Skoðun

Undir­skrifta­söfnun og heims­vítt vopna­hlé

Böðvar Jónsson skrifar

Þessi pistinn er skrifaður til að vekja athygli á ákalli Aðalritara Sameinuðu þjóðanna um heimsvítt vopnahlé. Ein af þeim leiðum sem hann beitir til að afla þessu ákalli stuðnings er undirskriftasöfnun á netinu. Þetta er einstakt, aldrei áður hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna leitað til íbúa heimsins með þessum hætti og gefið þeim tækifæri til að styðja nokkurn málstað hvað þá svo mikilvægan sem þennan. Ég hef leyfi mér að líta á slíkt vopnahlé sem grunn að uppbyggingar mótvægi við niðurbrotið sem veiruáhlaupið veldur. Þetta er í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af að verið sé að kalla hermenn til starfa til að takast á við veiruvarnir eða afleiðingar veirusjúkdómsins. Mér finnst ráðamenn ættu að fylkja sér fagnandi bak við þetta ákall því ekki senda þeir þá hermenn á vígvöllinn sem eru að takast á við veiruvandann, eða flugmóðuskip sem eru óvirk vegna sýkingarinnar um borð

Þeir sem vilja styðja ákallið með undirskrift geta nálgast undirskriftasíðuna hér.

En hver er staðan varðandi framgang hins heimsvíða vopnahlés aðalritarans? Um það má lesa með því að opna slóðina. Núna eru t.d. 70 þjóðir búnar að svara kallinu.

Ég sé fyrir mér Aðalritarann í fylkingarbrjósti milljóna manna og kvenna sem styðja ákall hans, rétt eins og þeir sem fylktu liði að baki Gandhi á sinni tíð og Martin Luther King þegar hann ávarpaði sína stuðningsmenn „I have a dream“. Í dag er ekki minna undir við sjáum ekki fyrir endann á faraldrinum. Í dag erum við í stríði gegn veirunni en að því loknu þarf að endurreisa. Það eru og verða engar krónur afgangs í stríðsleiki.

Það myndi gleðja mig að sjá íslensk stjórnvöld styðja ákallið um vopnahlé bæði ein og sér og leggja til við NATO sem heild að gera slíkt hið sama.

Höfundur er lyfjafræðingur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.