Erlent

Yfirmaður Rauða Krossins í Sýrlandi myrtur

Rúmlega 5.000 manns hafa látist í átökunum frá því í mars. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Rúmlega 5.000 manns hafa látist í átökunum frá því í mars. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/AFP
Yfirmaður Rauða Krossins í Sýrlandi var myrtur í dag. Hann var skotinn til bana í bænum Idlib í norðurhluta landsins.

Tvennum sögum fer af aðdraganda morðsins. Andspyrnuhópar segja að öryggissveitir hafi skotið manninn á meðan opinberir fjölmiðlar í Sýrlandi segja að hryðjuverkahópar hafi staðið að baki tilræðinu.

Formaður Alþjóðanefndar Rauða Krossins segir að lítil virðing sé borin fyrir verkefnum samtakanna í Sýrlandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu Þjóðunum hafa rúmlega 5.000 manns látist í Sýrlandi frá því að átök hófust í landinu í mars á síðasta ári.

Yfirvöld í landinu halda því fram að átökin séu skipulögð af erlendum hryðjuverkahópum og að um alþjóðlegt samsæri gegn Sýrlandi sé um að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×