Tími úlfanna Sigurður E. Jóhannesson skrifar 14. apríl 2020 10:30 Neyðarástand „Aldrei láta alvarlegt neyðarástand fara til spillis” – sagði Rahm Emanuel fyrrum ráðgjafi Barack Obama einhverju sinni og útskýrði mál sitt þannig að þá væri hægt að gera hluti sem áður hefði ekki verið hægt að gera. Í bók sinni Shock Doctrine rakti Naomi Klein hvernig þessi hugmyndafræði hefur verið notuð af kapitalistum – með aðstoð velviljaðra stjórnmálaafla - til koma lagabreytingum í gegn sem almenningur hefði ekki samþykkt annars. Hugmyndin gengur út á að í neyðarástandinu beinist öll athygli almennings – og líkamleg og tilfinningaleg orka – að neyðinni sem um ræðir og því er ólíklegt að um verulega mótstöðu verði að ræða. Saul Alinsky lýsti sömu hugmyndafræði löngu fyrr í bókinni Rules for Radicals en þá var hann að tala um hvernig hægt væri að innleiða alræðisstjórn byggða á kommunískum grunni. Líklegt má telja að hér sé í raun um hugmyndafræði sem allir geta nýtt sér – hafi þeir til þess næg völd – pólitísk eða efnahagsleg - og séu þannig þenkjandi. Úlfarnir renna á blóðið. Tími úlfanna Óhætt er að segja að við séum að upplifa neyðarástand á hnattrænum skala þessa dagana. Af þessum sökum er afar mikilvægt að við – sem þjóð ekki síður en ráðamenn - rösum ekki um ráð fram heldur reynum eftir megni að taka vel ígrundaðar ákvarðanir – minnug þess að nú er tími úlfanna. Úlfarnir munu reyna allt sem þeir geta til að koma róttækum breytingum í lög - til þess eins að þeir sjálfir hagnist. Íslenskt samfélag Tilefni þessara skrifa sú umræða sem nú er að fara af stað um allan heim – og þá um leið hér heima - um að bólusetja þurfi alla við Covid-19, taka upp bólusetningarskírteini og setja þá í farbann sem ekki eru bólusettir. Hér er um gríðarlega róttækar hugmyndir að ræða. Hugmyndir sem ættu undir öllum kringumstæðum að vekja upp vel ígrundaðar umræður. Umræður þessar þurfa ekki síst að snúast um rétt ríkisvalds til inngripa í líf þegnanna og persónufrelsi. Yrðu athafnir sem þessar leiddar í lög í landinu væri um mestu skerðingu á persónufrelsi í sögu lýðveldisins að ræða. Grundvallarspurningin sem svara þarf er: Er það á valdi ríkisins að ákveða hvaða lyf þegnarnir taka? Ef svarið við þeirri spurningu er „já“ er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi tekið grundvallar breytingum og mun aldrei verða samt aftur. Og þá vaknar spurningin: Viljum við búa í slíku samfélagi? Ef ríkisvaldið getur ákveðið hvaða lyf við eigum að taka – hvar endar þá valdsvið þess? Mikilvægt er að við sem þjóð svörum þessum spurningum fyrir okkur sjálf – óháð því hvernig aðrar þjóðir svara þeim. Málið er of stórt til þess að við getum í blindni elt aðra án gagnrýnnar umræðu og ígrundunar. Uppsprettan og óvissan Það vekur óneitanlega furðu hvernig ólíklegasta fólk, allt frá þjóðarleiðtogum til milljarðarmæringa og tölvunörda, stígur nú fram og talar fyrir þessum hugmyndum. Þetta fólk virðist ætla að skauta algjörlega framhjá þessum grundvallar lýðræðisspurningum sem hugmyndin ræðst gegn. Að sama skapi er fjölda praktískra spurninga ósvarað á þessu stigi s.s. um vírusinn, bóluefnið og þessi bólusetningarskírteini. Málsvarar hugmyndanna ætlast þannig til að við samþykkjum þessar feykilega róttæku hugmyndir án allrar umræðu og án þess að vita í raun mikið um málið. Drífa þetta í gegn því nú er neyðarástand. Hljómar svolítið eins og beint úr handbók úlfanna. Aldrei láta alvarlegt neyðarástand fara til spillis. Úlfar í sauðagæru Á tímum sem þessum, frammi fyrir spurningum sem þessum - er nauðsynlegt að reyna að átta sig á hvar hagsmunirnir liggja – follow the money – eins þeir segja í útlandinu. Ljóst má vera að bólusetning heimsbyggðarinnar og gerð viðeigandi skírteina – væntanlega rafrænna – mun velta svo háum upphæðum að fæst okkar eigum auðvelt með að átta okkur á slíkum tölum. Einhverjir eiga því eftir að græða vel á aðgerðunum. Úlfarnir. En úlfarnir eru löngu búnir að læra að kasta yfir sig sauðagærunni. Sauðagæran í þessu tilviki er öryggi almennings og almannaheill. Við gerum vel í að bergmála ekki hugsunarlaust þessa möntru úlfanna – heldur hugsa málið vel og kalla eftir umræðum og öllum nauðsynlegum upplýsingum. Á sama tíma er skynsamlegt að gaumgæfa vel hvernig samfélag við viljum byggja. Viljum við byggja samfélag þar sem líkamar okkar eru í raun eign ríkisins því við höfum ekki ráðstöfunarvald yfir þeim lengur? Úlfarnir vita hvað þeir vilja – og þeir láta aldrei alvarlegt neyðarástand fara til spillis. Og eins alltaf og í öllu – eru það þeir sem eru með skýrasta viljan sem verða ofaná. Hvað viljum við Íslendingar? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Neyðarástand „Aldrei láta alvarlegt neyðarástand fara til spillis” – sagði Rahm Emanuel fyrrum ráðgjafi Barack Obama einhverju sinni og útskýrði mál sitt þannig að þá væri hægt að gera hluti sem áður hefði ekki verið hægt að gera. Í bók sinni Shock Doctrine rakti Naomi Klein hvernig þessi hugmyndafræði hefur verið notuð af kapitalistum – með aðstoð velviljaðra stjórnmálaafla - til koma lagabreytingum í gegn sem almenningur hefði ekki samþykkt annars. Hugmyndin gengur út á að í neyðarástandinu beinist öll athygli almennings – og líkamleg og tilfinningaleg orka – að neyðinni sem um ræðir og því er ólíklegt að um verulega mótstöðu verði að ræða. Saul Alinsky lýsti sömu hugmyndafræði löngu fyrr í bókinni Rules for Radicals en þá var hann að tala um hvernig hægt væri að innleiða alræðisstjórn byggða á kommunískum grunni. Líklegt má telja að hér sé í raun um hugmyndafræði sem allir geta nýtt sér – hafi þeir til þess næg völd – pólitísk eða efnahagsleg - og séu þannig þenkjandi. Úlfarnir renna á blóðið. Tími úlfanna Óhætt er að segja að við séum að upplifa neyðarástand á hnattrænum skala þessa dagana. Af þessum sökum er afar mikilvægt að við – sem þjóð ekki síður en ráðamenn - rösum ekki um ráð fram heldur reynum eftir megni að taka vel ígrundaðar ákvarðanir – minnug þess að nú er tími úlfanna. Úlfarnir munu reyna allt sem þeir geta til að koma róttækum breytingum í lög - til þess eins að þeir sjálfir hagnist. Íslenskt samfélag Tilefni þessara skrifa sú umræða sem nú er að fara af stað um allan heim – og þá um leið hér heima - um að bólusetja þurfi alla við Covid-19, taka upp bólusetningarskírteini og setja þá í farbann sem ekki eru bólusettir. Hér er um gríðarlega róttækar hugmyndir að ræða. Hugmyndir sem ættu undir öllum kringumstæðum að vekja upp vel ígrundaðar umræður. Umræður þessar þurfa ekki síst að snúast um rétt ríkisvalds til inngripa í líf þegnanna og persónufrelsi. Yrðu athafnir sem þessar leiddar í lög í landinu væri um mestu skerðingu á persónufrelsi í sögu lýðveldisins að ræða. Grundvallarspurningin sem svara þarf er: Er það á valdi ríkisins að ákveða hvaða lyf þegnarnir taka? Ef svarið við þeirri spurningu er „já“ er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi tekið grundvallar breytingum og mun aldrei verða samt aftur. Og þá vaknar spurningin: Viljum við búa í slíku samfélagi? Ef ríkisvaldið getur ákveðið hvaða lyf við eigum að taka – hvar endar þá valdsvið þess? Mikilvægt er að við sem þjóð svörum þessum spurningum fyrir okkur sjálf – óháð því hvernig aðrar þjóðir svara þeim. Málið er of stórt til þess að við getum í blindni elt aðra án gagnrýnnar umræðu og ígrundunar. Uppsprettan og óvissan Það vekur óneitanlega furðu hvernig ólíklegasta fólk, allt frá þjóðarleiðtogum til milljarðarmæringa og tölvunörda, stígur nú fram og talar fyrir þessum hugmyndum. Þetta fólk virðist ætla að skauta algjörlega framhjá þessum grundvallar lýðræðisspurningum sem hugmyndin ræðst gegn. Að sama skapi er fjölda praktískra spurninga ósvarað á þessu stigi s.s. um vírusinn, bóluefnið og þessi bólusetningarskírteini. Málsvarar hugmyndanna ætlast þannig til að við samþykkjum þessar feykilega róttæku hugmyndir án allrar umræðu og án þess að vita í raun mikið um málið. Drífa þetta í gegn því nú er neyðarástand. Hljómar svolítið eins og beint úr handbók úlfanna. Aldrei láta alvarlegt neyðarástand fara til spillis. Úlfar í sauðagæru Á tímum sem þessum, frammi fyrir spurningum sem þessum - er nauðsynlegt að reyna að átta sig á hvar hagsmunirnir liggja – follow the money – eins þeir segja í útlandinu. Ljóst má vera að bólusetning heimsbyggðarinnar og gerð viðeigandi skírteina – væntanlega rafrænna – mun velta svo háum upphæðum að fæst okkar eigum auðvelt með að átta okkur á slíkum tölum. Einhverjir eiga því eftir að græða vel á aðgerðunum. Úlfarnir. En úlfarnir eru löngu búnir að læra að kasta yfir sig sauðagærunni. Sauðagæran í þessu tilviki er öryggi almennings og almannaheill. Við gerum vel í að bergmála ekki hugsunarlaust þessa möntru úlfanna – heldur hugsa málið vel og kalla eftir umræðum og öllum nauðsynlegum upplýsingum. Á sama tíma er skynsamlegt að gaumgæfa vel hvernig samfélag við viljum byggja. Viljum við byggja samfélag þar sem líkamar okkar eru í raun eign ríkisins því við höfum ekki ráðstöfunarvald yfir þeim lengur? Úlfarnir vita hvað þeir vilja – og þeir láta aldrei alvarlegt neyðarástand fara til spillis. Og eins alltaf og í öllu – eru það þeir sem eru með skýrasta viljan sem verða ofaná. Hvað viljum við Íslendingar? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun