Erlent

Þinghúsinu á Sri Lanka lokað vegna ótta við hryðjuverk

Hermenn á Srí Lanka á æfingu fyrir hátíðahöld vegna þjóðhátíðardags landsins sem er á laugardaginn kemur.
Hermenn á Srí Lanka á æfingu fyrir hátíðahöld vegna þjóðhátíðardags landsins sem er á laugardaginn kemur. MYND/AP

Þinghúsinu í Colombo á Srí Lanka var lokað í morgun af ótta við hryðjuverk. Leitarhundar sýndu óeðlileg viðbrögð við reglubundið eftirlit í nótt og þótti ekki á annað hættandi en að fresta fyrirhuguðum þingfundi á morgun. Engin sprengja hefur fundist enn sem komið er, en þinghúsið verður ekki opnað aftur fyrr en eftir tæpar tvær vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×