Auglýst eftir mönnum á spjallborði 13. október 2005 19:01 "Höttur í úrvalsdeild í fyrsta sinn - erum að leita að leikmönnum," segir á spjallborði sport.is. Það er ekki á hverjum degi sem að lið sést auglýsa eftir liðsauka með þessum hætti en að sögn Björgvins Karls Gunnarssonar, fyrirliða Hattar, þótti tilvalið að bregða á þetta ráð. "Það er oft sem kemur eitthvað út úr svona auglýsingu, þó svo að það sé misjafnt," sagði Björgvin, hæstánægður með að vera orðinn úrvalsdeildarleikmaður að nýju en hann lék á sínum tíma með ÍA og Skallagrími. "Stefnan hjá okkur er að halda okkur uppi í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Allt annað er plús fyrir okkur." Björgvin Karl og félagar eru staðráðnir í því að búa til öflugt körfuboltavígi fyrir austan. "Við erum búnir að sýna það að við getum gert góða hluti. Við erum með frábæran heimavöll, atvinnumál hér eru í góðum farvegi og við viljum dreifa körfuboltanum út til fjarðanna hér í nágrenninu. Áhuginn fyrir körfuboltanum fer strax vaxandi og það voru 700 manns á síðasta heimaleik. Næsta lið við okkur sem hefur komið upp er Þór á Akureyri þannig að þetta er algjört einsdæmi." Höttur hefur haldið út liði í deildarkeppni í körfubolta í 20 ár en að öðru leyti hefur ekki farið mikið fyrir íþróttinni þar eystra. "Seyðfirðingar, Reyðfirðingar og fleiri nágrannar hafa verið að mæta á leiki og eru nemendur úr menntaskólanum þar mjög áberandi. Við sjáum því fram á mikinn uppgang í kringum körfuboltann," sagði Björgvin Karl, fyrirliði Hattar. Körfubolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Sjá meira
"Höttur í úrvalsdeild í fyrsta sinn - erum að leita að leikmönnum," segir á spjallborði sport.is. Það er ekki á hverjum degi sem að lið sést auglýsa eftir liðsauka með þessum hætti en að sögn Björgvins Karls Gunnarssonar, fyrirliða Hattar, þótti tilvalið að bregða á þetta ráð. "Það er oft sem kemur eitthvað út úr svona auglýsingu, þó svo að það sé misjafnt," sagði Björgvin, hæstánægður með að vera orðinn úrvalsdeildarleikmaður að nýju en hann lék á sínum tíma með ÍA og Skallagrími. "Stefnan hjá okkur er að halda okkur uppi í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Allt annað er plús fyrir okkur." Björgvin Karl og félagar eru staðráðnir í því að búa til öflugt körfuboltavígi fyrir austan. "Við erum búnir að sýna það að við getum gert góða hluti. Við erum með frábæran heimavöll, atvinnumál hér eru í góðum farvegi og við viljum dreifa körfuboltanum út til fjarðanna hér í nágrenninu. Áhuginn fyrir körfuboltanum fer strax vaxandi og það voru 700 manns á síðasta heimaleik. Næsta lið við okkur sem hefur komið upp er Þór á Akureyri þannig að þetta er algjört einsdæmi." Höttur hefur haldið út liði í deildarkeppni í körfubolta í 20 ár en að öðru leyti hefur ekki farið mikið fyrir íþróttinni þar eystra. "Seyðfirðingar, Reyðfirðingar og fleiri nágrannar hafa verið að mæta á leiki og eru nemendur úr menntaskólanum þar mjög áberandi. Við sjáum því fram á mikinn uppgang í kringum körfuboltann," sagði Björgvin Karl, fyrirliði Hattar.
Körfubolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Sjá meira