Mazda slær við eigin markmiðum í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 16:15 Mazda CX-5 jepplingurinn er söluhæstur Mazda bíla í Evrópu. Þegar Mazda hefur gert upp söluárangur sinn í Evrópu fyrir fyrstu 5 mánuði ársins kemur í ljós 24% aukning frá fyrra ári. Markmið Mazda var hinsvegar að ná 7% söluaukningu og hefur Mazda því meira en þrefaldað eigin markmið. Þrátt fyrir þessa miklu söluaukningu náði Mazda 18% aukningu á síðasta ári og því má segja að Mazda sé á miklu flugi í álfunni. Markmiðið var að selja 170.000 bíla í Evrópu í ár. Það eru helst bílgerðirnar Mazda3 og jepplingurinn Mazda CX-5 sem eiga heiðurinn af þessum góða árangri, en Mazda6 selst einnig vel, þrátt fyrir að Mazda óski þess að sá bíll seldist enn betur. Mazda var með 1,2% markaðshlutdeild í Evrópu í fyrra en 1,4% á þessum fyrstu 5 mánuðum í ár. Söluhæsti bíll Mazda er CX-5 jepplingurinn með 25.444 selda bíla og 38% aukningu. Mazda3 seldist í 20.251 eintökum á sama tíma og 14.691 Mazda6 bílar. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent
Þegar Mazda hefur gert upp söluárangur sinn í Evrópu fyrir fyrstu 5 mánuði ársins kemur í ljós 24% aukning frá fyrra ári. Markmið Mazda var hinsvegar að ná 7% söluaukningu og hefur Mazda því meira en þrefaldað eigin markmið. Þrátt fyrir þessa miklu söluaukningu náði Mazda 18% aukningu á síðasta ári og því má segja að Mazda sé á miklu flugi í álfunni. Markmiðið var að selja 170.000 bíla í Evrópu í ár. Það eru helst bílgerðirnar Mazda3 og jepplingurinn Mazda CX-5 sem eiga heiðurinn af þessum góða árangri, en Mazda6 selst einnig vel, þrátt fyrir að Mazda óski þess að sá bíll seldist enn betur. Mazda var með 1,2% markaðshlutdeild í Evrópu í fyrra en 1,4% á þessum fyrstu 5 mánuðum í ár. Söluhæsti bíll Mazda er CX-5 jepplingurinn með 25.444 selda bíla og 38% aukningu. Mazda3 seldist í 20.251 eintökum á sama tíma og 14.691 Mazda6 bílar.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent