Erlent

Björguðu félaga sínum úr snjóflóði

Snjósleðaökumenn komu félaga sínum til bjargar eftir að hann lenti í snjóflóði. Atvikið náðist á myndband en einn þeirra var með myndvél á öryggishjálmi sínum.

Rick Jablinske náði ótrúlegum myndum þegar félagar hans urðu fyrir snjóflóði í Washington í Bandaríkjunum. Hann kallaði síðan til þeirra þegar flóðið féll. John Swanson féll af sleða sínum og hvarf í snjóinn.

Jablinske hafði hraðar hendur. Hann ræsti sleðann sinn og brunaði í áttina að Swanson. Félagar Jablinske hjálpuðu honum síðan að grafa upp Swanson.

„Þetta er allt í góðu vinur - við erum með þig," sagði Jablinske.

Swanson var brugðið en þó óslasaður. Stuttu eftir að atvikið átt sér stað var myndbandið síðan birt á YouTube. Í ummælum myndbandsins segir Swanson að hann sé afar þakklátur vinum sínum og að hann geti ekki beðið eftir að fara í aðra sleðaferð með þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×