Erlent

Vill banna notkun fóstra í matvælum

Shortey heldur því fram sum fyrirtæki noti stofnfrumur til að þróa nýjar bragðtegundir.
Shortey heldur því fram sum fyrirtæki noti stofnfrumur til að þróa nýjar bragðtegundir. mynd/AFP
Öldungadeildarþingmaður frá Oklahoma í Bandaríkjunum kynnti í gær nýtt frumvarp sem bannar notkun eyddra fóstra í matvælum. Þingmaðurinn viðurkennir að hann viti ekki til þess að matvælafyrirtæki í landinu noti fóstur í vörum sínum.

Ralhp Shortey sagði að leit á internetinu hafi sannfært hann um að bannið væri nauðsynlegt. Hann sagði að tilgangur frumvarpsins væri að upplýsa almenning um slíkt athæfi. Að auki vill hann koma í veg fyrir að fyrirtæki íhugi að nota fóstur í vörum.

Shortey heldur því fram sum fyrirtæki noti stofnfrumur til að þróa nýjar bragðtegundir. Hann sagðist þó ekki vita til þess að fyrirtæki í Oklahoma stundi slíkar rannsóknir.

Talsmaður Matvælastofnunar Bandaríkjanna sagði AP fréttastofunni að stofnunin hafi engar upplýsingar um að fyrirtæki noti stofnfrumur í rannsóknum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×