Erlent

Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins rýmdar aftur í gær

Múslímar á bæn í Kaupmannahöfn í gær. Um hundrað múslímar söfnuðust saman í miðborginni vegna orðróms um að hægriöfgamenn hygðust safnast saman og brenna Kóraninn á Ráðhústorginu.
Múslímar á bæn í Kaupmannahöfn í gær. Um hundrað múslímar söfnuðust saman í miðborginni vegna orðróms um að hægriöfgamenn hygðust safnast saman og brenna Kóraninn á Ráðhústorginu.

Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru aftur rýmdar í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Um kvöldmatarleytið hringdi enskumælandi maður úr símaklefa og varaði við sprengingum innan klukkustundar á skrifstofum blaðsins. Þær voru þegar rýmdar, en fljótlega kom í ljós að um gabb var að ræða. Carsten Juste, ritstjóri Jótlandspóstsins sagði í gær að atburðarrás undanfarinna daga væri sigur andstæðinga tjáningarfrelsis. Löggæsla hefur verið snarhert í Kaupmannahöfn vegna málsins. Við allar helstu samgöngumiðstöðvar í borginni verða nú lögreglumenn á vappi á meðan ekki sér fyrir endann á deilunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×