Fagleg sjónarmið um byggingu fangelsis Páll E. Winkel skrifar 20. september 2011 06:00 Á liðnum misserum hefur mikið verið fjallað um byggingu nýs fangelsis á opinberum vettvangi. Ekki er hægt að segja annað en að byggingasaga fangelsa sé sorgleg. Oft hefur staðið til að byggja fangelsi en einhverra hluta vegna hefur aldrei lánast að klára verkefnið. Margt kemur til. Þensla í opinberum framkvæmdum, niðurskurður í opinberum framkvæmdum, „byggðapólitík" og almennt áhugaleysi um málaflokkinn. Nú er svo komið að tekin hefur verið ákvörðun um byggingu nýs fangelsis. Því ber að fagna. Því miður hefur nú komið upp „hefðbundin" byggðapólitík, deilur um staðsetningu og útúrsnúningar á alla bóga. Umræðan hefur farið í marga hringi, rangar fullyrðingar settar fram, stjórnmálamenn sem áður hafa lítið eða ekki tjáð sig um málaflokkinn tekið að skrifa greinar og dregið ályktanir sem eru í engu samhengi við raunveruleikann. Þeir sem koma að ákvarðanatöku um staðsetningu fangelsis hafa jafnvel verið sakaðir um annarleg sjónarmið. Nauðsynlegt er að gera grein fyrir raunverulegri stöðu og hvað til stendur. Ekki stendur til að framtíðaruppbygging öruggasta fangelsis landsins fari frá Fangelsinu Litla-Hrauni að Hólmsheiði. Fullyrðingar um slíkt eru rangar. Langtímaáætlanir gera þvert á móti ráð fyrir mikilli uppbyggingu á Litla-Hrauni og að fangarýmum þar verði fjölgað verulega. Það er mat þeirra sem að öryggismálum koma hjá Fangelsismálastofnun og öðrum að fyrst sé nauðsynlegt að byggja á Litla-Hrauni fullnægjandi aðstöðu fyrir starfsmenn, miðlæga varðstofu auk heimsóknar- og móttökuaðstöðu áður en rýmum verði fjölgað í fangelsinu um rúmlega 40 eins og ráð er fyrir gert. Þá er starfs- og námsaðstaða í Fangelsinu Litla-Hrauni ekki í stakk búin að bæta við 40 föngum án breytinga. Slíkt væri óábyrgt og óforsvaranlegt út frá mannréttinda- og öryggissjónarmiðum. Þegar fjármagn fæst til byggingar móttöku- og heimsóknarhúss verður farið í þær framkvæmdir. Sem stendur fæst ekki fjármagn til þess, aðeins til fjölgunar fangarýma. Staða okkar nú er erfið. Bæði fangelsin á höfuðborgarsvæðinu eru ónýt og rekin á síendurteknum undanþágum heilbrigðisyfirvalda. Þeim þarf að loka og opna nýtt fangelsi sem tekur við hlutverki þeirra. Hlutverk hins nýja fangelsis verður því að vista gæsluvarðhaldsfanga og vera móttökufangelsi auk þess að gera verður ráð fyrir vistun kvenfanga sem ekki teljast hæfir til vistunar í opnum úrræðum. Ekki er svigrúm til að auka verulega rekstrarkostnað Fangelsismálastofnunar og því er sú krafa gerð að mögulegt verði að reka hið nýja fangelsi fyrir nánast sama rekstrarfé og nú fer í Hegningarhúsið og Fangelsið Kópavogsbraut. Krafan um fleiri rými og almenna hagræðingu er hávær og ljóst að verulegt rekstrarhagræði felst í því að reka fangelsi fyrir 56 fanga fyrir nánast sama fjármagn og 26 fanga sem nú vistast í Hegningarhúsinu og Fangelsinu Kópavogsbraut, samtals. Fangelsismálastofnun fékk þau fyrirmæli að koma með tillögur að hagkvæmari rekstri og fjölgun rýma. Fyrsta skrefið er að byggja gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi í Reykjavík sem jafnframt væri aðstaða fyrir kvenfanga og möguleikar á afplánun skemmri dóma, þ.m.t. vararefsing. Fangelsið verði þannig hannað að rekstrarkostnaður verði í lágmarki og starfsmönnum sem og föngum liði sem best. Með lokun fangelsanna á höfuðborgarsvæðinu og byggingu gæsluvarðhalds- og móttökufangelsis á sama svæði er stórt skref stigið í framþróun fangelsismála á Íslandi. Verði ekkert fangelsi á höfuðborgarsvæðinu glatast mikill mannauður og þekking, en sterkasti hlekkur fangelsiskerfisins felst í góðu og öflugu starfsfólki í öllum fangelsum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Sjá meira
Á liðnum misserum hefur mikið verið fjallað um byggingu nýs fangelsis á opinberum vettvangi. Ekki er hægt að segja annað en að byggingasaga fangelsa sé sorgleg. Oft hefur staðið til að byggja fangelsi en einhverra hluta vegna hefur aldrei lánast að klára verkefnið. Margt kemur til. Þensla í opinberum framkvæmdum, niðurskurður í opinberum framkvæmdum, „byggðapólitík" og almennt áhugaleysi um málaflokkinn. Nú er svo komið að tekin hefur verið ákvörðun um byggingu nýs fangelsis. Því ber að fagna. Því miður hefur nú komið upp „hefðbundin" byggðapólitík, deilur um staðsetningu og útúrsnúningar á alla bóga. Umræðan hefur farið í marga hringi, rangar fullyrðingar settar fram, stjórnmálamenn sem áður hafa lítið eða ekki tjáð sig um málaflokkinn tekið að skrifa greinar og dregið ályktanir sem eru í engu samhengi við raunveruleikann. Þeir sem koma að ákvarðanatöku um staðsetningu fangelsis hafa jafnvel verið sakaðir um annarleg sjónarmið. Nauðsynlegt er að gera grein fyrir raunverulegri stöðu og hvað til stendur. Ekki stendur til að framtíðaruppbygging öruggasta fangelsis landsins fari frá Fangelsinu Litla-Hrauni að Hólmsheiði. Fullyrðingar um slíkt eru rangar. Langtímaáætlanir gera þvert á móti ráð fyrir mikilli uppbyggingu á Litla-Hrauni og að fangarýmum þar verði fjölgað verulega. Það er mat þeirra sem að öryggismálum koma hjá Fangelsismálastofnun og öðrum að fyrst sé nauðsynlegt að byggja á Litla-Hrauni fullnægjandi aðstöðu fyrir starfsmenn, miðlæga varðstofu auk heimsóknar- og móttökuaðstöðu áður en rýmum verði fjölgað í fangelsinu um rúmlega 40 eins og ráð er fyrir gert. Þá er starfs- og námsaðstaða í Fangelsinu Litla-Hrauni ekki í stakk búin að bæta við 40 föngum án breytinga. Slíkt væri óábyrgt og óforsvaranlegt út frá mannréttinda- og öryggissjónarmiðum. Þegar fjármagn fæst til byggingar móttöku- og heimsóknarhúss verður farið í þær framkvæmdir. Sem stendur fæst ekki fjármagn til þess, aðeins til fjölgunar fangarýma. Staða okkar nú er erfið. Bæði fangelsin á höfuðborgarsvæðinu eru ónýt og rekin á síendurteknum undanþágum heilbrigðisyfirvalda. Þeim þarf að loka og opna nýtt fangelsi sem tekur við hlutverki þeirra. Hlutverk hins nýja fangelsis verður því að vista gæsluvarðhaldsfanga og vera móttökufangelsi auk þess að gera verður ráð fyrir vistun kvenfanga sem ekki teljast hæfir til vistunar í opnum úrræðum. Ekki er svigrúm til að auka verulega rekstrarkostnað Fangelsismálastofnunar og því er sú krafa gerð að mögulegt verði að reka hið nýja fangelsi fyrir nánast sama rekstrarfé og nú fer í Hegningarhúsið og Fangelsið Kópavogsbraut. Krafan um fleiri rými og almenna hagræðingu er hávær og ljóst að verulegt rekstrarhagræði felst í því að reka fangelsi fyrir 56 fanga fyrir nánast sama fjármagn og 26 fanga sem nú vistast í Hegningarhúsinu og Fangelsinu Kópavogsbraut, samtals. Fangelsismálastofnun fékk þau fyrirmæli að koma með tillögur að hagkvæmari rekstri og fjölgun rýma. Fyrsta skrefið er að byggja gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi í Reykjavík sem jafnframt væri aðstaða fyrir kvenfanga og möguleikar á afplánun skemmri dóma, þ.m.t. vararefsing. Fangelsið verði þannig hannað að rekstrarkostnaður verði í lágmarki og starfsmönnum sem og föngum liði sem best. Með lokun fangelsanna á höfuðborgarsvæðinu og byggingu gæsluvarðhalds- og móttökufangelsis á sama svæði er stórt skref stigið í framþróun fangelsismála á Íslandi. Verði ekkert fangelsi á höfuðborgarsvæðinu glatast mikill mannauður og þekking, en sterkasti hlekkur fangelsiskerfisins felst í góðu og öflugu starfsfólki í öllum fangelsum landsins.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun