Mælikvarði samfélagsinnviða þjóða 27. maí 2015 14:48 Það er hvorki sjálfgefið né einfalt mál að bera saman eða mæla frammistöðu þjóða þegar kemur að samkeppnishæfni eða hagsæld þeirra. Margir aðilar víða um heim hafa þróað ólíka mælikvarða og eru áherslurnar mismunandi.Slíkar mælingar geta sjaldnast verið mjög nákvæm vísindi og þær hafa margar hverjar ólíka nálgun á viðfangsefnið. Margir telja þó slíkar mælingar mjög mikilvægar til að forystumenn í stjórnmálum og atvinnulífi geti mótað stefnu til að efla almenna velferð einstaklinga og fyrirtækja. Algengast er, að bæði er stuðst við hagrænar stærðir og síðan skoðanakannanir og mælingar, sem lagt er mat á og reynt að kanna þá félagslegu og hagrænu þætti sem talin eru að geti sagt til um samkeppnishæfni og almenna hagsæld. Þekktasti mælikvarðinn á samkeppnishæfni þjóða er vafalítið „World Economic Forum“ , sem gefinn er út af samnefndri stofnun í Davos í Sviss og hefur verið í þróun í nokkra áratugi. Fulltrúi WEF á Íslandi er Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar eru mældar og vegnar saman 12 stoðir (pillars) á sviði innviða, hagkvæmni og nýsköpunar. Ísland kom lengst af mjög vel út úr þessum staðli, en eftir hrun hefur hallað verulega undan fæti og nú er Ísland iðulega flokkað milli 30 og 40 sæti – meðan nágrannar okkur og þeir sem við viljum bera okkur saman við eru í topp 15 sætunum. Það er því einkar athyglisvert að skoða nýjan mælikvarða á þessu sviði sem nýtur æ meiri hylli á heimsvísu en það er „Social Progress Index“ – eða „ Mælikvarði samfélagsinnviða“ (SPI). Þessi mælikvarði byggir á ákveðinni sérstöðu, þar sem hann tekur eingöngu tillit til samfélagslegra þátta og undanskilur alla hagræna þætti. Í þessum mælikvarða er leitast við að svara þremur lykilspurningum:1) Grunnþarfir einstaklingsins Er viðkomandi samfélag að sjá um að grunninnviðir þess séu ásættanlegir? Þarna eru 4 undirþættir mældir a. Grunnheilbrigðisþjónusta og almenn næring b. Aðgangur að vatni hreinlætisaðstæður c. Húsaskjól d. Öryggi borgaranna2) Grunnur að vellíðan einstaklingsins Eru aðstæður í samfélaginu með þeim hætti að einstaklingar og fyrirtæki/sveitarfélög geti gengið að og viðhaldið velferð? a. Aðgangur að grunnmenntun b. Aðgengi að upplýsingum og samskiptamöguleikar c. Heilsa og almenn líðan d. Sjálfbærni og umhverfisþættir3) Tækifæri einstaklingslins Eru fyrir hendi tækifæri fyrir einstaklinga að nýta hæfileika sína og getu til árangurs a. Mannréttindi b. Skoðanafrelsi c. Umburðarlyndi samfélagsins d. Aðgangur að æðri menntun Það sem gerir SPI mælikvarðann hvað áhugaverðastan er þegar frammistaðan á SPI er sett í samhengi við algengasta mælikvarða sem til er í klassískri hagfræði um frammistöðu þjóða í samkeppnishæfni; nefnilega „GDP per capita“ eða landsframleiðsla á íbúa. Þessi mælikvarði – sem kynntur var af nóbelsverðlaunahafanum Simon Kuznets árið 1932 í kjölfar heimshrunsins 1929 hefur verið notaður sem ávísun á hagsæld þjóða æ síðan. Gildir einu þó Kuznets sjálfur varaði við því manna mest til að draga of miklar ályktanir um forspárgildi mælikvarðans. Vissulega er ákveðin fylgni milli hagrænnar og verðmætasköpunar (GDP pr. Capita) en það er alveg ljóst að það eru fleiri þættir – og á sem snúa að innviðum samfélagsins öðrum frekar – sem hafa úrslitaþýðingu þegar meta á hagsæld þjóða. Af 133 þjóðum sem rannsökuð voru í úttekt SPI fyrir 2015 endaði Ísland í 4. sæti af. Þetta hlýtur að vekja athygli þar sem undanfarin ár hefur Ísland verið á niðurleið í mælingum World Economic Forum og einnig í IMD mælingum sem Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa notað til að kanna samkeppnishæfni þjóða. Þetta hlýtur að vekja athygli þar sem undanfarin ár hefur Ísland verið á niðurleið í mælingum World Economic Forum og einnig í IMD mælingum sem Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa notað til að kanna samkeppnishæfni þjóða. Fimmtudaginn 28. maí verður haldin í Arion banka málþing um stöðu Íslands í SPI og munu þar framáfólk í atvinnulífinu og frá verkalýðshreyfingunni rýna þessar niðurstöður og varpa ljósi á þessu merkilegu staðreynd. Sérstakur gestur málþingsins er Michael Green, yfirritstjóri SPI á heimsvísu og sérstakur áhugamaður um þessa stöðu Íslands. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun ávarpa málþingið. Allir áhugamenn um samkeppnishæfni, samfélagsmálefni og framfarir í þjóðfélaginu eru hvattir til að mæta meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis og fer skráning fram á www.gekon.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er hvorki sjálfgefið né einfalt mál að bera saman eða mæla frammistöðu þjóða þegar kemur að samkeppnishæfni eða hagsæld þeirra. Margir aðilar víða um heim hafa þróað ólíka mælikvarða og eru áherslurnar mismunandi.Slíkar mælingar geta sjaldnast verið mjög nákvæm vísindi og þær hafa margar hverjar ólíka nálgun á viðfangsefnið. Margir telja þó slíkar mælingar mjög mikilvægar til að forystumenn í stjórnmálum og atvinnulífi geti mótað stefnu til að efla almenna velferð einstaklinga og fyrirtækja. Algengast er, að bæði er stuðst við hagrænar stærðir og síðan skoðanakannanir og mælingar, sem lagt er mat á og reynt að kanna þá félagslegu og hagrænu þætti sem talin eru að geti sagt til um samkeppnishæfni og almenna hagsæld. Þekktasti mælikvarðinn á samkeppnishæfni þjóða er vafalítið „World Economic Forum“ , sem gefinn er út af samnefndri stofnun í Davos í Sviss og hefur verið í þróun í nokkra áratugi. Fulltrúi WEF á Íslandi er Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar eru mældar og vegnar saman 12 stoðir (pillars) á sviði innviða, hagkvæmni og nýsköpunar. Ísland kom lengst af mjög vel út úr þessum staðli, en eftir hrun hefur hallað verulega undan fæti og nú er Ísland iðulega flokkað milli 30 og 40 sæti – meðan nágrannar okkur og þeir sem við viljum bera okkur saman við eru í topp 15 sætunum. Það er því einkar athyglisvert að skoða nýjan mælikvarða á þessu sviði sem nýtur æ meiri hylli á heimsvísu en það er „Social Progress Index“ – eða „ Mælikvarði samfélagsinnviða“ (SPI). Þessi mælikvarði byggir á ákveðinni sérstöðu, þar sem hann tekur eingöngu tillit til samfélagslegra þátta og undanskilur alla hagræna þætti. Í þessum mælikvarða er leitast við að svara þremur lykilspurningum:1) Grunnþarfir einstaklingsins Er viðkomandi samfélag að sjá um að grunninnviðir þess séu ásættanlegir? Þarna eru 4 undirþættir mældir a. Grunnheilbrigðisþjónusta og almenn næring b. Aðgangur að vatni hreinlætisaðstæður c. Húsaskjól d. Öryggi borgaranna2) Grunnur að vellíðan einstaklingsins Eru aðstæður í samfélaginu með þeim hætti að einstaklingar og fyrirtæki/sveitarfélög geti gengið að og viðhaldið velferð? a. Aðgangur að grunnmenntun b. Aðgengi að upplýsingum og samskiptamöguleikar c. Heilsa og almenn líðan d. Sjálfbærni og umhverfisþættir3) Tækifæri einstaklingslins Eru fyrir hendi tækifæri fyrir einstaklinga að nýta hæfileika sína og getu til árangurs a. Mannréttindi b. Skoðanafrelsi c. Umburðarlyndi samfélagsins d. Aðgangur að æðri menntun Það sem gerir SPI mælikvarðann hvað áhugaverðastan er þegar frammistaðan á SPI er sett í samhengi við algengasta mælikvarða sem til er í klassískri hagfræði um frammistöðu þjóða í samkeppnishæfni; nefnilega „GDP per capita“ eða landsframleiðsla á íbúa. Þessi mælikvarði – sem kynntur var af nóbelsverðlaunahafanum Simon Kuznets árið 1932 í kjölfar heimshrunsins 1929 hefur verið notaður sem ávísun á hagsæld þjóða æ síðan. Gildir einu þó Kuznets sjálfur varaði við því manna mest til að draga of miklar ályktanir um forspárgildi mælikvarðans. Vissulega er ákveðin fylgni milli hagrænnar og verðmætasköpunar (GDP pr. Capita) en það er alveg ljóst að það eru fleiri þættir – og á sem snúa að innviðum samfélagsins öðrum frekar – sem hafa úrslitaþýðingu þegar meta á hagsæld þjóða. Af 133 þjóðum sem rannsökuð voru í úttekt SPI fyrir 2015 endaði Ísland í 4. sæti af. Þetta hlýtur að vekja athygli þar sem undanfarin ár hefur Ísland verið á niðurleið í mælingum World Economic Forum og einnig í IMD mælingum sem Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa notað til að kanna samkeppnishæfni þjóða. Þetta hlýtur að vekja athygli þar sem undanfarin ár hefur Ísland verið á niðurleið í mælingum World Economic Forum og einnig í IMD mælingum sem Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa notað til að kanna samkeppnishæfni þjóða. Fimmtudaginn 28. maí verður haldin í Arion banka málþing um stöðu Íslands í SPI og munu þar framáfólk í atvinnulífinu og frá verkalýðshreyfingunni rýna þessar niðurstöður og varpa ljósi á þessu merkilegu staðreynd. Sérstakur gestur málþingsins er Michael Green, yfirritstjóri SPI á heimsvísu og sérstakur áhugamaður um þessa stöðu Íslands. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun ávarpa málþingið. Allir áhugamenn um samkeppnishæfni, samfélagsmálefni og framfarir í þjóðfélaginu eru hvattir til að mæta meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis og fer skráning fram á www.gekon.is.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun