Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. maí 2020 13:25 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair færir flugmönnum þakkir fyrir að taka á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við félagið á erfiðum tímum. Nýr kjarasamningur feli í sér talsverðar breytingar og styrki samheppnishæfi félagsins til lengri tíma. Samningur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair náðist loks í nótt eftir viðræður síðustu vikna. Hann gildir til 30. september 2025. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair gleðst yfir því að samningar hafi náðst við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í nótt. Hann hefur sagt það mikilvægt að samningar næðust fyrir hluthafafund Icelandair 22. maí. „Já, þetta var mjög ánægjulegt að ganga frá samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í gær og stórt skref í þessu verkefni sem við erum að vinna núna,“ segir Bogi Nils í samtali við fréttastofu. Hversu mikilvægt var þetta? Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi að ná þessu á akkúrat þessum tímapunkti? „Nei, ég get nú ekki sett þetta í neitt samhengi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í verkefninu sem við erum í og við erum að sjá fram á talsverðar breytingar á samningnum, sem felur í sér aukinn sveigjanleika og vinnuframlag. Og styrkir samkeppnishæfi félagsins til lengri tíma.“ Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að með samningnum væru flugmenn að hlaupa undir bagga með félaginu á erfiðum tímum. Bogi segir aðspurður að félagið kunni þeim þakkir fyrir. „Já, algjörlega. Þeir eru að leggjast á árarnar með félaginu núna og félagið þarf svo sannarlega á því að halda. Þannig að það er mjög ánægjulegt, algjörlega.“ Er von á því að þegar betur árar gangi þetta [kjaraskerðing flugmanna] að einhverju leyti til baka? „Við erum náttúrulega að standa vörð um ráðstöfunartekjur en vinnuframlag er að aukast og það náttúrulega njóta allir starfsmenn þess þegar vinnuveitandanum gengur vel. Það er bara þannig,“ segir Bogi. Enn á Icelandair eftir að semja við Flugfreyjufélag Íslands en þar hefur borið talsvert í milli hjá samningsaðilum. Þá hefur ekki verið fundað í deilunni í nokkra daga. Bogi segir að það verði að koma í ljós hvort gangur komist á viðræðurnar að nýju en nauðsynlegt sé að einhverjar vendingar verði fljótlega í málinu. Er það forsenda að það náist á næstu dögum? „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt. Eins og við höfum sagt að langtímasamningar við flugstéttirnar þrjár liggi fyrir,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Tengdar fréttir Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Forstjóri Icelandair færir flugmönnum þakkir fyrir að taka á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við félagið á erfiðum tímum. Nýr kjarasamningur feli í sér talsverðar breytingar og styrki samheppnishæfi félagsins til lengri tíma. Samningur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair náðist loks í nótt eftir viðræður síðustu vikna. Hann gildir til 30. september 2025. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair gleðst yfir því að samningar hafi náðst við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í nótt. Hann hefur sagt það mikilvægt að samningar næðust fyrir hluthafafund Icelandair 22. maí. „Já, þetta var mjög ánægjulegt að ganga frá samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í gær og stórt skref í þessu verkefni sem við erum að vinna núna,“ segir Bogi Nils í samtali við fréttastofu. Hversu mikilvægt var þetta? Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi að ná þessu á akkúrat þessum tímapunkti? „Nei, ég get nú ekki sett þetta í neitt samhengi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í verkefninu sem við erum í og við erum að sjá fram á talsverðar breytingar á samningnum, sem felur í sér aukinn sveigjanleika og vinnuframlag. Og styrkir samkeppnishæfi félagsins til lengri tíma.“ Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að með samningnum væru flugmenn að hlaupa undir bagga með félaginu á erfiðum tímum. Bogi segir aðspurður að félagið kunni þeim þakkir fyrir. „Já, algjörlega. Þeir eru að leggjast á árarnar með félaginu núna og félagið þarf svo sannarlega á því að halda. Þannig að það er mjög ánægjulegt, algjörlega.“ Er von á því að þegar betur árar gangi þetta [kjaraskerðing flugmanna] að einhverju leyti til baka? „Við erum náttúrulega að standa vörð um ráðstöfunartekjur en vinnuframlag er að aukast og það náttúrulega njóta allir starfsmenn þess þegar vinnuveitandanum gengur vel. Það er bara þannig,“ segir Bogi. Enn á Icelandair eftir að semja við Flugfreyjufélag Íslands en þar hefur borið talsvert í milli hjá samningsaðilum. Þá hefur ekki verið fundað í deilunni í nokkra daga. Bogi segir að það verði að koma í ljós hvort gangur komist á viðræðurnar að nýju en nauðsynlegt sé að einhverjar vendingar verði fljótlega í málinu. Er það forsenda að það náist á næstu dögum? „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt. Eins og við höfum sagt að langtímasamningar við flugstéttirnar þrjár liggi fyrir,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Tengdar fréttir Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53