Þurfa grunnskólanemar trúaráróður? 13. október 2005 19:01 Námsefni grunnskóla - Óli Gneisti Sóleyjarson Sigmundur Ernir skrifar í Fréttablaðinu þann 3. apríl grein sem ber heitið Af sjálfsmynd þjóðarinnar. Með greininni bætist Sigmundur í hóp þeirra manna sem er einbeittur í að mistúlka málstað þeirra sem gagnrýnt hafa form kristinfræðikennslu í íslenskum skólum. Orðrétt segir hann:"Það væri álíka gáfulegt að kenna ekki þessa kristnu sögu í skólum landsins og að leggja niður íslenskukennslu." Hann lætur eins og það séu einhverjir að berjast gegn því að kennt sé um kristna trú og sögu kristni á Íslandi í skólum. Svo er ekki. Umræðan fór af stað vegna þess að of mikið er um að kristinfræðikennsla í íslenskum skólum sé einfaldlega kristniboð. Það er til dæmis ekki eðlilegt að bænahald sé í opinberum skólum. Slíkt hefur meira að segja verið stöðvað í hinum ofurkristnu Bandaríkjum. Það er ekki heldur eðlilegt að sagan af upprisu Jesú sé kennd eins og um sagnfræðilega staðreynd sé að ræða. Síðan eru til dæmi um að kennarar hafi niðurlægt nemendur sem ekki eru trúaðir. Persónulega hef ég ekkert á móti því að kennt sé um kristna goðafræði í skólum, ekki frekar en að kennt sé um ásatrú. Málið snýst um að námsefnið sé sett upp á heiðarlegan hátt í stað þess að um áróður sé að ræða. Ég hef á tilfinningunni að Sigmundur hafi lítið sem ekkert kynnt sér málflutning okkar sem gagnrýnt höfum fyrirkomulag kristinfræðikennslu. Sigmundur fjallar mikið um hve kristni er rótgróin í þjóðinni. Í raun mætti segja að þjóð sem væri jafn gegnsýrð af kristinni trú og Sigmundur heldur fram þyrfti ekki á kristinfræðslu að halda. Annars má skilja hann svo að enginn sé alvöru Íslendingur nema hann aðhyllist kristna trú. Þetta er makalaus þröngsýni hjá manninum. Það kemur samt málinu lítið við hve trúuð þjóðin er. Fræðsla um kristni er hiklaust af hinu góða. Sömuleiðis fræðsla um önnur trúarbrögð og trúarskoðanir. Fræðslan þarf hins vegar að vera heiðarleg og hún þarf að byggja á staðreyndum. Grundvallaratriðið er að trúfrelsi á að vera á Íslandi og því á trúaráróður ekki heima í skólum hér á landi. Þetta grundvallaratriði ætti jafnvel að gilda þó 100% þjóðarinnar aðhylltist ákveðna trú. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Námsefni grunnskóla - Óli Gneisti Sóleyjarson Sigmundur Ernir skrifar í Fréttablaðinu þann 3. apríl grein sem ber heitið Af sjálfsmynd þjóðarinnar. Með greininni bætist Sigmundur í hóp þeirra manna sem er einbeittur í að mistúlka málstað þeirra sem gagnrýnt hafa form kristinfræðikennslu í íslenskum skólum. Orðrétt segir hann:"Það væri álíka gáfulegt að kenna ekki þessa kristnu sögu í skólum landsins og að leggja niður íslenskukennslu." Hann lætur eins og það séu einhverjir að berjast gegn því að kennt sé um kristna trú og sögu kristni á Íslandi í skólum. Svo er ekki. Umræðan fór af stað vegna þess að of mikið er um að kristinfræðikennsla í íslenskum skólum sé einfaldlega kristniboð. Það er til dæmis ekki eðlilegt að bænahald sé í opinberum skólum. Slíkt hefur meira að segja verið stöðvað í hinum ofurkristnu Bandaríkjum. Það er ekki heldur eðlilegt að sagan af upprisu Jesú sé kennd eins og um sagnfræðilega staðreynd sé að ræða. Síðan eru til dæmi um að kennarar hafi niðurlægt nemendur sem ekki eru trúaðir. Persónulega hef ég ekkert á móti því að kennt sé um kristna goðafræði í skólum, ekki frekar en að kennt sé um ásatrú. Málið snýst um að námsefnið sé sett upp á heiðarlegan hátt í stað þess að um áróður sé að ræða. Ég hef á tilfinningunni að Sigmundur hafi lítið sem ekkert kynnt sér málflutning okkar sem gagnrýnt höfum fyrirkomulag kristinfræðikennslu. Sigmundur fjallar mikið um hve kristni er rótgróin í þjóðinni. Í raun mætti segja að þjóð sem væri jafn gegnsýrð af kristinni trú og Sigmundur heldur fram þyrfti ekki á kristinfræðslu að halda. Annars má skilja hann svo að enginn sé alvöru Íslendingur nema hann aðhyllist kristna trú. Þetta er makalaus þröngsýni hjá manninum. Það kemur samt málinu lítið við hve trúuð þjóðin er. Fræðsla um kristni er hiklaust af hinu góða. Sömuleiðis fræðsla um önnur trúarbrögð og trúarskoðanir. Fræðslan þarf hins vegar að vera heiðarleg og hún þarf að byggja á staðreyndum. Grundvallaratriðið er að trúfrelsi á að vera á Íslandi og því á trúaráróður ekki heima í skólum hér á landi. Þetta grundvallaratriði ætti jafnvel að gilda þó 100% þjóðarinnar aðhylltist ákveðna trú. Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar