Kristinn Hrafnsson: Geri ráð fyrir því að það sé fylgst með mér Valur Grettisson skrifar 12. desember 2010 13:25 Kristinn Hrafnsson. „Það er búið að vera ansi stormasamt undanfarnar vikur,“ sagði Kristinn Hrafnsson, einn af talsmönnum Wikileaks, í viðtali við Egil Helgason, í Silfri Egils í hádeginu. Kristinn hefur verið áberandi í heimsfréttunum vegna Wikileaks og árása á vefinn. Þá er forsprakki Wikileaks, Julian Assange, í gæsluvarðhald í Bretlandi vegna áskana um kynferðisbrot í Svíþjóð. Kristinn segir síðustu vikur hafa verið ótrúlegar. Þannig hafi upplýsingamiðlun Wikileaks orðið til þess að heimasíða samtakanna hefur sætt þrotlausum árásum tölvuþrjóta auk þess sem Paypal, Mastercard, Visa og fleiri neita að miðla greiðslum þeirra sem vilja styrkja samtökin. Kristinn segir þetta ótrúlegt framferði enda viti hann til að þrýstingur bandarískra yfirvalda hafi orðið til þess að greiðslufyrirtækin lokuðu á Wikileaks, þrátt fyrir að samtökin hafi ekkert annað til saka unnið en að leka út upplýsingum úr sendiráðum Bandaríkjanna. „Við höfum gripið til varnar, eða sóknar öllu heldur. Við munum draga þessi fyrirtæki til ábyrgðar," segir Kristinn sem er hvergi banginn og upplifir sig ekki í hættu þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar bandarískra ráðamanna, þar sem meðal annars hefur verið hvatt til þess að senda bandarískar dauðasveitir á eftir forsvarsmönnum samtakanna. Kristinn segist finna fyrir gríðarlegum meðbyr. Almenningur hafi þannig áttað sig á því að um sé að ræða grundvallarspurningar um mannréttindi, tjáningafrelsi og frelsi internetsins. Kristinn segir síðuna stefna á að birta upplýsingar um bandaríska fjármálastofnun á næsta ári. Starfsmenn síðunnar láta því ekki deigan síga þrátt fyrir mótlætið. Kristinn hvetur Össur Skarphéðinsson til þess að gagnrýna framferði bandarísku ríkisstjórnarinnar, „helst í kvöld," bætti hann svo við en meðal annars hafa utanríkisráðherra Ástralíu og forseti Brasilíu stutt samtökin opinberlega og gagnrýnt hegðun Bandaríkjanna í málinu. Þá vill Kristinn að Alþingi festi í lög IMMI verkefnið svokallaða sem myndi tryggja frelsi upplýsingamiðlun hér á landi. Spurður hvort það sé fylgst með honum svararar Kristinn: „Ég geri ráð fyrir því að það sé fylgst með mér." Hann segist þó ekki upplifa sig í hættu þó svo megi vera. Enda verið áberandi sem talsmaður samtakanna í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Spurður hvernig það þróaðist að hann talaði fyrir samtökin í fjarveru Julian svaraði Kristinn: „Ég dró bara það stutta strá." Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Það er búið að vera ansi stormasamt undanfarnar vikur,“ sagði Kristinn Hrafnsson, einn af talsmönnum Wikileaks, í viðtali við Egil Helgason, í Silfri Egils í hádeginu. Kristinn hefur verið áberandi í heimsfréttunum vegna Wikileaks og árása á vefinn. Þá er forsprakki Wikileaks, Julian Assange, í gæsluvarðhald í Bretlandi vegna áskana um kynferðisbrot í Svíþjóð. Kristinn segir síðustu vikur hafa verið ótrúlegar. Þannig hafi upplýsingamiðlun Wikileaks orðið til þess að heimasíða samtakanna hefur sætt þrotlausum árásum tölvuþrjóta auk þess sem Paypal, Mastercard, Visa og fleiri neita að miðla greiðslum þeirra sem vilja styrkja samtökin. Kristinn segir þetta ótrúlegt framferði enda viti hann til að þrýstingur bandarískra yfirvalda hafi orðið til þess að greiðslufyrirtækin lokuðu á Wikileaks, þrátt fyrir að samtökin hafi ekkert annað til saka unnið en að leka út upplýsingum úr sendiráðum Bandaríkjanna. „Við höfum gripið til varnar, eða sóknar öllu heldur. Við munum draga þessi fyrirtæki til ábyrgðar," segir Kristinn sem er hvergi banginn og upplifir sig ekki í hættu þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar bandarískra ráðamanna, þar sem meðal annars hefur verið hvatt til þess að senda bandarískar dauðasveitir á eftir forsvarsmönnum samtakanna. Kristinn segist finna fyrir gríðarlegum meðbyr. Almenningur hafi þannig áttað sig á því að um sé að ræða grundvallarspurningar um mannréttindi, tjáningafrelsi og frelsi internetsins. Kristinn segir síðuna stefna á að birta upplýsingar um bandaríska fjármálastofnun á næsta ári. Starfsmenn síðunnar láta því ekki deigan síga þrátt fyrir mótlætið. Kristinn hvetur Össur Skarphéðinsson til þess að gagnrýna framferði bandarísku ríkisstjórnarinnar, „helst í kvöld," bætti hann svo við en meðal annars hafa utanríkisráðherra Ástralíu og forseti Brasilíu stutt samtökin opinberlega og gagnrýnt hegðun Bandaríkjanna í málinu. Þá vill Kristinn að Alþingi festi í lög IMMI verkefnið svokallaða sem myndi tryggja frelsi upplýsingamiðlun hér á landi. Spurður hvort það sé fylgst með honum svararar Kristinn: „Ég geri ráð fyrir því að það sé fylgst með mér." Hann segist þó ekki upplifa sig í hættu þó svo megi vera. Enda verið áberandi sem talsmaður samtakanna í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Spurður hvernig það þróaðist að hann talaði fyrir samtökin í fjarveru Julian svaraði Kristinn: „Ég dró bara það stutta strá."
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira