Erlent

Klámmyndaleikarar skyldaðir til að nota smokka

Borgaryfirvöld í Los Angels hafa samþykkt nýja reglugerð sem skyldar klámmyndaleikara í borginni til að nota smokka við vinnu sína.

Heilbrigðisyfirvöld hafa fagnað þessari reglugerð og segja hana koma í veg fyrir eyðnismit meðal klámmyndaleikara. Framleiðendur klámmynda segja hinsvegar að hún neyði þá til að leita annað með gerð mynda sinna.

Los Angeles er talin helsta borg klámmyndaiðnaðarins í Bandaríkjunum en sá iðnaður veltir milljörðum dollara árlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×