Sorg á tíma samkomubanns Anna Lísa Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2020 15:30 Að syrgja er einmanalegt undir venjulegum kringumstæðum, að syrgja á þessum tíma samkomubanns er einangrandi. Jarðarfarir eru fyrir eftirlifendur – en núna þurfa nánustu vandamenn að velja að hámarki 20 manns með sér í athöfnina og sitja langt frá hvert öðru. Það er fámenn jarðarför, ef hún er þá haldin og syrgjendur geta ekki faðmað eða fengið faðmlög. Þannig missa syrgjendur ekki bara ástvin, en einnig nándina og dýrmæta kveðjustund sem er mikilvæg í sorgarúrvinnslu. Ástvinamissir Aðstæður syrgjenda hafa á nokkrum vikum breyst til muna, en það breytir því ekki að það þarf að læra að lifa með sorginni. Til þess að koma til móts við syrgjendur á þessum tíma hefur Sorgarmiðstöð stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir þau sem misst hafa ástvin. Við viljum gefa syrgjendum tækfæri í öruggu umhverfi til að ræða og deila reynslu af missinum. Það að tjá tilfinningar sínar í hópi sem skilur hvernig þér líður er mikils virði og að hjálpa syrgjendum að læra að lifa við missinn í algjörlega breyttri tilveru - er það sem við stefnum að í Sorgarmiðstöð. Hægt er að finna hópinn á facebook. Aðstandendur Það er hægt að sýna syrgjendum hugulsemi og nánd þrátt fyrir kringumstæðurnar. Það má nota tæknina til þess að vera í sambandi, hringja eða nota myndsímtöl, því það getur verið gott að spjalla augliti til auglitis. Það minnir syrgjendur á að þau eru ekki ein, þótt það sé ekki líkamleg nánd til staðar. Aðstandendur og vinir geta stutt syrgjendur í að minnast ástvinar, til dæmis er hægt að skoða myndaalbúm í myndsímtali og minnast skemmtilegra augnablika. Einnig er hægt að skrifa niður minningar um hinn látna og senda í bréfi eða í textaskilaboðum. Þótt fátt komi í stað nándar getur það hjálpað að finna að það er verið að hugsa til þeirra sem syrgja og þegar hægt er að hittast í eigin persónu aftur er stutt í nándina og úrvinnslu sorgar saman. Með því að styðja þann sem syrgir núna, sýna samhug og samkennd í verki, með skilaboðum, hringingum eða blómasendingum, matarsendingum eða hverju öðru sem gæti minnt syrgjandann á að aðstandandinn eða vinur er til staðar, skapast nánd og minningar sem munu orna langt fram eftir. Höfundur er í stjórn Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Anna Lísa Björnsdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Að syrgja er einmanalegt undir venjulegum kringumstæðum, að syrgja á þessum tíma samkomubanns er einangrandi. Jarðarfarir eru fyrir eftirlifendur – en núna þurfa nánustu vandamenn að velja að hámarki 20 manns með sér í athöfnina og sitja langt frá hvert öðru. Það er fámenn jarðarför, ef hún er þá haldin og syrgjendur geta ekki faðmað eða fengið faðmlög. Þannig missa syrgjendur ekki bara ástvin, en einnig nándina og dýrmæta kveðjustund sem er mikilvæg í sorgarúrvinnslu. Ástvinamissir Aðstæður syrgjenda hafa á nokkrum vikum breyst til muna, en það breytir því ekki að það þarf að læra að lifa með sorginni. Til þess að koma til móts við syrgjendur á þessum tíma hefur Sorgarmiðstöð stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir þau sem misst hafa ástvin. Við viljum gefa syrgjendum tækfæri í öruggu umhverfi til að ræða og deila reynslu af missinum. Það að tjá tilfinningar sínar í hópi sem skilur hvernig þér líður er mikils virði og að hjálpa syrgjendum að læra að lifa við missinn í algjörlega breyttri tilveru - er það sem við stefnum að í Sorgarmiðstöð. Hægt er að finna hópinn á facebook. Aðstandendur Það er hægt að sýna syrgjendum hugulsemi og nánd þrátt fyrir kringumstæðurnar. Það má nota tæknina til þess að vera í sambandi, hringja eða nota myndsímtöl, því það getur verið gott að spjalla augliti til auglitis. Það minnir syrgjendur á að þau eru ekki ein, þótt það sé ekki líkamleg nánd til staðar. Aðstandendur og vinir geta stutt syrgjendur í að minnast ástvinar, til dæmis er hægt að skoða myndaalbúm í myndsímtali og minnast skemmtilegra augnablika. Einnig er hægt að skrifa niður minningar um hinn látna og senda í bréfi eða í textaskilaboðum. Þótt fátt komi í stað nándar getur það hjálpað að finna að það er verið að hugsa til þeirra sem syrgja og þegar hægt er að hittast í eigin persónu aftur er stutt í nándina og úrvinnslu sorgar saman. Með því að styðja þann sem syrgir núna, sýna samhug og samkennd í verki, með skilaboðum, hringingum eða blómasendingum, matarsendingum eða hverju öðru sem gæti minnt syrgjandann á að aðstandandinn eða vinur er til staðar, skapast nánd og minningar sem munu orna langt fram eftir. Höfundur er í stjórn Sorgarmiðstöðvar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun