Þurfa grunnskólanemar trúaráróður? 13. október 2005 19:01 Námsefni grunnskóla - Óli Gneisti Sóleyjarson Sigmundur Ernir skrifar í Fréttablaðinu þann 3. apríl grein sem ber heitið Af sjálfsmynd þjóðarinnar. Með greininni bætist Sigmundur í hóp þeirra manna sem er einbeittur í að mistúlka málstað þeirra sem gagnrýnt hafa form kristinfræðikennslu í íslenskum skólum. Orðrétt segir hann:"Það væri álíka gáfulegt að kenna ekki þessa kristnu sögu í skólum landsins og að leggja niður íslenskukennslu." Hann lætur eins og það séu einhverjir að berjast gegn því að kennt sé um kristna trú og sögu kristni á Íslandi í skólum. Svo er ekki. Umræðan fór af stað vegna þess að of mikið er um að kristinfræðikennsla í íslenskum skólum sé einfaldlega kristniboð. Það er til dæmis ekki eðlilegt að bænahald sé í opinberum skólum. Slíkt hefur meira að segja verið stöðvað í hinum ofurkristnu Bandaríkjum. Það er ekki heldur eðlilegt að sagan af upprisu Jesú sé kennd eins og um sagnfræðilega staðreynd sé að ræða. Síðan eru til dæmi um að kennarar hafi niðurlægt nemendur sem ekki eru trúaðir. Persónulega hef ég ekkert á móti því að kennt sé um kristna goðafræði í skólum, ekki frekar en að kennt sé um ásatrú. Málið snýst um að námsefnið sé sett upp á heiðarlegan hátt í stað þess að um áróður sé að ræða. Ég hef á tilfinningunni að Sigmundur hafi lítið sem ekkert kynnt sér málflutning okkar sem gagnrýnt höfum fyrirkomulag kristinfræðikennslu. Sigmundur fjallar mikið um hve kristni er rótgróin í þjóðinni. Í raun mætti segja að þjóð sem væri jafn gegnsýrð af kristinni trú og Sigmundur heldur fram þyrfti ekki á kristinfræðslu að halda. Annars má skilja hann svo að enginn sé alvöru Íslendingur nema hann aðhyllist kristna trú. Þetta er makalaus þröngsýni hjá manninum. Það kemur samt málinu lítið við hve trúuð þjóðin er. Fræðsla um kristni er hiklaust af hinu góða. Sömuleiðis fræðsla um önnur trúarbrögð og trúarskoðanir. Fræðslan þarf hins vegar að vera heiðarleg og hún þarf að byggja á staðreyndum. Grundvallaratriðið er að trúfrelsi á að vera á Íslandi og því á trúaráróður ekki heima í skólum hér á landi. Þetta grundvallaratriði ætti jafnvel að gilda þó 100% þjóðarinnar aðhylltist ákveðna trú. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Námsefni grunnskóla - Óli Gneisti Sóleyjarson Sigmundur Ernir skrifar í Fréttablaðinu þann 3. apríl grein sem ber heitið Af sjálfsmynd þjóðarinnar. Með greininni bætist Sigmundur í hóp þeirra manna sem er einbeittur í að mistúlka málstað þeirra sem gagnrýnt hafa form kristinfræðikennslu í íslenskum skólum. Orðrétt segir hann:"Það væri álíka gáfulegt að kenna ekki þessa kristnu sögu í skólum landsins og að leggja niður íslenskukennslu." Hann lætur eins og það séu einhverjir að berjast gegn því að kennt sé um kristna trú og sögu kristni á Íslandi í skólum. Svo er ekki. Umræðan fór af stað vegna þess að of mikið er um að kristinfræðikennsla í íslenskum skólum sé einfaldlega kristniboð. Það er til dæmis ekki eðlilegt að bænahald sé í opinberum skólum. Slíkt hefur meira að segja verið stöðvað í hinum ofurkristnu Bandaríkjum. Það er ekki heldur eðlilegt að sagan af upprisu Jesú sé kennd eins og um sagnfræðilega staðreynd sé að ræða. Síðan eru til dæmi um að kennarar hafi niðurlægt nemendur sem ekki eru trúaðir. Persónulega hef ég ekkert á móti því að kennt sé um kristna goðafræði í skólum, ekki frekar en að kennt sé um ásatrú. Málið snýst um að námsefnið sé sett upp á heiðarlegan hátt í stað þess að um áróður sé að ræða. Ég hef á tilfinningunni að Sigmundur hafi lítið sem ekkert kynnt sér málflutning okkar sem gagnrýnt höfum fyrirkomulag kristinfræðikennslu. Sigmundur fjallar mikið um hve kristni er rótgróin í þjóðinni. Í raun mætti segja að þjóð sem væri jafn gegnsýrð af kristinni trú og Sigmundur heldur fram þyrfti ekki á kristinfræðslu að halda. Annars má skilja hann svo að enginn sé alvöru Íslendingur nema hann aðhyllist kristna trú. Þetta er makalaus þröngsýni hjá manninum. Það kemur samt málinu lítið við hve trúuð þjóðin er. Fræðsla um kristni er hiklaust af hinu góða. Sömuleiðis fræðsla um önnur trúarbrögð og trúarskoðanir. Fræðslan þarf hins vegar að vera heiðarleg og hún þarf að byggja á staðreyndum. Grundvallaratriðið er að trúfrelsi á að vera á Íslandi og því á trúaráróður ekki heima í skólum hér á landi. Þetta grundvallaratriði ætti jafnvel að gilda þó 100% þjóðarinnar aðhylltist ákveðna trú. Höfundur er háskólanemi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun