OPEC-ríkin ná sögulegu samkomulagi um samdrátt í olíuframleiðslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 11:00 Orkumálaráðherrar OPEC-ríkjanna og annarra samstarfsríkja höfðu fundað stíft í gegnum fjarfundabúnað áður en samkomulagið var í höfn. AP OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja auk annarra samstarfsríkja með Rússland í fararbroddi, hafa komist að samkomulagi um að draga verulega úr olíuframleiðslu til að reyna að stemma stigu við lækkun olíuverðs. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið að undanförnu vegna kórónuveirufaraldursins og verðstríðs Rússa og Sádi Araba. Samkomulagið er sögulegt en með því er leitast við að ná olíuverði upp að nýju. Framleiðsla gæti dregist saman um allt að 20% með samkomulaginu að því er fréttastofa Reuters greinir frá. Eftirspurn eftir olíu hefur hríðfallið vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verð til víðs vegar um heim vegna kórónuverufaraldursins sem hefur leitt til mikillar lækkunar olíuverðs. OPEC-ríkin auk samstarfsríkja komust að samkomulagi um að framleiðsla verði dregin saman um sem nemur 9,7 milljónum tunna á dag í maí og í júní, eftir fjögurra daga viðræður í gegnum fjarfundi og í framhaldi af miklum þrýstingi frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Olíuframleiðendur í Bandaríkjunum eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum faraldursins vegna þess hve kostnaðarsöm framleiðslan er þar í landi. Gert er ráð fyrir að dregið verið úr aðgerðunum í skrefum eftir lok júnímánaðar en framleiðslan verði þó ekki komin aftur í samt horf fyrr en í apríl 2022. Samdrátturinn sem samkomulagið gerir ráð fyrir er sá mesti í sögunni eða fjórum sinnum meiri en árið 2008. Bensín og olía Markaðir Bandaríkin Sádi-Arabía Rússland Utanríkismál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja auk annarra samstarfsríkja með Rússland í fararbroddi, hafa komist að samkomulagi um að draga verulega úr olíuframleiðslu til að reyna að stemma stigu við lækkun olíuverðs. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið að undanförnu vegna kórónuveirufaraldursins og verðstríðs Rússa og Sádi Araba. Samkomulagið er sögulegt en með því er leitast við að ná olíuverði upp að nýju. Framleiðsla gæti dregist saman um allt að 20% með samkomulaginu að því er fréttastofa Reuters greinir frá. Eftirspurn eftir olíu hefur hríðfallið vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verð til víðs vegar um heim vegna kórónuverufaraldursins sem hefur leitt til mikillar lækkunar olíuverðs. OPEC-ríkin auk samstarfsríkja komust að samkomulagi um að framleiðsla verði dregin saman um sem nemur 9,7 milljónum tunna á dag í maí og í júní, eftir fjögurra daga viðræður í gegnum fjarfundi og í framhaldi af miklum þrýstingi frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Olíuframleiðendur í Bandaríkjunum eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum faraldursins vegna þess hve kostnaðarsöm framleiðslan er þar í landi. Gert er ráð fyrir að dregið verið úr aðgerðunum í skrefum eftir lok júnímánaðar en framleiðslan verði þó ekki komin aftur í samt horf fyrr en í apríl 2022. Samdrátturinn sem samkomulagið gerir ráð fyrir er sá mesti í sögunni eða fjórum sinnum meiri en árið 2008.
Bensín og olía Markaðir Bandaríkin Sádi-Arabía Rússland Utanríkismál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira