Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Viðar Ólason skrifar 10. apríl 2020 09:00 Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. Íslenski fiskiskipaflotinn telur um 1300 skip og báta af öllum stærðum og gerðum. Löndunarhafnir landsins eru hátt í sextíu talsins og er landað yfir milljón tonnum af fiski árlega með löndunum sem hlaupa á tugum þúsunda. Í því skyni að viðhafa árangursríkt eftirlit hefur Fiskistofa nýtt sér þá tækni sem í boði er og rúmast innan lagaramma sem stofnunni er settur á hverjum tíma. Fiskistofa hefur frá árinu 2013 beitt hugbúnaðargreind til að gera veiðieftirlit sitt áhættumiðað, til að sinnt sé réttum verkefnum á réttum tíma á réttum stað og út frá áhættu. Prófanir á fjareftirliti við grásleppuveiðar með langdrægum sjónaukum sem hægt er að taka upp myndefni á hafa farið fram og einnig samstarf með Landhelgisgæslu Íslands með drónaeftirlit. Gögn sem Fiskistofa aflar bæði til sjós og lands benda til að hegðun og niðurstaða við veiðar og vigtun er of oft önnur þegar eftirlit er viðhaft í samanburði við þegar eftirlit er ekki til staðar. En hvernig byggjum við upp traust og gagnsæi við fiskveiðar og vigtun afla til framtíðar? Gögn frá mörgum þeim löndum sem hafa farið í tilraunaverkefni með rafrænt myndavélaeftirlit sýna sambærilegar niðurstöður í frávikum í fjölda landaðara tegunda og Fiskistofa fær eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð í veiðiferð eða ekki. Þær aðferðir sem viðhafðar eru í dag við framkvæmd veiðieftirlits verða að breytast ef viðunandi árangur á að nást. Ef horft er til þeirra bjarga, þrátt fyrir hagnýtingu tæknibúnaðar og hugbúnaðargreindarbúnaðs sem Fiskistofa nýtir við eftirlitsstörf í dag, er það ljóst að sækja þarf fram, hefðbundnar leiðir til eftirlits, svo sem viðvera eftirlitsmanna á vettvangi, á sjó og við yfirstöður við endurvigtun, skila ófullnægjandi árangri. Fiskistofa hefur hug á að innleiða notkun upptökubúnaðar og nema með myndgreiningarhugbúnaði við eftirlitsstörf, tilgangur þess eftirlits er að sporna við brottkasti og vigtunarsvindli.. Á næstunni verður sent erindi til Persónuverndar um beiðni um heimild til rafræns eftirlits, verði sú heimild veitt er ljóst að verkefnið verður hagkvæmara í framkvæmd, bæði hvað varðar kostnað, dekkun eftirlits og með því rækja betur skyldur Fiskistofu sem eru bundin í lög. Þegar litið er til lengri tíma þá gerir Fiskistofa ráð fyrir að rafrænt eftirlit stuðli enn frekar að sjálfbærum veiðum og muni veita aðilum í sjávarútvegi áþreifanlegan markaðslegan og rekstrarlegan ávinning sem og tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Höfundur er deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. Íslenski fiskiskipaflotinn telur um 1300 skip og báta af öllum stærðum og gerðum. Löndunarhafnir landsins eru hátt í sextíu talsins og er landað yfir milljón tonnum af fiski árlega með löndunum sem hlaupa á tugum þúsunda. Í því skyni að viðhafa árangursríkt eftirlit hefur Fiskistofa nýtt sér þá tækni sem í boði er og rúmast innan lagaramma sem stofnunni er settur á hverjum tíma. Fiskistofa hefur frá árinu 2013 beitt hugbúnaðargreind til að gera veiðieftirlit sitt áhættumiðað, til að sinnt sé réttum verkefnum á réttum tíma á réttum stað og út frá áhættu. Prófanir á fjareftirliti við grásleppuveiðar með langdrægum sjónaukum sem hægt er að taka upp myndefni á hafa farið fram og einnig samstarf með Landhelgisgæslu Íslands með drónaeftirlit. Gögn sem Fiskistofa aflar bæði til sjós og lands benda til að hegðun og niðurstaða við veiðar og vigtun er of oft önnur þegar eftirlit er viðhaft í samanburði við þegar eftirlit er ekki til staðar. En hvernig byggjum við upp traust og gagnsæi við fiskveiðar og vigtun afla til framtíðar? Gögn frá mörgum þeim löndum sem hafa farið í tilraunaverkefni með rafrænt myndavélaeftirlit sýna sambærilegar niðurstöður í frávikum í fjölda landaðara tegunda og Fiskistofa fær eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð í veiðiferð eða ekki. Þær aðferðir sem viðhafðar eru í dag við framkvæmd veiðieftirlits verða að breytast ef viðunandi árangur á að nást. Ef horft er til þeirra bjarga, þrátt fyrir hagnýtingu tæknibúnaðar og hugbúnaðargreindarbúnaðs sem Fiskistofa nýtir við eftirlitsstörf í dag, er það ljóst að sækja þarf fram, hefðbundnar leiðir til eftirlits, svo sem viðvera eftirlitsmanna á vettvangi, á sjó og við yfirstöður við endurvigtun, skila ófullnægjandi árangri. Fiskistofa hefur hug á að innleiða notkun upptökubúnaðar og nema með myndgreiningarhugbúnaði við eftirlitsstörf, tilgangur þess eftirlits er að sporna við brottkasti og vigtunarsvindli.. Á næstunni verður sent erindi til Persónuverndar um beiðni um heimild til rafræns eftirlits, verði sú heimild veitt er ljóst að verkefnið verður hagkvæmara í framkvæmd, bæði hvað varðar kostnað, dekkun eftirlits og með því rækja betur skyldur Fiskistofu sem eru bundin í lög. Þegar litið er til lengri tíma þá gerir Fiskistofa ráð fyrir að rafrænt eftirlit stuðli enn frekar að sjálfbærum veiðum og muni veita aðilum í sjávarútvegi áþreifanlegan markaðslegan og rekstrarlegan ávinning sem og tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Höfundur er deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar