Erlent

Páfi bannfærir biskupa í Kína

Prestar kaþólsku kirkjunnar í Peking.
Prestar kaþólsku kirkjunnar í Peking. MYND/AP

Vatikanið hefur bannfært tvo biskupa sem settir voru inn í embætti í Kína í gær og á sunnudaginn án þess að haft væri samráð við Vatikanið. Innsetning biskupanna tveggja setja skarð í reikninginn í sáttaviðræðum Vatikansins og kaþólsku kirkjunnar sem sagði sig frá valdi páfa fyrir um fimmtíu árum síðan.

Talsmenn Vatikansins segja að biskupunum kínversku hafi verið þröngvað til þátttöku í athöfnunum, þeir hafi ekki sjálfir viljað þiggja biskupsstöðurnar án velvildar páfa. Biskupar sem settir eru inn án samþykkis Vatikansins eru sjálfkrafa bannfærðir en ef sannast að biskuparnir hafi sjálfir mótmælt innsetningunni getur verið að bannfæringunni verði aflétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×