Skammastu þín Þórður Snær! Svanur Guðmundsson skrifar 3. apríl 2020 16:06 Samhliða þeirri heilsuvá sem steðjar að Íslendingum, sem og öðrum þjóðum heimsbyggðarinnar, þurfa landsmenn að fást við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Nú liggur fyrir að ferðaþjónustan mun litlu skila til þjóðarbúsins á þessu ári. Þess mikilvægara er að ná að halda atvinnulífinu gangandi og afla nauðsynlegara gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þannig að við getum flutt inn helstu lífsnauðsynjar og rekið þetta samfélag okkar þrátt fyrir ástandið. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið okkar mikilvægasta útflutningsgrein og nú reynir á hann enn og aftur. Útgerðar- og fiskvinnslufélög um allt land hafa lagt nótt við dag undanfarið við að endurskipuleggja vinnslu og veiðar samhliða því að leita nýrra markaða og endursemja við viðskiptavini. Allt er breytt og enginn gengur að neinu vísu. Við sjáum það á undanþágulistum heilbrigðisráðuneytisins að sjávarútvegsfyrirtækin eru álitin svo mikilvæg að þeim er ætlað að starfa við þau skilyrði sem nánast hafa lamað flest svið atvinnulífsins. Tryggja þarf að þau geti starfað með eðlilegum hætti þannig að þau hafi styrk til að færa björg í bú, nú þegar aðrir eru úr leik. Þegar alls þessa er gætt er undarlegt að lesa leiðara ritstjóra vefritsins Kjarnans sem bar hið hrokafulla heiti: „Skammist ykkar“. Svona skrifar auðvitað engin nema hann lifi í bergmálshelli, sé svo einangraður frá samfélaginu að hann talar ekki nema við jábræður og vildarvini. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú staðreynd að starfsemi ritstjórans hefur frá upphafi verið fjármögnuð af öðrum, reyndar fjárfestum úr viðskiptalífinu, enda ekki sjálfbær. Þess í stað er ástæða til að undra sig á því af hverju menn kjósa að fara fram með þessum hætti á þeim tímum sem þjóðin þarf að snúa bökum saman og læra í senn hógværð og umburðarlyndi. Öllu ægir saman í grein ritstjórans en í grunninn virðist hann þó helst sjá ofsjónum yfir rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Það minnir á ummæli sem Davið Scheving Thorsteinsson vitnaði gjarnan til: „Ef þú tapar, þá ertu aumingi, en ef þú græðir þá ertu þjófur.“ Er það svona sem menn vilja tala til þeirra sem starfa í atvinnurekstri? Hver er glæpurinn að mati ritstjórans? Jú, sjávarútvegnum vegnar of vel og því eiga forystumenn hans ekkert með að orða áhyggjur sínar af þróun mála. Þetta er köld kveðja til atvinnugreinar sem eins og aðrar á í vök að verjast og berst nú við að halda mörkuðum opnum fyrir afurðir sínar og fólkinu sínu í vinnu. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir sérmeðferð og reyndar blasir við að hann mun ekki þurfa nema brot af þeim úrræðum sem margar aðrar atvinnugreinar augljóslega þarfnast. Er ekki ritstjórinn sjálfur ítrekað að biðja um að Kjarninn komist á ríkistyrki? Ekki er að sjá annað en hann og helstu eigendur vefsins (sem margir eru í hópi ríkustu einstaklinga landsins) telji það brýnasta mál samfélagsins núna. Og svo leyfir hann sér að ásaka aðra um sérgæsku og skort á samstöðu. Hve tvöfaldir geta menn verið í roðinu? Eins og áður sagði er sjávarútvegurinn að róa lífróður og heldur sem betur fer enn sínu fólki í vinnu en auðvitað þrengist um eins og ástandið er í heiminum. Frestun veiðigjalda núna mun auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja að komast yfir hjallann núna, sérstaklega þó minni fyrirtækjum sem eru með verri eiginfjárstöðu en þau stærri. Er ekki tímabært að almenningur læri að skilja og meta mikilvægi sjávarútvegsins, nú á þessum viðsjárverðu tímum, og leggi ekki við hlustir þegar lýðskrumar hinna malandi stétta fara af stað með sitt óyndislega trúboð. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samhliða þeirri heilsuvá sem steðjar að Íslendingum, sem og öðrum þjóðum heimsbyggðarinnar, þurfa landsmenn að fást við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Nú liggur fyrir að ferðaþjónustan mun litlu skila til þjóðarbúsins á þessu ári. Þess mikilvægara er að ná að halda atvinnulífinu gangandi og afla nauðsynlegara gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þannig að við getum flutt inn helstu lífsnauðsynjar og rekið þetta samfélag okkar þrátt fyrir ástandið. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið okkar mikilvægasta útflutningsgrein og nú reynir á hann enn og aftur. Útgerðar- og fiskvinnslufélög um allt land hafa lagt nótt við dag undanfarið við að endurskipuleggja vinnslu og veiðar samhliða því að leita nýrra markaða og endursemja við viðskiptavini. Allt er breytt og enginn gengur að neinu vísu. Við sjáum það á undanþágulistum heilbrigðisráðuneytisins að sjávarútvegsfyrirtækin eru álitin svo mikilvæg að þeim er ætlað að starfa við þau skilyrði sem nánast hafa lamað flest svið atvinnulífsins. Tryggja þarf að þau geti starfað með eðlilegum hætti þannig að þau hafi styrk til að færa björg í bú, nú þegar aðrir eru úr leik. Þegar alls þessa er gætt er undarlegt að lesa leiðara ritstjóra vefritsins Kjarnans sem bar hið hrokafulla heiti: „Skammist ykkar“. Svona skrifar auðvitað engin nema hann lifi í bergmálshelli, sé svo einangraður frá samfélaginu að hann talar ekki nema við jábræður og vildarvini. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú staðreynd að starfsemi ritstjórans hefur frá upphafi verið fjármögnuð af öðrum, reyndar fjárfestum úr viðskiptalífinu, enda ekki sjálfbær. Þess í stað er ástæða til að undra sig á því af hverju menn kjósa að fara fram með þessum hætti á þeim tímum sem þjóðin þarf að snúa bökum saman og læra í senn hógværð og umburðarlyndi. Öllu ægir saman í grein ritstjórans en í grunninn virðist hann þó helst sjá ofsjónum yfir rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Það minnir á ummæli sem Davið Scheving Thorsteinsson vitnaði gjarnan til: „Ef þú tapar, þá ertu aumingi, en ef þú græðir þá ertu þjófur.“ Er það svona sem menn vilja tala til þeirra sem starfa í atvinnurekstri? Hver er glæpurinn að mati ritstjórans? Jú, sjávarútvegnum vegnar of vel og því eiga forystumenn hans ekkert með að orða áhyggjur sínar af þróun mála. Þetta er köld kveðja til atvinnugreinar sem eins og aðrar á í vök að verjast og berst nú við að halda mörkuðum opnum fyrir afurðir sínar og fólkinu sínu í vinnu. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir sérmeðferð og reyndar blasir við að hann mun ekki þurfa nema brot af þeim úrræðum sem margar aðrar atvinnugreinar augljóslega þarfnast. Er ekki ritstjórinn sjálfur ítrekað að biðja um að Kjarninn komist á ríkistyrki? Ekki er að sjá annað en hann og helstu eigendur vefsins (sem margir eru í hópi ríkustu einstaklinga landsins) telji það brýnasta mál samfélagsins núna. Og svo leyfir hann sér að ásaka aðra um sérgæsku og skort á samstöðu. Hve tvöfaldir geta menn verið í roðinu? Eins og áður sagði er sjávarútvegurinn að róa lífróður og heldur sem betur fer enn sínu fólki í vinnu en auðvitað þrengist um eins og ástandið er í heiminum. Frestun veiðigjalda núna mun auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja að komast yfir hjallann núna, sérstaklega þó minni fyrirtækjum sem eru með verri eiginfjárstöðu en þau stærri. Er ekki tímabært að almenningur læri að skilja og meta mikilvægi sjávarútvegsins, nú á þessum viðsjárverðu tímum, og leggi ekki við hlustir þegar lýðskrumar hinna malandi stétta fara af stað með sitt óyndislega trúboð. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun