Skammastu þín Þórður Snær! Svanur Guðmundsson skrifar 3. apríl 2020 16:06 Samhliða þeirri heilsuvá sem steðjar að Íslendingum, sem og öðrum þjóðum heimsbyggðarinnar, þurfa landsmenn að fást við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Nú liggur fyrir að ferðaþjónustan mun litlu skila til þjóðarbúsins á þessu ári. Þess mikilvægara er að ná að halda atvinnulífinu gangandi og afla nauðsynlegara gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þannig að við getum flutt inn helstu lífsnauðsynjar og rekið þetta samfélag okkar þrátt fyrir ástandið. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið okkar mikilvægasta útflutningsgrein og nú reynir á hann enn og aftur. Útgerðar- og fiskvinnslufélög um allt land hafa lagt nótt við dag undanfarið við að endurskipuleggja vinnslu og veiðar samhliða því að leita nýrra markaða og endursemja við viðskiptavini. Allt er breytt og enginn gengur að neinu vísu. Við sjáum það á undanþágulistum heilbrigðisráðuneytisins að sjávarútvegsfyrirtækin eru álitin svo mikilvæg að þeim er ætlað að starfa við þau skilyrði sem nánast hafa lamað flest svið atvinnulífsins. Tryggja þarf að þau geti starfað með eðlilegum hætti þannig að þau hafi styrk til að færa björg í bú, nú þegar aðrir eru úr leik. Þegar alls þessa er gætt er undarlegt að lesa leiðara ritstjóra vefritsins Kjarnans sem bar hið hrokafulla heiti: „Skammist ykkar“. Svona skrifar auðvitað engin nema hann lifi í bergmálshelli, sé svo einangraður frá samfélaginu að hann talar ekki nema við jábræður og vildarvini. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú staðreynd að starfsemi ritstjórans hefur frá upphafi verið fjármögnuð af öðrum, reyndar fjárfestum úr viðskiptalífinu, enda ekki sjálfbær. Þess í stað er ástæða til að undra sig á því af hverju menn kjósa að fara fram með þessum hætti á þeim tímum sem þjóðin þarf að snúa bökum saman og læra í senn hógværð og umburðarlyndi. Öllu ægir saman í grein ritstjórans en í grunninn virðist hann þó helst sjá ofsjónum yfir rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Það minnir á ummæli sem Davið Scheving Thorsteinsson vitnaði gjarnan til: „Ef þú tapar, þá ertu aumingi, en ef þú græðir þá ertu þjófur.“ Er það svona sem menn vilja tala til þeirra sem starfa í atvinnurekstri? Hver er glæpurinn að mati ritstjórans? Jú, sjávarútvegnum vegnar of vel og því eiga forystumenn hans ekkert með að orða áhyggjur sínar af þróun mála. Þetta er köld kveðja til atvinnugreinar sem eins og aðrar á í vök að verjast og berst nú við að halda mörkuðum opnum fyrir afurðir sínar og fólkinu sínu í vinnu. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir sérmeðferð og reyndar blasir við að hann mun ekki þurfa nema brot af þeim úrræðum sem margar aðrar atvinnugreinar augljóslega þarfnast. Er ekki ritstjórinn sjálfur ítrekað að biðja um að Kjarninn komist á ríkistyrki? Ekki er að sjá annað en hann og helstu eigendur vefsins (sem margir eru í hópi ríkustu einstaklinga landsins) telji það brýnasta mál samfélagsins núna. Og svo leyfir hann sér að ásaka aðra um sérgæsku og skort á samstöðu. Hve tvöfaldir geta menn verið í roðinu? Eins og áður sagði er sjávarútvegurinn að róa lífróður og heldur sem betur fer enn sínu fólki í vinnu en auðvitað þrengist um eins og ástandið er í heiminum. Frestun veiðigjalda núna mun auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja að komast yfir hjallann núna, sérstaklega þó minni fyrirtækjum sem eru með verri eiginfjárstöðu en þau stærri. Er ekki tímabært að almenningur læri að skilja og meta mikilvægi sjávarútvegsins, nú á þessum viðsjárverðu tímum, og leggi ekki við hlustir þegar lýðskrumar hinna malandi stétta fara af stað með sitt óyndislega trúboð. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Samhliða þeirri heilsuvá sem steðjar að Íslendingum, sem og öðrum þjóðum heimsbyggðarinnar, þurfa landsmenn að fást við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Nú liggur fyrir að ferðaþjónustan mun litlu skila til þjóðarbúsins á þessu ári. Þess mikilvægara er að ná að halda atvinnulífinu gangandi og afla nauðsynlegara gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þannig að við getum flutt inn helstu lífsnauðsynjar og rekið þetta samfélag okkar þrátt fyrir ástandið. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið okkar mikilvægasta útflutningsgrein og nú reynir á hann enn og aftur. Útgerðar- og fiskvinnslufélög um allt land hafa lagt nótt við dag undanfarið við að endurskipuleggja vinnslu og veiðar samhliða því að leita nýrra markaða og endursemja við viðskiptavini. Allt er breytt og enginn gengur að neinu vísu. Við sjáum það á undanþágulistum heilbrigðisráðuneytisins að sjávarútvegsfyrirtækin eru álitin svo mikilvæg að þeim er ætlað að starfa við þau skilyrði sem nánast hafa lamað flest svið atvinnulífsins. Tryggja þarf að þau geti starfað með eðlilegum hætti þannig að þau hafi styrk til að færa björg í bú, nú þegar aðrir eru úr leik. Þegar alls þessa er gætt er undarlegt að lesa leiðara ritstjóra vefritsins Kjarnans sem bar hið hrokafulla heiti: „Skammist ykkar“. Svona skrifar auðvitað engin nema hann lifi í bergmálshelli, sé svo einangraður frá samfélaginu að hann talar ekki nema við jábræður og vildarvini. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú staðreynd að starfsemi ritstjórans hefur frá upphafi verið fjármögnuð af öðrum, reyndar fjárfestum úr viðskiptalífinu, enda ekki sjálfbær. Þess í stað er ástæða til að undra sig á því af hverju menn kjósa að fara fram með þessum hætti á þeim tímum sem þjóðin þarf að snúa bökum saman og læra í senn hógværð og umburðarlyndi. Öllu ægir saman í grein ritstjórans en í grunninn virðist hann þó helst sjá ofsjónum yfir rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Það minnir á ummæli sem Davið Scheving Thorsteinsson vitnaði gjarnan til: „Ef þú tapar, þá ertu aumingi, en ef þú græðir þá ertu þjófur.“ Er það svona sem menn vilja tala til þeirra sem starfa í atvinnurekstri? Hver er glæpurinn að mati ritstjórans? Jú, sjávarútvegnum vegnar of vel og því eiga forystumenn hans ekkert með að orða áhyggjur sínar af þróun mála. Þetta er köld kveðja til atvinnugreinar sem eins og aðrar á í vök að verjast og berst nú við að halda mörkuðum opnum fyrir afurðir sínar og fólkinu sínu í vinnu. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir sérmeðferð og reyndar blasir við að hann mun ekki þurfa nema brot af þeim úrræðum sem margar aðrar atvinnugreinar augljóslega þarfnast. Er ekki ritstjórinn sjálfur ítrekað að biðja um að Kjarninn komist á ríkistyrki? Ekki er að sjá annað en hann og helstu eigendur vefsins (sem margir eru í hópi ríkustu einstaklinga landsins) telji það brýnasta mál samfélagsins núna. Og svo leyfir hann sér að ásaka aðra um sérgæsku og skort á samstöðu. Hve tvöfaldir geta menn verið í roðinu? Eins og áður sagði er sjávarútvegurinn að róa lífróður og heldur sem betur fer enn sínu fólki í vinnu en auðvitað þrengist um eins og ástandið er í heiminum. Frestun veiðigjalda núna mun auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja að komast yfir hjallann núna, sérstaklega þó minni fyrirtækjum sem eru með verri eiginfjárstöðu en þau stærri. Er ekki tímabært að almenningur læri að skilja og meta mikilvægi sjávarútvegsins, nú á þessum viðsjárverðu tímum, og leggi ekki við hlustir þegar lýðskrumar hinna malandi stétta fara af stað með sitt óyndislega trúboð. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun