Olnboguðu verksamninga eftir að öllum tilboðum var hafnað Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2020 17:07 Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, olnboga samningana að lokinni undirskrift í dag. Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Vegagerðin og Ístak undirrituðu í dag tvo verksamninga um smíði tveggja nýrra brúa á hringveginum á Suðausturlandi, yfir Kvíá í Öræfum og Brunná í Fljótshverfi, upp á samtals 590 milljónir króna. Þetta er liður í fækkun einbreiðra brúa á þjóðvegakerfinu og eiga báðar að vera tilbúnar fyrir 1. nóvember í haust. Athygli vakti að samningar voru ekki handsalaðir að lokinni undirskrift, heldur „olnbogaðir“ vegna kórónufaraldursins. Þeir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, rétt létu olnbogana snertast í stað þess að takast í hendur, eins og venjan hefur verið við athafnir sem þessar. Með þessari undirskrift er Ístak komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Þá var handspritt haft til taks á undirskriftarborðinu og aðrir viðstaddir dreifðu sér um fundarsal Vegagerðarinnar og höfðu langt bil á milli sín. Verkin voru bæði boðin út í haust og tilboð opnuð í nóvember. Hér má sjá tilboðin í Kvíá og hér má sjá tilboðin í Brunná. Vegagerðin taldi þau of há og hafnaði þeim öllum, að sögn Óskars. Þess í stað hóf Vegagerðin samningaviðræður við tvo lægstbjóðendur og varð niðurstaðan sú að semja við Ístak. Frá undirritun í fundarsal Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Verksamningurinn um Kvíá hljóðar upp á 430 milljónir króna en þar á jafnframt að leggja tengiveg að áningarstað og leiðigarð að brú, ásamt því að rífa núverandi brú. Samningurinn um Brunná hljóðar upp á 160 milljónir króna. Áður hafði Vegagerðin samið við Ístak um smíði tveggja annarra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá, en þar var Ístak lægstbjóðandi, bauð 770 milljónir króna. Þar eru verklok áætluð í mars 2021. Ístak er þannig komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna. Sjá einnig hér: Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit Það blés raunar ekki byrlega síðastliðið sumar hjá Vegagerðinni þegar hún bauð út brúasmíðina yfir Steinavötn og Fellsá, stærsta brúarverkefni ársins, en þá barst ekkert tilboð, eins og greint var frá í þessari frétt: Samgöngur Hornafjörður Skaftárhreppur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vegagerðin og Ístak undirrituðu í dag tvo verksamninga um smíði tveggja nýrra brúa á hringveginum á Suðausturlandi, yfir Kvíá í Öræfum og Brunná í Fljótshverfi, upp á samtals 590 milljónir króna. Þetta er liður í fækkun einbreiðra brúa á þjóðvegakerfinu og eiga báðar að vera tilbúnar fyrir 1. nóvember í haust. Athygli vakti að samningar voru ekki handsalaðir að lokinni undirskrift, heldur „olnbogaðir“ vegna kórónufaraldursins. Þeir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, rétt létu olnbogana snertast í stað þess að takast í hendur, eins og venjan hefur verið við athafnir sem þessar. Með þessari undirskrift er Ístak komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Þá var handspritt haft til taks á undirskriftarborðinu og aðrir viðstaddir dreifðu sér um fundarsal Vegagerðarinnar og höfðu langt bil á milli sín. Verkin voru bæði boðin út í haust og tilboð opnuð í nóvember. Hér má sjá tilboðin í Kvíá og hér má sjá tilboðin í Brunná. Vegagerðin taldi þau of há og hafnaði þeim öllum, að sögn Óskars. Þess í stað hóf Vegagerðin samningaviðræður við tvo lægstbjóðendur og varð niðurstaðan sú að semja við Ístak. Frá undirritun í fundarsal Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson. Verksamningurinn um Kvíá hljóðar upp á 430 milljónir króna en þar á jafnframt að leggja tengiveg að áningarstað og leiðigarð að brú, ásamt því að rífa núverandi brú. Samningurinn um Brunná hljóðar upp á 160 milljónir króna. Áður hafði Vegagerðin samið við Ístak um smíði tveggja annarra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá, en þar var Ístak lægstbjóðandi, bauð 770 milljónir króna. Þar eru verklok áætluð í mars 2021. Ístak er þannig komið með samninga um smíði fjögurra brúa á Suðausturlandi fyrir samtals 1.360 milljónir króna. Sjá einnig hér: Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit Það blés raunar ekki byrlega síðastliðið sumar hjá Vegagerðinni þegar hún bauð út brúasmíðina yfir Steinavötn og Fellsá, stærsta brúarverkefni ársins, en þá barst ekkert tilboð, eins og greint var frá í þessari frétt:
Samgöngur Hornafjörður Skaftárhreppur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05