Handbolti

Þórey Anna í Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórey Anna lék með Stjörnunni í þrjú ár.
Þórey Anna lék með Stjörnunni í þrjú ár. vísir/bára

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, landsliðskona í handbolta, er gengin í raðir Vals frá Stjörnunni. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Val.

Þórey Anna, sem er 22 ára, hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur leikið með FH, Gróttu og Stjörnunni hér á landi og Kongsvinger og Rælingen í Noregi. Þórey Anna varð Íslandsmeistari með Gróttu 2016.

Á síðasta tímabili skoraði Þórey Anna 62 mörk í tólf leikjum í Olís-deild kvenna, eða 5,2 mörk að meðaltali í leik. Stjarnan endaði í 3. sæti deildarinnar en tímabilið var flautað af í síðustu viku.

Valur endaði í 2. sæti deildarinnar í vetur en liðið vann alla titla sem í boði voru tímabilið 2018-19.

Þórey Anna, sem hefur leikið 23 A-landsleiki, er fyrsti leikmaðurinn sem Valur fær fyrir næsta tímabil. 

Þá hafa Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir framlengt samninga sína við félagið. Valur missir hins vegar Söndru Erlingsdóttur til ÍBV.


Tengdar fréttir

Sandra Erlingsdóttir aftur í raðir ÍBV

Sandra Erlingsdóttir er gengin aftur í raðir ÍBV eftir að hafa leikið með Val síðustu tvö tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍBV gaf frá sér rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×