Veiðivottorð mikilvæg fyrir afla á erlendan markað Þorsteinn Hilmarsson skrifar 29. maí 2020 08:30 Það verður æ mikilvægara að geta gert grein fyrir uppruna þess afla sem ætlunin er að selja á mörkuðum erlendis. Síðastliðin 10 ár hefur þurft að framvísa veiðivottorði með sjávarafurðum sem fara á markað innan Evrópusambandsins og nú eru komin 3 ár síðan skylt varð að framvísa sambærilegum vottorðum við innflutning þorsks á Bandaríkjamarkað. Þá fjölgar sífellt þeim löndum sem tekið hafa upp notkun vottorða Evrópusambandsins við leyfisveitingu á innflutningi sjávarafurða. Hér á Íslandi eru veiðivottorð gefin út af Fiskistofu og staðfesta þau að aflinn hafi verið löglega veiddur og skráður og komi úr veiðistofni sem lýtur marktækri fiskveiðistjórn sem stenst viðmið um sjálfbæra nýtingu. Fiskistofa gaf í fyrra út tæplega 37 þúsund slík vottorð. Ljóst er að án viðurkenndra veiðivottorða er hætt við að aðgangur að verðmætustu og mikilvægustu mörkuðum Íslendinga lokist á næstu árum. Einnig vinnur notkun þeirra gegn útflutningi á ólöglegum afla. Fiskistofa reið á vaðið í samningum við ESB Fiskistofa fyrir hönd Íslands var einn fyrsti aðili til að koma á fót veiðivottorðakerfi á grundvelli tvíhliðasamnings við ESB. Sett var upp rafrænt kerfi þar sem seljendur skrá upplýsingar um útflutning afurða og tilgreina úr hvaða löndunum aflinn kemur. Fram fer sjálfvirk athugun í kerfinu á hvort upplýsingarnar stemmi við gagnagrunna Fiskistofu. Þegar svo reynist verður vottorðið til í tölvu útflytjandans sem sendir það með öðrum útflutningsskjölum vörunnar. Fiskistofa hefur það megin hlutverk að gæta að hagsmunum þjóðarinnar við ábyrga nýtingu hafs og vatna. Því teljum við mikilvægt að sofna ekki á verðinum heldur sýna fyrirhyggju í þessu mikla hagsmunamáli með því að þróa áfram það ágæta vottorðakerfi sem nýst hefur útflytjendum vel undanfarinn áratug og um leið tryggja ábyrgar veiðar og nýtingu. Nú rekur Fiskistofa allan afla rafrænt frá löndun og útgerð til fiskvinnslu (með viðkomu á fiskmarkaði þegar því er að skipta). Skráð er hvernig aflinn er unninn sem og hvert hann er fluttur út. Öll aflaskráning rafræn Með tilkomu smáforrits (apps) í snjallsíma eiga allar afladagbækur íslenska flotans að verða orðnar rafrænar í haust. Þar með verður mögulegt að rekja aflann ekki aðeins frá löndun til útflutnings afurða, heldur frá veiðiferð fiskiskipsins. Fiskistofa hefur hafið vinnu við að undirbúa nýtt veiðivottorðakerfi sem gera á útflytjendum og markaðsfyrirtækjum þeirra mögulegt að nýta rekjanleikann við markaðssetningu. Kerfið verður einnig þannig úr garði gert að það geti tengst nýju vottorðakerfi ESB og öðrum þegar innflutningsríkin bjóða upp á það. Höfundur er sviðsstjóri Fiskistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það verður æ mikilvægara að geta gert grein fyrir uppruna þess afla sem ætlunin er að selja á mörkuðum erlendis. Síðastliðin 10 ár hefur þurft að framvísa veiðivottorði með sjávarafurðum sem fara á markað innan Evrópusambandsins og nú eru komin 3 ár síðan skylt varð að framvísa sambærilegum vottorðum við innflutning þorsks á Bandaríkjamarkað. Þá fjölgar sífellt þeim löndum sem tekið hafa upp notkun vottorða Evrópusambandsins við leyfisveitingu á innflutningi sjávarafurða. Hér á Íslandi eru veiðivottorð gefin út af Fiskistofu og staðfesta þau að aflinn hafi verið löglega veiddur og skráður og komi úr veiðistofni sem lýtur marktækri fiskveiðistjórn sem stenst viðmið um sjálfbæra nýtingu. Fiskistofa gaf í fyrra út tæplega 37 þúsund slík vottorð. Ljóst er að án viðurkenndra veiðivottorða er hætt við að aðgangur að verðmætustu og mikilvægustu mörkuðum Íslendinga lokist á næstu árum. Einnig vinnur notkun þeirra gegn útflutningi á ólöglegum afla. Fiskistofa reið á vaðið í samningum við ESB Fiskistofa fyrir hönd Íslands var einn fyrsti aðili til að koma á fót veiðivottorðakerfi á grundvelli tvíhliðasamnings við ESB. Sett var upp rafrænt kerfi þar sem seljendur skrá upplýsingar um útflutning afurða og tilgreina úr hvaða löndunum aflinn kemur. Fram fer sjálfvirk athugun í kerfinu á hvort upplýsingarnar stemmi við gagnagrunna Fiskistofu. Þegar svo reynist verður vottorðið til í tölvu útflytjandans sem sendir það með öðrum útflutningsskjölum vörunnar. Fiskistofa hefur það megin hlutverk að gæta að hagsmunum þjóðarinnar við ábyrga nýtingu hafs og vatna. Því teljum við mikilvægt að sofna ekki á verðinum heldur sýna fyrirhyggju í þessu mikla hagsmunamáli með því að þróa áfram það ágæta vottorðakerfi sem nýst hefur útflytjendum vel undanfarinn áratug og um leið tryggja ábyrgar veiðar og nýtingu. Nú rekur Fiskistofa allan afla rafrænt frá löndun og útgerð til fiskvinnslu (með viðkomu á fiskmarkaði þegar því er að skipta). Skráð er hvernig aflinn er unninn sem og hvert hann er fluttur út. Öll aflaskráning rafræn Með tilkomu smáforrits (apps) í snjallsíma eiga allar afladagbækur íslenska flotans að verða orðnar rafrænar í haust. Þar með verður mögulegt að rekja aflann ekki aðeins frá löndun til útflutnings afurða, heldur frá veiðiferð fiskiskipsins. Fiskistofa hefur hafið vinnu við að undirbúa nýtt veiðivottorðakerfi sem gera á útflytjendum og markaðsfyrirtækjum þeirra mögulegt að nýta rekjanleikann við markaðssetningu. Kerfið verður einnig þannig úr garði gert að það geti tengst nýju vottorðakerfi ESB og öðrum þegar innflutningsríkin bjóða upp á það. Höfundur er sviðsstjóri Fiskistofu.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar