Skoðun

Heil­brigðis­herinn okkar

Erna Guðmundsdóttir skrifar

Það er eins og við séum í stríði. Stríði við ósýnilegan aðila þar sem fá vopn koma okkur til varnar og allt traust okkar hvílir á heilbrigðishernum okkar. Við erum að tala um stéttir eins og þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, sjúkraþjálfara, náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu, lífeindafræðinga, sjúkraliða, lækna, læknaritara, starfsmenn í umönnun, starfsmenn í þrifum og sjúkraflutningamenn sem gera skyldu sína í samræmi við menntun sína og þjálfun. Heilbrigðisstarfsmönnum er lögum samkvæmt ekki skylt að veita hjálp ef þeir stofna með því lífi eða heilbrigði sínu í háska. Við sem heima sitjum sjáum hins vegar þessar stéttir og fleiri, stofna lífi sínu og heilbrigði í háska hverja einustu mínútu. Við sjáum myndir af okkar heilbrigðisher klæða sig upp í herklæði og mæta óvininum þótt það geti stofnað lífi og heilbrigði þeirra og jafnvel aðstandenda í háska. Starfsfólk mætir til starfa, sinnir sínum hlutverkum og teygir sig í flestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um því aðstæður krefjast þess. Það fer heim dauðþreytt á líkama og sál með för í andliti og stundum laskað á sálinni. Samt ánægt að hafa lagt sitt af mörkum. Í búsetuþjónustu fyrir fatlaða er staðinn vörður um að heimilisfólk sé ekki útsett fyrir smitum.

Hjálpum heilbrigðishernum okkar sama hvaða hlutverki þau gegna. Drögum úr álagi á þau. Við sem erum ekki í fremstu víglínugetum lagt okkar hönd á plóginn með því einu að vera heima og ferðast innanhúss. Þau geta það ekki en við hin getum það. „Ég hlýði Víði“. En þú?

Höfundur er framkvæmdastjóri BHM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Skoðun

Stress

Gunnar Dan Wiium skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.