Latur við húsverkin 13. október 2005 19:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins og framherji hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea, er maður vikunnar hjá Fréttablaðinu að þessu sinni. Eiður Smári hefur, líkt og svo oft áður, verið í sviðsljósinu þessa vikuna með liði sínu Chelsea. Hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og sýndi þar mikinn karakter með því að hrista af sér meiðsli aftan á læri, meiðsli sem komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í landsleikjum Íslands gegn Króatíu og Ítalíu. Eiður Smári var einnig í lykilhlutverki á miðvikudaginn þegar Chelsea bar sigurorð af þýska liðinu Bayern München, 4-2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar. Eiður Smári er án nokkurs vafa langbesti knattspyrnumaður Íslands í dag og það er skoðun fjölmargra að það séu ekki margir framherjar í ensku úrvalsdeildinni sem standa honum fremri í dag. Eiður Smári, sem er 26 ára gamall, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana því faðir hans, Arnór, var frábær knattspyrnumaður og einn sá besti í íslenskri knattspyrnusögu. Það var fljótt ljóst hvert stefndi með Eið Smára því frá því að hann var níu mánaða gamall þá var hann alltaf með boltann á tánum. Eiður Smári bjó fyrstu tólf ár ævi sinnar í Belgíu en þegar hann kom heim fór hann í Snælandsskóla í Kópavogi. Hann var að sögn kunnugra duglegur nemandi, sérstaklega í stærðfræði, en stefndi þó alltaf á atvinnumennsku í fótbolta. Eftir að hann lauk námi í Snælandsskóla vorið 1994, fór hann hálfan vetur í Menntaskólann við Sund en það var þó lítil alvara í því námi. Mætingin var afar slök því að hugurinn var þegar kominn út og strax í byrjun árs 1995 gekk hann til liðs við hollenska liðið PSV. Allt var á uppleið hjá stráknum og hann var farinn að fá tækifæri með aðalliði PSV þegar hann meiddist illa á ökkla í landsleik 7. maí 1996. Eiður Smári barðist lengi við þessi meiðsli og það var ekki fyrr en sumarið 1998 sem hann fékk sig góðan. Þá gekk hann til liðs við KR til að koma sér í form og fékk margar háðsglósurnar fyrir að vera í þyngri kantinum. Hann fékk síðan samning hjá Bolton og eftir að hafa staðið sig frábærlega með liðinu í ensku 1. deildinni var hann keyptur til Chelsea fyrir 400 milljónir króna. Hjá Chelsea hefur Eiður Smári vaxið og dafnað sem leikmaður og er nú stórstjarna sem þénar 200 milljónir á ári. Eiður Smári er fjölskyldumaður, ólíkt mörgum félögum sínum í ensku knattspyrnunni, og hefur verið með sömu konunni, Ragnhildi Sveinsdóttur, frá því að hann var fimmtán ára. Þau eiga saman tvo syni, Svein Aron, sem er sjö ára, og Aron Lucas sem er þriggja ára. Ragnhildur hefur staðið þétt við bakið á Eiði Smára og á ekki hvað síst þátt í velgengni hans á knattspyrnuvellinum. Þau eru að sögn ákaflega samrýmd enda eyða þau stærstum tíma ársins ein úti í London. Eiður Smári er mikill gleðimaður og hefur gaman af því að skemmta sér í góðra vina hópi. Hann þykir hins vegar vera með eindæmum latur við húsverkin og verður seint gripinn í uppvaskinu, við að setja í þvottavélina eða í garðinum. Eiður Smári er viðkvæmur einstaklingur sem tekur nærri sér gagnrýni sem hann á ekki skilið en hefur myndað þykkan skráp gagnvart sögusögnum um einkalíf hans en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina. Hann hefur hins vegar ætíð svarað fyrir sig á vellinum, nokkuð sem hefur skilað honum í hóp bestu knattspyrnumanna Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins og framherji hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea, er maður vikunnar hjá Fréttablaðinu að þessu sinni. Eiður Smári hefur, líkt og svo oft áður, verið í sviðsljósinu þessa vikuna með liði sínu Chelsea. Hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og sýndi þar mikinn karakter með því að hrista af sér meiðsli aftan á læri, meiðsli sem komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í landsleikjum Íslands gegn Króatíu og Ítalíu. Eiður Smári var einnig í lykilhlutverki á miðvikudaginn þegar Chelsea bar sigurorð af þýska liðinu Bayern München, 4-2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar. Eiður Smári er án nokkurs vafa langbesti knattspyrnumaður Íslands í dag og það er skoðun fjölmargra að það séu ekki margir framherjar í ensku úrvalsdeildinni sem standa honum fremri í dag. Eiður Smári, sem er 26 ára gamall, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana því faðir hans, Arnór, var frábær knattspyrnumaður og einn sá besti í íslenskri knattspyrnusögu. Það var fljótt ljóst hvert stefndi með Eið Smára því frá því að hann var níu mánaða gamall þá var hann alltaf með boltann á tánum. Eiður Smári bjó fyrstu tólf ár ævi sinnar í Belgíu en þegar hann kom heim fór hann í Snælandsskóla í Kópavogi. Hann var að sögn kunnugra duglegur nemandi, sérstaklega í stærðfræði, en stefndi þó alltaf á atvinnumennsku í fótbolta. Eftir að hann lauk námi í Snælandsskóla vorið 1994, fór hann hálfan vetur í Menntaskólann við Sund en það var þó lítil alvara í því námi. Mætingin var afar slök því að hugurinn var þegar kominn út og strax í byrjun árs 1995 gekk hann til liðs við hollenska liðið PSV. Allt var á uppleið hjá stráknum og hann var farinn að fá tækifæri með aðalliði PSV þegar hann meiddist illa á ökkla í landsleik 7. maí 1996. Eiður Smári barðist lengi við þessi meiðsli og það var ekki fyrr en sumarið 1998 sem hann fékk sig góðan. Þá gekk hann til liðs við KR til að koma sér í form og fékk margar háðsglósurnar fyrir að vera í þyngri kantinum. Hann fékk síðan samning hjá Bolton og eftir að hafa staðið sig frábærlega með liðinu í ensku 1. deildinni var hann keyptur til Chelsea fyrir 400 milljónir króna. Hjá Chelsea hefur Eiður Smári vaxið og dafnað sem leikmaður og er nú stórstjarna sem þénar 200 milljónir á ári. Eiður Smári er fjölskyldumaður, ólíkt mörgum félögum sínum í ensku knattspyrnunni, og hefur verið með sömu konunni, Ragnhildi Sveinsdóttur, frá því að hann var fimmtán ára. Þau eiga saman tvo syni, Svein Aron, sem er sjö ára, og Aron Lucas sem er þriggja ára. Ragnhildur hefur staðið þétt við bakið á Eiði Smára og á ekki hvað síst þátt í velgengni hans á knattspyrnuvellinum. Þau eru að sögn ákaflega samrýmd enda eyða þau stærstum tíma ársins ein úti í London. Eiður Smári er mikill gleðimaður og hefur gaman af því að skemmta sér í góðra vina hópi. Hann þykir hins vegar vera með eindæmum latur við húsverkin og verður seint gripinn í uppvaskinu, við að setja í þvottavélina eða í garðinum. Eiður Smári er viðkvæmur einstaklingur sem tekur nærri sér gagnrýni sem hann á ekki skilið en hefur myndað þykkan skráp gagnvart sögusögnum um einkalíf hans en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina. Hann hefur hins vegar ætíð svarað fyrir sig á vellinum, nokkuð sem hefur skilað honum í hóp bestu knattspyrnumanna Evrópu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar