Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2020 19:20 Flugvélafloti Icelandair er meira og minna allur á jörðu niðri þessa dagana og líkur á miklum samdrætti í flugáætlun félagsins í sumar. Vísr/Vilhelm Mikil skerðing verður á framboði í áætlun Icelandair í sumar og komið gæti til frekari uppsagna hjá félaginu. Stjórnendur leita nú leiða til að bæta lausafjárstöðuna sem gengið hefur á síðustu vikurnar og nálgast lágmarksviðmið félagsins. Áætlanir allra flugfélaga í heiminum hafa raskast mjög mikið eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það á einnig við um Icelandair. Floti félagsins er nánast allur kyrrsettur um þessar mundir. Á þessu tímabili sem nú stendur yfir hafa áætlanir farið undir tíu prósent af því sem áður var gengið út frá og horfur fyrir sumarið eru ekki góðar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir óvissuna mikla og stöðuna breytast frá degi til dags. Ef kórónukrísan dragist á langinn kunni að þurfa að segja fleiri starfsmönnum upp.Stöð 2/Sigurjón Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið nú undirbúa að skera leiðarkerfið niður um að minnsta kosti fjórðung á komandi sumri. „En búum okkur undir í rauninni enn meiri samdrátt ef bókunarglugginn opnast ekkert fyrr en langt er liðið á sumarið. Við erum að reyna að búa okkur undir verstu stöðu en hafa jafnframt svigrúm til að stökkva af stað ef staðan verður betri," segir Bogi Nils. Tvö hundruð og fjörtíu manns var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku, starfshlutfall lækkað hjá rúmlega 90 prósent annarra starfsmanna og laun þeirra sem eftir eru í fullu starfi lækkuð um tugi prósenta. „Staðan er í rauninni að breytast á hverjum degi. Óvissan er alltaf mjög mikil og ef teygir á óvissuástandinu þurfum við klárlega að grípa til frekari aðgerða í okkar rekstri. Það er því miður þannig," segir forstjóri Icelandair Group. Icelandair sagði upp 240 manns í síðustu viku og yfir níútíu prósent annarra starfsmanna fóru í lækkað starfshlutfall og hlutabætur. Hugsanlega verður fleiri sagt upp dragist kórónukrísan á langinn.Vísr/Vilhelm Icelandair hefur leitað til Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankans um leiðir til að styrkja fjárhag félagsins enn frekar. Farið er að draga á lausafé sem stjórnendur vilja að sé um 29 milljarðar króna (200 milljónir dollara) hverju sinni. Félagið ætli að koma sterkt út og án ríkisaðstoðar þegar ástandið færist í eðlilegt horf. „En ekki frekar en önnur félög þá þolum við ekki endalaust að vera í algerum tekjubresti og erum því að bregðast við því með því að fara í þessa endurskipulagninu á okkar efnahagsreikningi og ætlum að styrkja hann," segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13 Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Mikil skerðing verður á framboði í áætlun Icelandair í sumar og komið gæti til frekari uppsagna hjá félaginu. Stjórnendur leita nú leiða til að bæta lausafjárstöðuna sem gengið hefur á síðustu vikurnar og nálgast lágmarksviðmið félagsins. Áætlanir allra flugfélaga í heiminum hafa raskast mjög mikið eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það á einnig við um Icelandair. Floti félagsins er nánast allur kyrrsettur um þessar mundir. Á þessu tímabili sem nú stendur yfir hafa áætlanir farið undir tíu prósent af því sem áður var gengið út frá og horfur fyrir sumarið eru ekki góðar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir óvissuna mikla og stöðuna breytast frá degi til dags. Ef kórónukrísan dragist á langinn kunni að þurfa að segja fleiri starfsmönnum upp.Stöð 2/Sigurjón Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið nú undirbúa að skera leiðarkerfið niður um að minnsta kosti fjórðung á komandi sumri. „En búum okkur undir í rauninni enn meiri samdrátt ef bókunarglugginn opnast ekkert fyrr en langt er liðið á sumarið. Við erum að reyna að búa okkur undir verstu stöðu en hafa jafnframt svigrúm til að stökkva af stað ef staðan verður betri," segir Bogi Nils. Tvö hundruð og fjörtíu manns var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku, starfshlutfall lækkað hjá rúmlega 90 prósent annarra starfsmanna og laun þeirra sem eftir eru í fullu starfi lækkuð um tugi prósenta. „Staðan er í rauninni að breytast á hverjum degi. Óvissan er alltaf mjög mikil og ef teygir á óvissuástandinu þurfum við klárlega að grípa til frekari aðgerða í okkar rekstri. Það er því miður þannig," segir forstjóri Icelandair Group. Icelandair sagði upp 240 manns í síðustu viku og yfir níútíu prósent annarra starfsmanna fóru í lækkað starfshlutfall og hlutabætur. Hugsanlega verður fleiri sagt upp dragist kórónukrísan á langinn.Vísr/Vilhelm Icelandair hefur leitað til Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankans um leiðir til að styrkja fjárhag félagsins enn frekar. Farið er að draga á lausafé sem stjórnendur vilja að sé um 29 milljarðar króna (200 milljónir dollara) hverju sinni. Félagið ætli að koma sterkt út og án ríkisaðstoðar þegar ástandið færist í eðlilegt horf. „En ekki frekar en önnur félög þá þolum við ekki endalaust að vera í algerum tekjubresti og erum því að bregðast við því með því að fara í þessa endurskipulagninu á okkar efnahagsreikningi og ætlum að styrkja hann," segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13 Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13
Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37
Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33