Erlent

Maóistar í Nepal samþykkja vopnahlésviðræður

Uppreisnarhópar maóista í Nepal hafa samþykkt boð stjórnvalda um  vopnahlé og friðarviðræður. Maóistar tilkynntu í dag að þeir myndu sjálfir leggja niður vopn í þrjá mánuði meðan viðræður stæðu yfir.

Vonast er til að vel rætist úr friðarviðræðum en tvisvar hefur slitnað upp úr viðræðum milli þessara fylkinga, árið 2001 og 2003. Yfir 13.000 manns hafa látið lífið síðan uppreisnarhópar hófu baráttu sína fyrir lýðræði árið 1996. Talsmenn stjórnarliða eru þó bjartsýnir á að vel takist til í þetta skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×