að komast á Ólympíuleika í sumar ef íþróttalíf hefði ekki verið stöðvað og leikunum frestað um eitt ár. „Ég spilaði hérna í gær og völlurinn er í flottu standi, og það er gaman að sjá að það eru allar með. Þetta verður skemmtileg helgi,“ segir Valdís Þóra, sem hefði átt að vera á Spáni núna og í Frakklandi í síðustu viku, og ætlaði sér að vera erlendis fram í júní. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að koma til Íslands að keppa aftur eftir að hafa verið svona lengi í burtu. Ég er ekki búin að keppa á Íslandi síðan árið 2016 á Íslandsmótinu,“ segir Ólafía sem ætlaði sér að vera að berjast um keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni um þetta leyti. „Ég er bara spenntur að fara aftur að keppa í golfi og pínu þakklátur fyrir að það sé að fara í gang hér á Íslandi því það er ekki að gerast úti í heimi. Ég hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir svo að við sjáum hvernig þetta fer,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, og Axel Bóasson tók undir það. „Ég er búinn að vera að vinna og ekki búinn að ná að æfa nægilega mikið, en búinn að taka tvo hringi og hlakka til að mæta á morgun og taka 36 holur með þessum krökkum,“ sagði Axel. Klippa: Bestu kylfingar landsins mætast á golfmóti í Mosfellsbæ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira