Handbolti

Þriðji pistill Kára úr bílskúrnum svaraði spurningunni sem allir hafa verið að spyrja sig að

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Kristján og krossinn frægi.
Kári Kristján og krossinn frægi. mynd/s2s

Innslög Kára Kristjáns Kristjánssonar úr bílskúrnum heima í Vestmannaeyjum hafa vakið mikla athygli í Sportinu í dag. Þriðja innslagið var sýnt í þætti dagsins þar sem hann svaraði ýmsum spurningum.

Kári Kristján fjallaði um ógæfuna og fór meðal annars í gegnum þá leikmenn sem unnu aldrei stóra titla í bæði NBA og NFL-deildinni. Næst barst talið að krossinum sem hefur verið bak við Kára í síðustu innslögum.

Kári greindist með kórónuveiruna á dögunum og hefur verið í einangrun heima í Eyjum en hann hefur verið til viðtals og sent inn skemmtilega pistla í Sportið í dag. Bak við línutröllið hefur ákveðinn kross vakið athygli og Kári svaraði þeirri spurningu í þætti dagsins.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportið í dag - Kári í skúrnum þáttur 3

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.